Ég er töffari
29.4.2008 | 17:41
en sumu nenni ég ekki.
Eitt það versta er að fara á bílaverkstæði. Ég er pínulítil kelling, oftast í svörtum jakka með kássu af rennilásum og mjög oft með sólgleraugu. Ég lít út eins og miniútgáfa af handrukkara. Ég virðist vera voða jaxl og svaka töffari. Ég fer samt helst ekki á verkstæði. Þar hef ég of oft lent í að vera rengd um það sem er að bílnum eða nánast klædd úr með glyrnum kallpungs sem mér kemur ekki við. Þá tosa ég gleraugun fram á nefið og hvessi brúnar glyrnur framan í viðkomandi. Það virkar, oftast. Mér finnst samt betra að senda Steinar í þessar kallaherbúðir. Mér er alveg sama þó hann sé berháttaður í hausnum á einhverjum og líklega honum líka hehe. En ég fór samt á verkstæði áðan...seig.
Ég á Benz og þeir hafa verið með boddýgalla undanfarin ár. Verksmiðjurnar úti hafa átt annríkt með að bæta þennan galla en hafa þó gert það. Í fyrra var skipt um allar hurðir hjá mér fyrir utan eina sem virðist vera í lagi. Bonzó lenti í tjóni og fékk sér nýtt nef nema annað frambrettið. Á það var komin ryðbóla. Askja rak okkur með hann í skoðun á verkstæðið sem sá um hurðadæmið og það stendur heima, brettið er ónýtt og ég fæ nýtt. Í leiðinni læt ég gera við skemmd aftaná síðan í vetur. Bonzó rann í hálku og rak sig í blásaklausan staur á Ásvallagötunni. Á meðan svaf ég heima.
Nú er komið sumar og bjart og þá gengur ekki að hafa svona búbú á Bonzó. Smámunasemi er í þér , segja kallarnir hérna og hlægja að mér. Hann kom nú úr allsherjarhreinsun í gær...og er ofsalega fínn að innan.
Ég meina það, fólk verður nú að geta ferðast í sæmilegum leigubíl þó fæstir spái nokkuð í því vegna ákveðins ástands.
ég ætlaði að skrifa meira og um annað...
pistillinn, afhverju ég , bíður betri tíma
Athugasemdir
Hu ég er bara alveg sammála að Benzó á að vera flottur eða flottastur hvað sem karlar segjan.
Kveðaj Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.4.2008 kl. 17:53
Hæ hó takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn :)
Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 18:02
Sammála Heiður.
Takk fyrir að samþykkja mig Erna, rakst inn hjá þér í dag og leist vel á þig hérna hjá mér
Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 18:04
Ég er alveg að sjá þetta fyrir mér ... Steinar situr út í bíl eins og "full size" mafíósi og þú hadrukkarinn ferð inn á verkstæðið :)
Valdimar Melrakki, 29.4.2008 kl. 18:14
Hehehe já heldurðu að það sé Valdi hehe...
ég er ekki að skrökva neitt með ministærðina sko haha
Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 18:15
Ætíð jafn skemmtileg, mínístærð, erum við þá míní, mídí og maxí
þá hlýt ég að vera max, max, maxí
Knúsý dúll kveðjur milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 18:51
hmhm ég myndi ekki vilja verða fyrir augnaráðinu grimma haha.
Eyrún Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 20:27
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.4.2008 kl. 20:32
hmm.. ég er líklega míni en líður samt alltaf eins og ég sé maxí! Hef alltaf jafn gaman af rembunum á verkstæðinu, þegar þeir halda að ég viti ekki hvað snýr aftur eða fram á bílum! Veit það sem ég veit og er alveg með það á hreinu þegar bíllinn er ekki eins og hann á að vera!
Hef þurft að beita ógurlegu augnaráði.....
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:44
... ég veit ekkert um bíla... þekki ekki einu sinni tegundirnar... þegar ég er spurðu á hvernig bíl ég sé, svar ég; ég er á gráum bíl...
Brattur, 29.4.2008 kl. 21:21
Hvaða verkstæði ferð þú á ?
"Berhátta Steinar með augunum"
PERRAR.
Anna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:27
Hehe já ég bara geri ráð fyrir að allt sem inn þrammar sé háttað með augunum og þess vegna hann hehe.
Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 21:46
Mini handrukkari hahahahaha.Góð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:04
Þú ert frábær elsku Ragga.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2008 kl. 22:42
Hahhahahahahah.... Ragga NEI !! Þú lítur allsekki út eins og handrukkari, en samt.. hehe sko nú er ég í kasti.
Sammála Bensinn verður að vera fínn, maður keyrir ekki A bíl í skítugum fötum. Allsekki, ónei.
En hver hefur ekki gaman af þvi að vera klæddur úr í huganum annars slagið ? Skil Steinar vel
Knús á þig
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:09
Já sko þig töffari. Daður á verkstæði er heilmikil skemmtun fyrir hvaða húsmóður sem er, jafnvel líka fyrir húsfeður. Maður á að hafa gaman af daðri og daðra á móti - án þess að hleypa handrukkaranum í sér út úr kápunni. Knús í Bensinn þinn Ragnheiður mín og eigðu ljúfan dag.
Tiger, 30.4.2008 kl. 12:35
Ragga mín hvernig í ósköpunum datt þér nú í hug að fá þér þýskagrjótmulningsvél og kalla það bíl,?????
Annars finnst mér gott að þú sér búinn að finna not fyrir Steinar,ég var farinn að taka út með hundinum það draga kallinn á eftir sér í bandi um allar trissur,Annars bara gaman að sjá að húmorinn er ekki alveg farinn Og svona á meðan ég man þú mátt alveg klappa þér sjálfri á bakið frá mér,og hnippa í Strætóbílstjórann og segja að hún eigi a ðfara mjúkum höndum um vini sína.
Kv Rödd úr fortíðinni
Laugi (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.