24 apríl 2008

Fyrir þá sem nenna ekki að leita, gúggla og skoða.

Smá rannsóknarblaðamennska...

Menn verða að gæta hófs í sínum aðgerðum. Talsmenn verða að vera með alla fingur á púlsinum ....

Hérna er mynd, eini munurinn er að gula vestið vantar.

456810

Annars fannst mér myndskeiðið nokkuð gott fyrir utan meiðsl lögreglumannsins. Ég hef alla tíð verið á móti ofbeldi. Trukkarinn var með kjaft og hroka  við agnarlitla lögreglustúlku. Mér fannst það mikill sigur fyrir okkur stúlkur sem erum einn og ekkert á hæð að horfa á hana læsa haustaki á hann...já já ok ok ok .

Það var eins og hausinn væri fastur í skrúfstykki hehe.

_______________________________________________

Í gær loguðu fjölmiðlar af fréttum af óeirðunum. Svo kom auglýsingahlé. Auglýst var að framlengdur hefði verið frestur til að sækja um í Lögregluskólanum. Ég fékk alveg kast af hlátri hehe....Nú lýsi ég eftir hinum asnanum sem hló að þessu. Ég get ekki verið þekkt fyrir að hlægja ein að þessu.

_______________________________________________

Ég var með heilan bloggvin í innkeyrslunni í dag. Sonur hans átti erindi við Steinar og skilaði samviskusamlega kveðju inn. Hann kom líka í gærkvöldi og þá sást hvað Kelmundur gerir mikinn mannamun. Þennan leist honum vel á.

_________________________________________________


mbl.is Skotið á flutningabíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er víst hinn asninn

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Ragnheiður

Gott að vera í félagi með þér mín kæra

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 20:37

3 identicon

Gleðilegt sumar mín kæra, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:55

4 identicon

Heyrðu... ég hló eins og skepna þegar ég sá auglýsinguna :)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við erum margir kátir asnarnir sem að nóteruðum þetta auglýsíngarhlé bráðfyndna.

Gleðilegt sumar Ragga.

Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar.

Anna, ég hélt að það væri svo augljóst. Svona er maður grænn. Hann er lengst til vinstri á myndinni. Hinir tveir er blásaklausir

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Hugarfluga

Já, þarna er hann. Maðurinn sem Sturla kannast bara ekkert við en veit þó að var að koma úr aðgerð. Ef menn ætla að standa í stafni í svona baráttu held ég að þeir hljóti að þurfa að vera með kveikt á öllum, vel máli farnir, yfirvegaðir og sannsöglir.

Knús á þig. 

Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hehehe, jamm það var pínu fyndið að Sturla vissi að maðurinn var að koma úr aðgerð en þekkti hann samt ekki neitt.

Kristín Snorradóttir, 24.4.2008 kl. 22:32

9 Smámynd: Ragnheiður

Hvar sagði Sturla að hann væri að koma úr aðgerð ?

Ekki þar fyrir, þetta kemur skelfing aulalega út. Það mátti fordæma verknaðinn eins og gert var en ekki þræta fyrir manninn.

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 22:32

10 Smámynd: Hugarfluga

Í fréttum í sjónvarpinu. Sagði eitthvað í þessa áttina "hann var að koma úr hnéaðgerð en ég þekki hann ekkert."  Kom afskaplega illa út, svo ekki sé meira sagt.

Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 22:38

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég hló líka þegar ég sá þessa auglýsingu...og hugsaði að BB vannti ssennilega fleyrir í þetta varalið sitt.

Þetta er bara sorglegt að maðurinn skuli ráðast svona á lögreglumannin það þarf ekki að beita ofbeldi  ég spurði Gísla hvort hann vissi hvort hann væri bílstóri hann sagðist ekki kannast við hann og bætti svo við það væri ekki að marka hann þekkti ekki alla...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.4.2008 kl. 22:39

12 Smámynd: Ragnheiður

Já ok Fluva mín, ég fann bloggsíðu Sturlu og smellti á bloggvináttu við hann. Hann skrifar lipran og fínan texta og það er ágætt að lesa sjónarmið hans.

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 22:41

13 identicon

Snilld að setj auglýsinguna þarna á milli.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: M

Ég tók einmitt eftir þessari auglýsingu í lögregluskólann og skellti uppúr ein inní stofu

"hann stóð ekki í lappirnar, nýkominn úr aðgerð á hné"  " en ég þekki hann ekki neitt "  Mér finnst Sturla greyið vera búin að missa trúverðugleikann sem var með í fyrstu.  

M, 24.4.2008 kl. 23:13

15 Smámynd: M

sorry, sem HANN var með í fyrstu

M, 24.4.2008 kl. 23:13

16 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt sumar Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.4.2008 kl. 23:27

17 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:19

18 Smámynd: Brynja skordal

oh reyndi að senda þér póst en held að hann hafi ekki farið en boðið stendur enn Ragga mín tala við þig þegar við komum heim frá Manchester verð örugglega inn á msn á þriðjudag ok hafðu ljúfa helgi

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 10:13

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gleðilegt sumar. Missti af öllum þessum hamagangi í fréttum þar sem ég var að vinna langt fram á kvöld. Bömmer.

Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:50

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hélt að ég hefði verið eini asninn sem hló þegar auglýsingin kom, perfect timing.  Hafðu það sem allra best í sumar elskuleg, vona að sumarið sendi okkur hlýju og yl og huggun í sorgmædd hjörtu, mér þykir vænt um þig.  Takk fyrir ljúfan vetur.   Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband