Takk fyrir bloggveturinn, flestir
24.4.2008 | 08:52
Ég byrjaði daginn á að sverja af mér barn. Það var óvart. Var komin í vinnuna þegar einhver hringdi og romsaði einhverju út úr sér og sagði svo ; Mamma ? Það held ég ekki, svaraði ég. Löng þögn.....svo sagði viðkomandi eitthvað meira og ég sagði : Ha jú MAMMA, hvað ert þú að gera í Reykjavík ? Steinar skaust svo og kom þessu barni á heppilegri stað en það var statt á.
Björn átti að taka bóklega prófið í gær en vegna lélegra skipulagshæfileika þá komst hann ekki. Hey hann getur nú ekki verið fullkominn all the time...!
Veturinn hefur ekki skilið eftir góðar minningar. Hann á nokkuð sameiginlegt með vetrinum 84-85 s.s. enginn Himmi. Þá var Himmi ekki kominn en nú er hann farinn. Kannski er ég eigingjörn og vitlaus að hafa viljað hafa Himma minn lengur..Kannski hefði lífið hans bara verið eintómt basl og erfiðleikar. Ég sakna hans samt alveg skelfilega og það lagast örugglega aldrei. Ég græt framtíðina hans sem ég þó veit ekki hver hefði verið. Svo græt ég líka vonina sem ég bar um að hann yrði góður og stuðningur við móður sína .Hann var svo skemmtilegur strákur í öllu sínu basli. Hann átti nú,blessaður, að koma upp nafni móður sinnar. Það gerir hann ekki. Ég er samt fegin að hann lét ekki eftir sig barn. Hann lét hins vegar eftir sig mörg systkini og sum þeirra eru svo lítil og þau eiga svo erfitt með að skilja þetta.
Ég hef ekkert að segja um mótmælin í gær, þið eruð búin að segja það sem mér fannst og sum ykkar náttlega búin að segja eitthvað allt annað en mér fannst. Ég horfði á þetta á Rúv í gær. Það sem ergði mig hinsvegar í gær var að bæði hrundi www.visir.is og www.ruv.is .
Mér gengur ekkert að finna iðnaðarmann, eða sko gluggakall. Ég ætla að sjá hvort Glerborg getur aðstoðað við það annars verð ég bara að gera þetta sjálf. Það er aftur verra með píparadæmið, það get ég ekki og má ekki gera sjálf. Þar þarf meistara til að kvitta á verkið. Orkuveitan færir grindina en ég þarf pípara til að tengja inn á húsið á nýjan leik.
Heiður, ég þarf ekki að fá lánaðan atvinnubílstjóra hehe. Á svolleis.
Gleðileg sumar.
ps. ég get ekki verið á msn í vinnunni en þið getið sent mér email ef eitthvað er, sé það heima. Knús á línuna.
Athugasemdir
Vonandi verður sumarið þér léttara
Datt í hug í sambandi við gluggakall - verðurðu ekki bara að finna þér eins og einn svona perra - svokallaða gluggagægja?
Takk fyrir veturinn Ragga mín
Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 08:57
Uhh já...ég skelli bara auglýsingu í Fréttablaðið.
Perri óskast !
Verður að vera klár á glugga !!
Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 09:01
passaðu þig bara samt á því að gefa ekki upp rétt símanúmer
Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 09:03
Nei nei ég gef bara upp þitt númer
Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 09:05
Knús og klemm og mikið af ljúfum geislum inn í þitt hjarta. Megi sumarið verða þér gott og gæfuríkt mín kæra.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:11
Gleðilegt sumar.
Mummi Guð, 24.4.2008 kl. 09:23
Gleðilegt sumar
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:41
Gleðilegt sumar Ragga og allir á Álftanesinu hjá þér .
Kveðja úr Grindavík Heiður,atvinnubílstjórinn og börn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.4.2008 kl. 09:50
Gleðilegt sumar Ragga mín og takk fyrir veturinn
Huld S. Ringsted, 24.4.2008 kl. 10:15
Gleðilegt sumar!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:18
Gleðilegt sumar, Ragga mín.
Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 10:26
Gleðilegt sumar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:49
Gleðilegt sumar og takk fyrir allt.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 11:07
Já, Gleðilegt sumar Ragga mín og takk fyrir veturinn. Vonandi færir sumarið þér gleði í hjarta. Lífið er erfiður skóli og svo erfiður stundum að maður skilur hann bara ekki og við sitjum eftir með milljón spurningar sem engin svör fást við. Engu að síður er eitthvað sem heldur manni gangandi og þvingar mann til að halda áfram. Kannski skiljum við tilganginn þegar við förum héðan, hver veit?
Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:19
Gleðilegt sumar Ragga mínEn viltu pikka mig upp næst þegar þú sérð mig á msn póstdæmið mitt er eitthvað bilað get ekki sent póst því eins og ég sagði þá gæti minn smiður kannski aðstoðað þig meinti það sem ég sagði dúllan mín
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 11:21
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn
M, 24.4.2008 kl. 11:30
Takk Brynja mín, hef það í huga á eftir
Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 11:44
Gleðilegt sumar kæru Ragnheiður, Steinar og fjölskylda.
Heldurðu að þú getir notað þetta:
http://www.finna.is/category_tree/Default.aspx?groupid=02.22.42¤tlink=3&LocationSelect=0&root=
eða þetta:
http://www.finna.is/Company_Search/?query=glugga%C3%ADsetning&LocationSelectName=Allt%20landið&LocationSelect=0
Anna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:01
Gleðilegt sumar Ragnheiður
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 12:09
Gleðilegt sumar... takk fyrir veturinn... megi þú og þínir eiga gott sumar...
Brattur, 24.4.2008 kl. 12:51
Gleðilegt sumar Ragga mín og megi sumarið verða þér gott og yndislegt í alla staði .
Helga skjol, 24.4.2008 kl. 13:15
Gleðilegt sumar, elsku Ragga mín. Vona að sumarið þitt verði frábært!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:36
Gleðilegt sumar Ragnheiður mín. Veistu, framtíð okkar förnu er mjög björt og hlý. Þeir eru nær sólinni en við og inni í meiri hamingju en þeir nokkurn tíman hefðu getað nálgast í sinni jarðvist. Auðvitað erum við ekki sátt, það er svo mikið skiljanlegt. En, þeir sem áttu erfitt í jarðvistinni eru sannarlega á yndislegri og hlýrri stað núna - þrátt fyrir að fátt sé hlýrra og yndislegra en móðurfaðmurinn!
Nú er um að gera að brosa framan í sumar og sól, horfa björtum augum fram á við með það í huga að þeir sem við elskum sjá ennþá allir með tölu - sömu sólina og við lítum alla daga sem hún skín.
Um leið og þú sérð sólina næst - brostu þá - því þú getur verið viss um að Hilmar horfir líka á sína sól á sama tíma - að ofan - á þig sem ert og verður alltaf sólin í lífi hans og nú líka í himnaríki hans! Njóttu sumarsins og gerðu helling af skemmtilegum sumarlegum hlutum með þínum nánustu, njóttu þess sem þú átt og leyfðu þeim að njóta sólar sinnar líka - þín! Knús á þig elskulegust inn í sumarið ykkar!
Tiger, 24.4.2008 kl. 14:50
Gleðilegt sumar Ragga mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:16
Megir þú eiga hamingjuríkt sumar ragga mín .
Eyrún Gísladóttir, 24.4.2008 kl. 15:28
Gleðilegt sumar og takk fyrir dásamlegt blogg í vetur.
Vona að sumarið verði þér gott og hlýtt.
Sumarkveðjur frá Dk
Hulla Dan, 24.4.2008 kl. 15:30
Risaknús til þín Ragga mín bestasta Gleðilegt sumar og þúsund þakkir fyrir að deila með okkur
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:58
Elsku Ragga mín gleðilegt sumar og hjartans þakkir fyrir veturinn,
Sumarið verður þér bjart og gott.
Kærleikskveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 16:00
Gleðilegt sumar.
Kristín Snorradóttir, 24.4.2008 kl. 16:18
Gleðilegt sumar og þökk fyrir veturinn, hrossið mitt góða. Það er að birta, hægt og hægt og von mín er að líka birti hjá þér og góðu minningarnar verði þér ljósið sem lýsir, þegar dimmt er hjá þér og þig vantar Himmann þinn. Knús að norðan..... Halla.
., 24.4.2008 kl. 16:42
Gleðilegt sumar Ragga mín og takk fyrir veturinn.
Þú ert langt í frá eigingjörn að vilja hafa hann Himma þinn lengur og mér finnst þú nú reyndar ein sú óeigingjarnasta manneskja sem ég veit um
Dísa Dóra, 24.4.2008 kl. 17:21
Gleðilegt sumar og takk sömuleiðis. Ég veit alveg upp á mig skömmina, ég er ekki nógu dugleg að kommenta, en ég er bara svo sjaldan í tölvuni. Það er svo margt annað sem vekur áhuga.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.4.2008 kl. 17:37
Auðvitað saknarðu hans. Mig langar að deila með þér smá ... þegar pabbi minn lést eftir stutta og erfiða sjúkdómslegu vorið 2002 höfðu samskipti okkar verið erfið í langan tíma, þ.e.a.s. ég gat hreinlega ekki þolað manninn og varð geggjuð að vera í sama herbergi og hann í hálftíma, tek fram að ég var mjög veik andlega á þessum tíma og það hefur sem betur fer breyst ... nema hvað ... nokkrum mánuðum eftir andlát hans mælti ég mér mót við sjúkrahúsprestinn og bað hann að útskýra fyrir mér hvers vegna ég saknaði föður míns svona hræðilega, hafandi varla þolað hann. Sr.Bragi hafði svör á reiðum höndum og útskýrði fyrir mér að kannski væri söknuður minn og sorg einmitt e.t.v. meiri en annarra, ég væri jú bæði að syrgja látinn föður, en það sem meira er, ég væri líka að syrgja það að hafa ekki átt pabbann sem mig langaði að hann væri og að sú von væri endanlega úti þar sem hann væri látinn.
Ég veit ekki afhverju mér datt þetta endilega í hug þegar ég las færsluna þína, en ég ákvað að láta það flakka. Guð blessi þig og styðji í þinni miklu sorg
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:36
Þetta skil ég, Elín Sigríður, ég er alveg viss um að ég er að kvarta undan framtíð sem ekki varð og nú er vonin mín um að hann verði góður (ekki í afbrotum) endanlega farin.
Ragnheiður , 27.4.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.