Umferðarfærsla í G-dúr *smáuppdeit*

Skrambans....

Það hafa orðið veruleg umferðarslys undanfarið með tilheyrandi manntjóni og stórtjóni á fólki. Þar sem ég ek suður í Forsetahrepp sé ég í baksýnisspegli farartæki nálgast...Æj svona amrískt eitthvað, mjög vinsæl sort þegar ég var krakki og fallegur bíll í þá daga. Í dag lítur þetta út fyrir að vera hlandkoppur á hvolfi eða fljúgandi skítakamar, fer smá eftir sjónarhorninu.

Nú, þetta brussast framúr mér og öllum öðrum og hverfur í rykmekki. Á umferðarljósum í Garðabæ situr þetta helvítis fyrirkomulag og horfir í klofið á sér. Sér er nú hver tímasparnaðurinn ! Ég og þýska eðalstálið náðum sömu yfirferð á löglegum hraða.

Sko slys geta hent hvern sem er og að því er virðist hvenær sem er.

Um daginn brunuðu framúr okkur haugur af mótorhjólum, nánast á svipuðum stað og ungur maður lést um daginn. Ég urraði yfir þessu en Steinar afar jákvæður benti á að þetta væru racerar og ættu að fara svona hratt....mæ ass.....

Afhverju heldur fólk alltaf að eitthvað slæmt gerist hjá öðru fólki?

Farin í fýlu

Farin í Bónus

Kveðja úr Forsetahreppi

* fór í Bónus, hætt í fýlu, það var svo ansi góður afsláttur á kjúllabringum þar. *glott*

Kann heldur ekkert að vera í fýlu.

Signý, ég skildi hvert orð

Jennsla, nákvæmlega

Anna hehe nákvæmlega (ég er laumugrínisti)

Steinunn, tala við þig á msn í kvöld ...þarft ekki bílinn í það Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Afþví að það kann ekki að meta það sem það á og hefur. Ég held að maður læri ekki almennilega að meta það sem maður á í lífinu fyrr en maður virkilega lendir í lífinu... so to speak. Þá lærir maður bera virðingu fyrir því

Það er nefnilega ekkert mál að vera til þegar allt er í góðum fíling. En það verður öllu flóknara og jafnvel erfiðara að einhverju leiti þegar eitthvað bjátar á... 

hmm.. veit ekki hvað þetta meikaði mikinn sens... en ég samt skil nákvæmlega hvað þú ert að tala um...

En ekki vera í fýlu, það er svo leiðinlegt og tekur svo á alla vöðvana í andlitnu á manni

Signý, 12.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Situr þetta helvítis fyrirkomulag og starir í klofið á sér" ROFL, þetta hefði ég sjálf geta skrifað.  En brostu blítt, við ráðum engu um umferðarhálfvitana.

Kveðja í Ólafshrepp

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha, þú í fýlu ?  Nú ertu að spauga.  

Anna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ég er búin að fara út í dag og ætla ekki á bílnum aftur. Er nefnilega nokkuð viss um að þá lendi ég í árekstri.

Fyrst var reynt að bakka á okkur á bílastæði, svo var reynt að keyra inn í hliðina á okkur á hringtorgi, sá sem var á ytri akrein ætlaði bara allt í einu að taka hálfa innri akrein líka á leið sinni út úr hringtorginu. Loks var svínað á ykkur þegar ökumaður fór yfir af akreininni sem var hægra megin við okkar og yfir á þá sem var vinstra megin við okkur.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 12.4.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband