Það eru margir að blogga um
10.4.2008 | 13:06
apaskítskaffið.
Um daginn var frétt um smyglara í Leifsstöð, hann var með dópið í brókunum. Ég hugsaði, ætli það hafi verið þar innan um bremsuför og annað "góðgæti" ?
Svo fór ég að hugsa um aðalsmyglleiðina, þið vitið...smyglarinn kyngir draslinu og skítur því. Því er pakkað í neytendaumbúðir og selt fyrir stórfé.
Ef um almenna neysluvöru væri að ræða þá yrði allt geðveikt. En fárveikir fíklar eru nú ekki að bilast á taugum yfir þessu. Það eru bara svona forpokaðar kellíngar eins og ég sem fá hroll upp og niður hrygginn.
Ég held að ég þiggi ekki kaffi utan heimilisins. Hvað veit maður hvað er verið að bjóða upp á af eintómum rausnarskap?
Ég gerði nýtt áðan, ég pantaði mér ljóðabók frá eymundsson. Ég er ekki mikil ljóðakona en það hefur reyndar aðeins verið að breytast enda búin að lesa ókjör af sálmum mér til heilsubótar síðan í ágúst. Ég pantaði bókina hans Ólafs Ragnarssonar.
Ef þetta er allt í innsláttarvillum þá verður að hafa það, ég sé ekki á skjáinn útaf sólinni...
Athugasemdir
Maður veit aldrei hvaða skít maður ber að vörum sér. Þetta kattaskítskaffi hljómar amk ekki girnielga í mínum eyrum. Verði þeim að góðu sem drekka það rándýrt.
Ég hef svo gaman að ljóðabókum, endilega leyfðu okkur svo heyra hvernig bókin er þegar þú ert farin að glugga í hana.
Eigðu góðan dag, ég ætla að leggjast undir feld og kíkja í "secret".
Linda litla, 10.4.2008 kl. 13:10
samt skál í mínu eðal kaffi
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 13:18
ég er að lepja kaffi frá kaffitár.Ekkert aukabragð að því hehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:21
er aldrei gott - hvorki í kaffibollann né til að skella beint í æð. Reyndar þekki ég ekki neitt beint í æð og hef aldrei prufað - en ég myndi alls ekki taka eitthvað inn sem hefur verið í rassi næsta manns... þannig séð auðvitað! Æi, það er svo sorglegt hve sumir eru langt leiddir, svo sorglegt og hræðilegt. Stundum væri maður til í að gefa lungu, hjarta og lifur til að geta forðað ungu og efnilegu fólki sem á lífið framundan - frá villu vegar - en maður er svo sannarlega ekki neinn Guð almáttugur og maður verður bara að sætta sig við það. Ljóð eru góð leið til að friða sálina og öðlast hjartaró, falleg ljóð og sálmar eru ómetanleg stundum. Knús á þig Ragnheiður mín og eigðu ljúfan dag.
Tiger, 10.4.2008 kl. 14:44
Var ekki einhver svona auglýsingaherferð einhverntíman, svona antidóp auglýsing sem var á öllum strætóskýlum sem spurði "úr hvaða rassi sýgur þú?" eða eitthvað svoleiðis... Man þetta nú ekki alveg, enda svosem kannski ekki alveg sú skarpasta á svæðinu þá... Man samt hvað mér fannst þetta sniðugt...
En ég hugsa að ég haldi mig við mitt eigið kaffi og mína eigin kaffivél from now on
Signý, 10.4.2008 kl. 15:17
Jú gott ef ekki var Signý, mig rámar í þetta.
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 15:33
Kaffið sem ég er að sötra núna fór ekki í gegnum neinn meltingarveg (eða ég held ekki) bara venjulegt Merrild! Það er alveg sama hvað fer í gegnum meltingarveg það fær ekki að koma í minn munn á eftir
Huld S. Ringsted, 10.4.2008 kl. 15:40
Ragga, nú ældi ég, amk. í huganum.
Reyndar skil ég ekki að fólk skuli geta drukkið kaffi sem svona er "unnið", bara alls ekki.
Er að hugsa um að ná mér í bókina líka. Amk. er bókakaupadagur á laugardaginn. Jesús, mig vantar heilan hilluvegg í viðbót.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 15:53
Þvílíkur vibbi. Fegin er ég að drekka ekki kaffi.
Helga Magnúsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.