Góðan dag
10.4.2008 | 09:50
Ég er auðvitað vöknuð, væri varla að skrifa annars. Í gær var stöð 2 opin hjá mér og ég , afbrotaaulinn , horfði á. Sá meðal annars Kompás endursýndan. Aðgengi fyrir hjólastóla er fáránlega lélegt en yfirlæknirinn fyrir norðan kom mér verulega á óvart. Fyrst ætlaði hann að stugga við myndatökumanni, já hann gerði það, ætlaði það ekki bara. Svo var hann afar asnalegur og kom illa fyrir í þessu viðtali um aðgengi að heilsugæslunni. Ég veit ekki hvaða maður þetta er.
Björn kom heim í gærkvöldi, búinn að klára ökuskólann. Ég bauð honum að lesa loftfimleikafærsluna um sig sjálfan og hann gerði það.
M: Mannstu eftir þessu ?
B: Nei, enda hefur vitið greinilega ekki verið mikið á þessum tíma !
Oft hefur mér fundist ég skrýtin skrúfa. Mér fannst ég samt vera komin nærri því að slá persónulegt met í gær að ætla að drepast í kirkjugarði. Það er í raun heimskulegasti dánarstaður sem hægt er að finna sér.
Ferlið yrði þá svona ; labb í kirkjugarði, kelling dauð, sækja kellingu, setja í líkhús, útför og aftur í kirkjugarð !
Glatað, það sé ég sjálf.
Ég nenni nú eiginlega ekkert að fara í fleiri jarðarfarir í bili en þessa yrði ég líklega að mæta í.
Athugasemdir
Já það er ómögulegt að gefa upp öndina í kirkjugarði. Og þó...
Sá ekki Kompás. Er fúl út í þá. Er að bíða eftir ákveðinni umfjöllun sem seint virðist ætla að koma
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:52
Jennsla ég sendi þér email
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 09:56
Daginn.Ég er líka að bíða.Ragga góð að venju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:07
Sá ekki þáttinn.
Vona hins vegar að þú sést búin að jafna þig vel á kirkjugarðsferðinni.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:10
Já ég er sæmileg núna, best ef ég sit sem er smá galli á tilverunni.
Það kom áhugaverð skýring í kommenti í gær, svifryk. Það gæti verið málið.
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 10:15
þetta minnir mig á þegar mömmu bauðst eitt sinn far í kirkjugarðinn með ömmu minni sem var þá á leið að setja sumarblóm á leiði. Mamma var aðeins tvístígandi með að þora upp í bílinn með ömmu - treysti ekki alveg aksturslaginu.
Ég sagði henni að þetta væri allt í lagi. Við skildum setja á krossinn hennar þ.e. ef það kæmi eitthvað fyrir: "Hún var á leiðinni þangað hvort sem var....."
Mikið búið að flissa að þessu í minni fjölskyldu
Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 10:18
Hehehe Hrönn...thíhíhí.
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 10:23
Hrönnslan alltaf góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 10:46
Sammála þér með yfirlæknirin en fyrst að það er verið að tala um kirkjugarða þá fór ein lítil frænka mín með mömmu sinni að vitja nokkra leiða og sú litla sagði vá hver gróðursetti allt þetta fólk hérna Hafðu góðan dag
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 11:03
Hehehe hann hitti naglann á höfuðið þar
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 12:10
Kirkjugarðsferlið er nú ekki svo glatað. Spáðu í það.... maður fengi hellings ferðalag út úr þessu.
Anna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 20:53
Já ó, mér hugkvæmdist það ekki Anna
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.