Óskaplegur labbitúr
9.4.2008 | 22:25
Ég vildi endilega rjúka áðan í Fossvogsgarð, átti þangað ákveðið erindi. Rukum af stað með hunda meðferðis og það passaði, búið að loka hliðinu að ofanverðunni. Það er lokað klukkan 21.
Fórum þá niðurfyrir garðinn og sáum í leiðinni gamla Passatinn minn, fyrsta leigubílinn sem ég átti eða sko þann fyrsta eftir að ég fékk formlega atvinnuleyfið. Hann býr greinilega þarna blessaður.
Ég var búin að gá á kort af kirkjugarðinum og vissi í hvaða átt ég átti að fara. Það er heldur lengra labb neðan úr garðinum heldur en ofanfrá eins og ég ætlaði fyrst.
Það var ekki langt liðið á labbið þegar ég varð óeðlilega móð, þetta er aðeins upp í móti þarna. Mæðin versnaði og versnaði og það var farið að ískra í mér eins og gömlum hjörum. Manninum mínum leist ekki á ástandið og með einu og einu orði samþykkti ég að hætta við og fara á morgun frekar.
Þeir sem hafa heyrt óhljóðin í fólki í astmakasti vita líklega hvernig ástandið varð. Honum leist nú ekki meira en svo á gömlu sína.
Ég held að nú verði ekki undan því vikist að reyna að steinhætta að reykja og fara að spá aðeins í málin.
Eins og alltaf þegar ég fæ svona kast þá er ég uppgefin núna, steinuppgefin.
Býð góða nótt
Athugasemdir
sofðu rótt
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 22:54
Mikið líst mér vel á hugmyndina þína að hætta að reykja .......
Þvílíkur léttir að losna undan þeim þræl
Sofðu rótt í alla nótt
Anna Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 23:02
Bergdís Rósantsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:03
Er sjálf með astma. Skelfilegt að fá köstin. Ég held alltaf að ég sé að deyja. Í alvörunni sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 23:14
Já ég var eiginlega farin að halda það áðan sjálf og fannst afar klént að ætla að steindrepast í kirkjugarðinum af öllum stöðum. Það hefði samt verið ansi líkt mér, alltaf á öfugum enda með allt
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 23:17
Svo var svifryksmengunin í essinu sínu seinniartinn í dag, sem fer mjög illa í astmasjúklinga.. Hætta að reykja, það er eina ráðið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:20
Já við Jennsla erum að vinna í þessu
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 23:24
Veit alveg hvað þú ert að tala um, ég er með astma og á pústi fyrir því og ég er ekki frá því að ég sé verri seinni partinn. Ég reyki líka, og langar ofboðslega til að hætta, en er bara ekki tilbúin til þess. Því miður, þetta hrjáir mig hræðilega.
En amk ef að þú ert að hætta, þá segi ég nú bara gangi þér vel og vonandi tekst það.
Góða nóttin...
Linda litla, 10.4.2008 kl. 00:15
Já og fara oftar í göngutúra. Góða nótt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2008 kl. 00:15
Viturlegt af þínum að fara bara með þig heim góða nótt mín kæra
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 00:58
Ég er líka farin að ýskra á nóttuni. Ætli ég sé ekki á góðri leið með að stúta í mér lungunum
Langar ofsalega að losan alveg við retturnar. Hætti alltaf við og við eftir að hafa heilaþvegið mig, en skítfell alltaf eftir 1-3 vikur.
Núna stefni ég á að hætta 12. maí.
Góðan dag á þig.
Hulla Dan, 10.4.2008 kl. 04:26
No comment á reykingar en gotta að Steinar fór með þig heim.
Kveðja á ykkur öll á nesinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.4.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.