Englakór

í Kastljósinu núna. Ef ég á eftir að hitta englakór þá býst ég við að svona muni hann hljóma.

En að öðru, meiri hrakfallaminningar úr æsku barnanna minna.

Solla mín hafði gaman af að leika sér og oft við bræður sína. Hjalta fannst ótrúlega skemmtilegt að vera tekinn í kleinu. Eitthvert kvöldið var ég að vinna og fyrrum maðurinn minn heima með krakkana. Hann hringir með öndina í hálsinum, Hjalti er lamaður segir hann.

Þá hafði Solla verið að kleinast með bróður sinn en missti jafnvægið og datt ofan á hann. Við þetta lamaðist hann allur og varð máttlaus. Ég brunaði heim og við á slysó með "kleinuna". Hann gubbaði þegar við komum með hann þangað en þá þegar var hann kominn með einhvern mátt og svona náladofa í alla útlimi. Hann var hafður þarna frameftir kvöldi til rannsóknar og aðallega var verið að hugsa um heilahristing.

Hann jafnaði sig á þessu. Og ég hugsaði ekki meira um það nema þegar þurfti að hughreysta Sollu skinnið sem var alveg ónýt yfir að hafa meitt bróður sinn.

Hjalti fékk arf, eftir móður sína. Hann erfði festumeinin og gigtina og er bara heilmikið slæmur af þessu. Öll liðamót eru meira og minna brengluð og föst. Við skoðun hjá lækni þá kom í ljós undarleg sveigja á hálsinum.

Okkur er farið að gruna að meiðslin um árið hafi verið verri en við héldum þá. Við upprifjun þá man ég að ekki var tekin mynd af höfði né hálsi.

Við höldum að Hjalli minn hafi hálsbrotnað fimm ára gamall.

---------------------------------------------------------------------------

Hann flaug svo niður fjall á Grundarfirði. Hann endaði þá í polli og rankaði við sér. Hann þrammaði heim og var hinn versti við Björn bróður. "hann grenjaði svo mikið að ég gat ekkert grenjað sjálfur !"

Þetta gerðist í byrjun júní. Hjalti orgaði eins og stunginn grís og gólaði, nú get ég ekki farið í skólann búhúhúhú. Það er enginn skóli strax Hjalti minn. "Wahhhh það er alveg sama, ég kemst ekki !" grenjaði hann. Hann var saumaður víðsvegar um andlitið og hausinn. Allur götóttur grey kallinn.

----------------------------------------------------------------------------

Í fyrra fór hann á bíladaga á Akureyri með Himma. Himmi hringdi í mig,alveg í kerfi og sagði Hjalti er á spítala. Hann er fótbrotinn ! Þá réðust einhverjir gaukar á Hjalla. Hann flúði og fékk allt stóðið yfir sig þegar hann á flóttanum, steig í fótinn. Fóturinn tvíkurlaðist um ökklann. Afar færir læknar á FSA náðu að gera aðgerð á fætinum þannig að hann er þrælgóður. Ég ákvað samt að biðja ekki Hjalla um að vera líkmaður þegar Himmi var jarðaður. Ég vildi ekki leggja það á fótinn hans.

Ég veit ekki hvort ég hef sagt frá því en líkmenn voru pabbarnir hans Himma, Gísli og Steinar. Bræður hans Valdi, Sigþór og Björn. Þar sem ég var þá uppiskroppa með syni þá fékk ég tengdason minn, hann Jón Berg, til að bera mág sinn síðasta spölinn.

Það eru myndir af þeim í albúminu sem heitir útför Hilmars. Allir í jakkafötum nema Valdi sem var í fallegum íslenskum karlabúning.

Þeir unnu þetta erfiða verk með miklum sóma og munu allir alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mömmunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla

 óóó ég er misheppnuð.  Fyrirgefðu Hjalti

Solla, 9.4.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var slys, ekkert annað. Hann er örugglega ekki fúll við þig yfir þessu. Klús

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aumingja kallinn.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 20:58

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hefur hann farið til bæklunarlæknis?  Öll þessu festumein og gigtin geta  stafað frá hálsmeiðslunum sem hann fékk fimm ára.    Bestu kveðjur til ykkar allra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit það ekki alveg, bendi honum allaveganna á það

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Ragnheiður

Já þau voru það, uppátækin endalaus. Þau eru enn afar skemmtileg, bara smá öðruvísi skemmtileg.

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband