Takmörkuð lausn

á máli sem fæstir nenna að spá nokkuð í.

Frétt tekin af www.visir.is og ég undirstrika það sem ergði mig við lestur hennar.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að bæta við fjórum gistiplássum í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Þá hefur verið samið við einkaaðila um að reka búsetuúrræði fyrir allt að 20 einsklinga sem hætt hafa neyslu áfengis eða vímuefna og þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að Gistiskýlið í Þingholtsstræti sé ætlað heimilislausu fólki sem hvergi eigi höfði sínu að halla. Í skýlinu eru nú pláss fyrir 16 einstaklinga en verða 20 eftir breytinguna. Undanfarið hefur þurft að vísa einstaklingum frá vegna plássleysis með fjölguninni á að leysa brýnasta vandann.

Velferðarráð samþykkti einnig á fundi sínum að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina / Al hjúkrun um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Tuttugu manns sem hætt hafa neyslu áfengis- og/eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu fá þar aðstoð.

„Úrræðið er ætlað að veita einstaklingum húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að hlutaðeigandi einstaklingar geti búið sjálfstætt án vímugjafa og tekið virkan þátt í samfélaginu. Þörf fyrir búsetuúrræði með öflugum félagslegum stuðningi hefur lengi verið fyrir hendi fyrir fólk sem á að baki margar áfengis- og vímuefnameðferðir en er ekki í stakk búið til að búa í sjálfstæðri búsetu," segir í tilkynningu borgarinnar.

---------------------------------------------------------------------------------------

Það á semsagt bara að þrengja enn meira að þeim þarna. Borgin hefur kannski keypt kojur á útsölu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Það er skömm að þessari lausn að setja smá plástur á risastórt sár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Tiger

Það held ég að milljarðar sem fóru í að kaupa ónýt hús á laugaveginum - þotupeningur ráðherranna og söfnunarpeningur fyrir dæmdan ritþjóf hefðu betur komið að gagni í því að byggja upp gott heimili til að koma vesalings fólkinu af götunni sem hvergi getur öruggt höfði sínu hallað. Maður verður endalaust reiður þegar maður sér ráðamenn og fleiri bruðla með stjarnfræðilega háar fjárhæðir á meðan svo margir eiga ekki einu sinni pening fyrir mjólkurlítra - kodda eða hvað þá sæng - tala nú ekki um þá sem já þurfa að liggja úti yfir nóttina vegna þess að það er ekki til þak yfir höfuð þeirra. Sorglega grimmilegt ...

Tiger, 9.4.2008 kl. 18:09

3 identicon

Get tekið undir þetta Ragnheiður, þetta er því miður málaflokkur sem fæstir nenna eitthvað að hugsa um hvað þá að finna lausnir. Það er alltaf sama viðkvæðið ekki til peningur, vá 4. pláss til viðbótar í gistiskýlið sem er löngu sprungið.

Hvar er verlferðarkerfið, eða er þetta það, þessi heftiplástur?

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta virkar á mig eins og settur sé plástur á lærbrot og látið þar við sitja

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ætli þetta endi ekki í fjöldakojum, 10 stk. í koju

Huld S. Ringsted, 9.4.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Linda litla

Ég er einmitt nýbúin að skammastá blogginu hjá henni Jenný. Það er alveg fáráðnlegt hvernig farið er með heimilislausa hérna á landi, hefði ekki verið nær að nota peninginn sem fór í einkavélina í heimilislausa frekar ??? Ég þoli ekki hvað lítið er gert fyrir þá sem minna mega sín hér á landi.

Linda litla, 9.4.2008 kl. 20:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ólíðandi ástand.  Ég vill ekki að fólk eigi hvergi höfði sínu að halla.  Það er agljörlega óþarft að hafa þetta svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Hulla Dan

Þetta eru hálvitar!

Hulla Dan, 9.4.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband