Aparannsóknin í gær
8.4.2008 | 09:28
vakti upp bros. Ég rifjaði upp sjálfa mig í gamla daga, ég að nenna að draslast með dúkkudruslur...nei það var ómögulegt. Samt voru mér alltaf gefnar dúkkur öðruhvoru, þær sátu þá bara einhversstaðar. Ekki hafði ég áhuga á þeim. Ég átti hinsvegar mikið bílasafn og lék mér mikið með það.
Ansi oft kom það fyrir þegar átti að fara í sunnudagsbíltúr að ég var skilin eftir, þá var ég svo skítug upp fyrir haus að það var ekkert hægt að hafa mig í bílnum. Svo var ég á hausnum endalaust og má undrum sæta að ég skildi ekki brjóta í mér öll bein. Enn í dag er ég með minningu um kvartsklæðninguna á Hrísateignum á hausnum. Þá var ég á hröðum flótta heim og flaug niður tröppurnar með viðkomu á hvassri klæðningunni.
Krakkarnir mínir voru allaveganna með þetta. Hjödda var afar lík mér. Mest gaman að leika með strákunum og á hvolfi í allramestu forarpyttunum. Solla nennti alveg eins að druslast með dúkkudrasl en lék sér líka með strákunum. Ekki annað hægt eigandi alla þessa minni bræður.
Hilmar var STRÁKUR og var með gríðarlega bíladellu frá upphafi. Hjalti var minna ýkt útgáfa og bíladella hefur aldrei plagað Björn. Það var eins gott að ég hætti að eiga stráka eftir að Björn fæddist, ómögulegt að segja hvernig þetta hefði endað hjá mér
Dagurinn lofar góðu en hann verður þungur samt. Það er ekki nóg að sólin skíni á mann útvortis þegar hana skortir innvortis. Það verður jarðarför í dag.
Vonandi eigið þið góðan dag
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil. Knúskveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 09:44
´Það er nú svo skemmtilegt að rifja upp æskuna, ekki man ég eftir neinni dúkku fyrr en ég var um 10 ára, þá spurði mamma hvort ég vildi frekar fá listdansskauta eða dúkku í jólagjöf, mamma gat aldrei þagað, þarna var hún að gefa mér smá hinnt, ég sagðist vilja fá dúkkuna, vissi að ég mundi fá skautana líka því ég var að sjálfsögðu búin að þefa uppi felustað jóagjafanna.
þegar ég var að alast upp í Laugarnesinu, þá voru krakkarnir voða mikið allir saman í leikjum sem unga fólkið flest ekki þekkir í dag því miður.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 10:14
Ég var algjör strákastelpa enda með fjóra eldri bræður (og systir þarna einhversstaðar), grét úr mér augun hver jól þegar strákar fengu bíla en ég dúkku. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en í bílaleik eða fótbolta með bræðrum mínum og svo inn á milli í slagsmálum við þá . Þegar var búið að ota nógu oft að mér dúkkum þá fór ég að leika mér að þeim
Eigðu góðan dag Ragga mín
Huld S. Ringsted, 8.4.2008 kl. 10:50
Hehe frábært mér fannst lang skemmtilegast að leika við stráka ég var oft með þeim upp í fjalli fyrir ofna bæinn og smíða kofa.
Hilmar Már og bíladella er nokkuð sem er bara á borði þarf að skann þessar myndir sem ég sagði þér frá í afmælinu það sýndi sig best hvað hans áhugi lá.
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.4.2008 kl. 10:56
Ég lék mér alveg að dúkkum þegar tími vannst til. En aðallega vorum við krakkarnir úti á skólavalli í brennó, kýló, sto og fleiri leikjum. Svo voru byggingarnar sem ruku upp í Vogahverfinu líka ákaflega skemmtilegur leikvöllur. Nokkrum sinnum fékk maður nagla í lappirnar, en þá var bara hlaupið heim og fenginn plástur og beinustu leið aftur út í byggingarnar.
Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:26
Eigðu góðan dag
M, 8.4.2008 kl. 11:40
Sendi þér bara stórt knús.
Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:55
Þú átt bara stráka-stelpu-vinkonur. Ég er ein slík. Kannski erum við allar, karlar inn við beinið ?
Hlýjar kveðjur fyrir daginn.
Anna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:17
Bæði lék ég af dúkkum og dúkkulísum. Gaman að klippa á þær fót. Svo lék ég mér líka að bílum, var drullug upp fyrir haus og lék aðallega með skákum fyrst í Langagerði Það voru engar stelpur til að leika við og mér kom ágætlega saman við þessa stráka. Vonandi kemst sól inn í hjarta þitt aftur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.4.2008 kl. 17:35
Góð lesning.Ég var strákastelpa.Prílaði í blokkunum í neðra Breiðholtinu,var í kúreki og indjáni,fór svo í fellin og annar hamagangur tók við þar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:20
Skemmtilegir svona minningapistlar. Takk fyrir mig og verði mér að góðu. Knús
Hugarfluga, 8.4.2008 kl. 18:23
Hahaha takk fyrir skemmtileg komment.
Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.