Getur maður sagt upp ?
7.4.2008 | 20:00
Sem Íslendingur ?
Hætt við þetta ?
Það er nú ekki eins og þetta hafi verið val til að byrja með. Þetta snýst eitthvað um foreldrana og Chevrolet bíl, líklega árgerð 57.
Það er alveg sama um hvaða flokk er að ræða, allir lofa öllu fögru en enginn stendur við neitt. Samfylkingin er uppspretta vonbrigða. Það geta allir verið í stjórnarandstöðu en það þarf almennilegt bein í nefið til að vera í stjórn og þora að standa með sjálfum sér og þeim málum sem lofað var að vinna að.
Ég er semsagt leið á stjórnmálamönnum.
Ég er hinsvegar búin að fatta afhverju ég er svona þreytt. Jenný segir manni alltaf að henda sér í vegg. Ég hef áráttu fyrir að gegna henni. Það reyndist vel fyrir rúmum 2 áratugum.
Athugasemdir
Ég var nú einmitt að kommenta hjá Jenný á eftir þér, við erum sjálfsagt allt of duglegar að gera eins og hún segir ég segi nú bara eins og fýlu Strumpur "ég hata stjórnmálamenn"
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 21:00
Fólk sem að stundar slíkt atferli að skokka á, eða henda sér á vegg, má allt eins eiga von á því að á einhverjum tímapunkti láti veggurinn undan slíku einelti.
Held að samfó fólkið hennar ImbuSollu skammist sín fyrir atkvæðið sitt núorðið.
Steingrímur Helgason, 7.4.2008 kl. 21:43
þú þarft ekkert alltaf að hlýða, bara stundum
Annars er ég ekki hissa á stökkbreytingu Samfylkingarinnar. Miðjumoð er ekki til góðs.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 22:24
Ég sagði um daginn að ég ætlaði að segja upp áskriftinni að Íslandi, það hlýtur að vera hægt
Huld S. Ringsted, 7.4.2008 kl. 23:07
Jæja, það er nú gott að letin stóð ekki lengur en þetta. Gott að fá þig svona fljótt aftur, ég vissi að þú myndir sakna okkar hinna.
Linda litla, 7.4.2008 kl. 23:37
Pólitíkusar er orðnir vanir því að kjósendur séu fljótir að gleyma. Og kjósi bara af gömlum vana eins og það gerði síðast.
En það er ekki hægt, að kenna Pólitíkusum endalaust um, það eru jú við , sem kjósum þetta fólk á Alþingi. - Kannski hafa kjósendur gleymt því líka, að valið er þeirra.-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 00:23
Við þessir venjulegu kjósendur, höfum alltaf verið misnotuð af stjórnarherrunum. Við megum þræla og borga okkar skatta, sem stjórnarherrarnir spreða í gæluverkefni sem fáir geta notið Kveðja Jóna Kolla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2008 kl. 00:41
Poli "tíkin " er mesta lóðatík sem um getur.....mígur utan í allt og alla á fjögurra ára fresti....og alltaf elta allir "hundarnir" hana jafn mikið...En ætli ástæðan fyrir því að kosið er á 4 ára fresti að minni (óminni) okkar í sambandi við kosningaloforða svik séu akkúrat gleymd þá..
Agný, 8.4.2008 kl. 03:15
Uss já... öllu fögru lofað fyrir aðgerð en svo er bara horror að sjá þegar plástrar eru teknir af. Sannarlega undarlegt hvað stjórnarandstaðan hefur alltaf mikið til málanna að leggja og ætlar sér mikla hluti fyrir kosningar - en þegar andstaðan er komin í ráðherraembættin þá er öllu sópað undir teppið..
En knús á þig Ragnheiður mín og eigðu góða nótt og yndislegan dag á morgun.
Tiger, 8.4.2008 kl. 03:26
Og þetta er ástæðan fyrir að ég hata stjórnmál.
Lygalaupar og svikara upp til hópa.
En hafðu góðan dag
Hulla Dan, 8.4.2008 kl. 06:32
Sami fúli rassinn undir þessu pólitíkusaliði.Ekki hægt að tala úr pontu lengur á þingi fyrir gagginu í vanþroskuðum þingmönnum og þotuleiga er pakki sem ég fer ekki útí svo snemma dags.Góðan dag annars
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:06
Þessi stjórn sem er núna er alveg vita glötuð. Kaus Samfylkinguna, er flokksbundin í henni þar sem ég flaut inn í hana með Alþýðubandalaginu. Ætla að kjósa vinstri-græna næst.
Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.