eins og undnar tuskur

Þannig er þetta í dag. Vegna þess að ég er stórbrotin kvenpersóna þá er ég eins og margar tuskur Tounge

Á eftir ætla ég heim, ég ætla að setja gáfurnar í náttborðsskúffuna og heilann í tannburstaglasið og neita að hugsa eina einustu hugsun. Ég ætla bara að sitja, heilalaus, heima og slaka á.

Ráðherra Geir fór í mig áðan.

Fíflið sem kveikti í hesthúsunum fór í mig

Áströlsk feðgin fóru í mig þó mér komi þau ekki rass við

Lyktin á bloggi Jennýar fór í mig líka.

Verð kannski löt við blogg næstu daga en þið hljótið að lifa það af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Það koma svona dagar

Bíð þolinmóð eftir næstu færslu. Hvaða lykt ertu annars að tala um ? 

M, 7.4.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Jenný er að tala um að fólk noti bloggið hennar fyrir kló

Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: M

Þú meinar hehehe  Eigðu góða rest.

M, 7.4.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Við eigum greinilega svona svipaðan dag! Arg!!!

Vonandi rætist þó úr þessu hjá okkur báðum

Huld S. Ringsted, 7.4.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vona að þú hressist. Er sjálf ekkert of hress en er að reyna að taka mig á.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Knús Ragga mín farðu vel með þig og það er leifilegt að vera löt....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vona að þú lagist Ragga mín.

Kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, gamla brýni. 

Ég hef það ekki af ef þú bloggar ekki næstu daga.  Hvern andsk... á ég þá að lesa?

Komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Linda litla

Ég er aldrei svo löt að ég nenni ekki að hanga í tölvunni hehe enda held ég að ég sé tölvufíkill, ég þarf alltaf að vera fíkill í öllu, alveg óþolandi.

Njóttu þess bara að vera löt, það hafa allir rétt til þess. Ég fylgist með veit alveg að þú getur ekki verið lengi án okkar hinna bloggaranna.

Hafðu það gott mín kæra.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 16:18

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað ert þú eiginlega með stórt tannburstaglas kona ?? 

Anna Einarsdóttir, 7.4.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Ragnheiður

Bara svona venjulegt Anna mín ,það er hitt sem er svona °mini°

Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 18:04

12 identicon

Ekki vera lengi frá.Bara hálfan dag eða svo

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband