Komin úr veislu

Hittum óskaplega fallegar systur í dag, Embla sæta rófa hélt upp á þrjú árin sín. Þar hittum við ættingjana hans Steinar og fengum ótrúlega góðar veitingar. Namm namm.

Þegar ég fer innan um fólk og finnst vera að hellast yfir mig Himmaleysi þá hugsa ég mér að hann sitji á öxlinni minni og sé brosandi þar. Þannig eru mínar helstu minningar um þennan son minn sem alla æfina sína gekk með vindinn í fangið. Okkur, fólkinu sínu, var hann svo dæmalaust góður. Tilhugsunin um Himma á öxlinni hjálpar.

Um daginn vorum við Bjössi að spjalla, eins og svo oft áður. Við vorum að ræða um fólkið hans í Grindavík. Þegar samtalinu lauk þá spáði ég í það aðeins. Ég lagði frá mér einar áhyggjur, endanlega. Ef það kæmi eitthvað fyrir mig þá myndi ég ekki hafa stórbrotnar áhyggjur af Bjössa, hann á alveg heila aðra móður, hana Heiði. Honum þykir ótrúlega vænt um hana og þau í Grindavík. Þetta gladdi mig svo mikið. Ég vil hafa öll samskipti hrein og heiðarleg. Í nafni Hilmars míns mun það vera þannig og aldrei öðruvísi héðan í frá.

Annars held ég að ég sé góð.

Málið með öryggisvörðinn í 10-11 sló mig illa. Bjössi minn er einn þessara öryggisvarða. Hann hefur stundum unnið í Austurstræti og líkir því við dópaðan sirkus. Þegar hann hefur verið þar þá sofnar hann ekki fyrr en mörgum klukkutímum eftir að hann kemur heim, samt örþreyttur. Hann skilur ekki hvernig fólk getur hagað sér, honum er fyrirmunað að botna í því.

Ég vona svo sannarlega að þessi ungi maður nái sér að fullu. Hann er eins og sakir standa á gjörgæslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Himmaleysi er gott orð.Hauksleysi er það hér.það er svo ómetanlegt að eiga góða að

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:54

2 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, ég vona líka það besta með unga manninn. Ótrúlegt ofbeldi sem sumir geta sýnt meðbræðrum sínum og -systrum.

Er viss um að þú sért með Himma þinn á öxlinni oftar en þú veist. Góð pæling annars. Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.4.2008 kl. 19:06

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ mér finnst þetta svo óhugnalegt með öryggisvörðinn, vonandi að hann nái sér. 

Ég er alveg sannfærð að þú ert með Himma á öxlinni, ég er með eina á öxlinni og fékk staðfestingu á því hjá góðum manni, notaleg tilfinning

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Linda litla

Það er gott að heyra að Himmi á öxlinni bætir líðanin hjá þér þegar þú Himmaleysi hellist yfir þig.

Þetta með öryggisvörðinn er alveg rosalegt, hvað er að ske á Íslandi í dag ?

Linda litla, 6.4.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert góð og þetta er falleg færsla hjá þér, auðvitað er hann á öxlinni á þér og það er yndislegt að hafa gott samband við fólkið sitt
því auðvitað eruð þið ein fjölskylda Ragga mín.

þetta er orðið hrikalegt ástand með þessar árásir, vonandi nær hann sér þessi maður sem varð fyrir þessu.
                           Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband