Eðlilegur fylgifiskur

veru fólks á spjallsíðum er að rekast á svokölluð "tröll". Nettröll eru aðilar sem nærast á athygli og setja upp síður með umdeildum skoðunum og ýkja þær svo um 400%. Afleiðingin verður mikil umferð um síðu viðkomandi með háværum upphrópunum og hávaða.

Sum "tröll" ná aldrei flugi. Síður þeirra eru lesnar með morgunkaffinu en fæstum dettur í hug að kommenta á vitleysuna enda sett fram þannig að tilgangurinn blasir við, þrátt fyrir að viðkomandi reyni að breiða yfir með fagurgala.

Ég hef óeðlilega gaman að svona tröllum Blush en ég nenni ekki að eyða tíma mínum í orðaskipti við þau. Ég þvælist um á mörgum spjallborðum og hef gert lengi lengi. Þar lærði ég tröllafræðin. Sem komu sér vel þegar ég gerðist Moggabloggari, hér vaða nefnilega líka uppi tröll.

Stundum skjótast þau upp allan vinsældalistann, svo sér fólk í gegnum þau og þau hrapa niður aftur. Sum tröll missa svo úthaldið og gefast upp, hætta að skrifa. Einn og einn bloggari hefur einmitt sannað þessa kenningu með að vera súperbloggari í nokkra daga, tengt í nánast hverja frétt og bloggað eins og vitlaus í viku eða svo, upp allan listann. Ég les og hef gaman að.

Sumir eru með áráttu, blogga sífellt um það sama og telja sér trú um (kommentalausir) að einhver hafi áhuga. Viðkomandi byggir það jafnvel á heimsóknartölum á síðuna sína og skilur ekki að í stað áhugans þá er um að ræða einhvern sem les og vorkennir viðkomandi vitleysuna.

Ég á margar síður í bókamerkjum sem ég get hlegið að, en ég tími ekki að deila þeim hoho. Þið verðið að finna brandarana sjálf.

En í þessu er eins og öðru ; það lifir lengst sem lýðum er leiðast.

Taktu það með trukki, auglýsti flutningafyrirtæki fyrir jólin. Láttu ekki taka þig með trukki segja trukkararnir núna. Ég spurði trukkarann sem kom í veislu í gær hvort flautan væri nokkuð orðin ónýt. Nei nei sagði hann og glotti.

Nú þarf ég að sjá til hvort ég komist með eðlilegum hætti í vinnuna á morgun, ef ekki þá sit ég bara í hnút með hinum. Ég tek bara með mér bók til öryggis.

Ég er að hlusta á hálfgerða poppmessu, messu í Lindasókn í Kópavogi.

Ég er að reyna að finna mér leiðina til baka, að trúnni, og ég reyni að hlusta á útvarpsmessur og spá aðeins í þetta með sjálfri mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nú verð ég forvitin, af hverju rekst ég aldrei á svona "tröll"! ég þarf greinilega að fara að vera dugleg að skoða aðra en bloggvini.

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já, þetta eru ekki bloggvinir manns...það er ágætt að fara í vinsældalistann og skoða sig um að gamni. Ég horfi líka mikið á ný innlegg...

Bara gramsa Huld hehe

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Tiger

  Hahaha... svo mikið satt og rétt hjá þér Ragnheiður. Hérna sem og svo víða eru til margir sem hreinlega blogga og skrifa bara fyrir teljarann á síðunni sinni og enga aðra. Hef aldrei skilið þá sem henda inn svona eins og 10 - 15 færslum á dag og allar tengdar féttum. Maður nær ekki að fylgjast með svoleiðis bloggi og maður getur bara ekki commentað á slíkt því það flæðir of mikið frá því..

Sjálfur hef ég kosið að blogga bara um hina ýmsu léttvægu hluti sem tengjast mér eða málefnum dagsins - án þess þó að vera stanslaust með tengingar í fréttir. Það er samt í flottu lagi að tengja við fréttir því stundum getur maður nú verið hálf andlaus og þá koma fréttir sér vel. En að ofurblogga svo engin geti fylgst með eða commentað - það skil ég eiginlega ekki... hélt nefnilega að maður ætti að bloggera til að koma sínum eigin skoðunum á framfæri og fá kannski smá umræðu eða athugasemdir um málið.

Alltaf gott að hlusta á messur, þær geta alltaf komið manni í gott hugarfar og létt manni lundina ásamt því að tengja mann réttum anda sko! Knús á þig í daginn Ragnheiður mín..

Tiger, 6.4.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var lengi að átta mig á hvað tröll þýddi í netheimum.  Svo komst ég heldur betur að því. 

Ég er sammála þér alveg 100%.

Ég vona að vörubílstjórarnir og hinir atvinnubílstjórarnir haldi áfram aðgerðum.  Það er glatað að fara að gefast upp núna.  Hins vegar finnst mér þessir 8x4 ekki mjög góðir fyrir málstaðinn.  Þetta er fólk sem ekur um á rándýrum bílum sem drekka eldsneyti eins og alki brennivín.  Þeir geta keyrt um á venjulegum fólksbílum og þá skal ég taka mark á þeim.

Njóttu dagsins dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka forvitin hvaða tröll ertu að tala um Ragga mín.

 Já er sammála Jenný með með dýru bílana ég stend með atvinnubílstjórum.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góð í dag Ragga mín ég fell örugglega ekki undir að vera "tröll" en ég væri kannski """"letitröll"""" heheh

Ég stend auðvita með bílstjórunum.

Kveðja Heiður.þ 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.4.2008 kl. 13:03

7 Smámynd: Ragnheiður

hehe nei svoleiðis tröll eru nú í lagi. Takk fyrir síðast.

Nettröll eru alveg sér system og eiga sér bara líf þar.

Ég kem nú ekki með neina linka á þau, það gengur ekkert upp.

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er löngu hætt að líta á vinsældarlistann eða forsíðu blogs.is. Ég fer bloggvinarútinn. Komst aldrei upp á það að vera á spallrásum. En takk fyrir skýringuna á tröllum. Það hefur nefnilega verið fjallað um trolls á hinni síðunni sem ég er á Nú veit ég eitthvað um þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2008 kl. 13:55

9 identicon

Ég blogga stundum um fréttir ef mér finnst þær athyglisverðar. En ég er eiginlega hætt að nenna því.  Nettröllin eru jú athyglisverð fyrirbæri, og ég veit vel um hvað þú ert að tala.  Ég fer stundum í vinsældarlistann og nýjar færslur ef mér leiðist og ég búin að fara rúntinn hjá mínum uppáhalds.

Ég styð 100% við bakið á bílstjórunum, það mætti taka þá til fyrirmyndar á fleiri stöðum.  Ég myndi til dæmis vilja sjá alla skila inn kortunum sínum í bankana og taka peningana út um leið og þeir koma.  Það væri mátulegt á þá, þeir myndum missa mikið, og kanski lækka gjöldin, ég væri líka til í að sjá fólk sneiða fram hjá matvörubúðum eins mikið og það getur til að lækka matarverð, ég væri líka til að sjá alla segja upp stöð 2 til að lækka áskriftargjöldin sín, og ég væri til í að sjá ymislegt meira með þessum hætti til að neiða verð niður á íslandi.  Það er ekki eðlilegt hvað kostar að lifa þarna.

Knús á þig mín kæra.  Og takk fyrir hjálpina.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:57

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er nú orðin þannig að ég les bara bloggvini ekki aðra, renni stundum augunum yfir vinsældarsíðuna og sé hvað er verið að skrifa um  en hrífst aldrei, vil frekar rækta garðinn minnn.   Bílstjórar eru flottir, er Valdi á vörubíl núna, ég skoðaði vel allar myndirnar í gær.

Knús til ykkar og ég vona að það gangi vel í umferðinni á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:51

11 Smámynd: Ragnheiður

Trukkarinn sem var ekki búinn að eyðileggja flautuna var pabbi strákanna, Gísli.

Ég veit bara ekkert hvað Valdimar er að gera þessa dagana

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 17:59

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef ekki verið nógu lengi á blogginu til að átta mig á hver þessi "nettröll" eru, en ég hlýt að finna "tröllin" fyrr en seinna.

   En ég tek undir með Jenný að ég er ekki hrifin að 8x4, -  úrþví þeir hafa efni á þessum dýru bílum, hljóta þeir að hafa efni á að borga sjálfir bensínið á þá líka. -  Eða ætlast þeir til, að þeir efnaminni, og barnafólk borgi fyrir þá bensínsopann líka.   

Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 18:00

13 Smámynd: Ragnheiður

Velkomin Lilja Guðrún, reynslan mín er sú að ef færslan er ótrúleg, þá er líklega um lygi að ræða. Það er ekki nærri allt satt sem skrifað er.

Oft skoða ég lengi síður hjá fólki áður en ég býð bloggvináttu. Ég skoða líka alla sem senda inn bloggvináttubeiðni og samþykki bara þá sem eru með venjulegar síður.

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 18:23

14 identicon

Síðustu sunnudaga hefur Himmi og þú verið ofarlega í huga mér.Hér er ástæðan.Ég  að vinna í messum,kveiki á kertum fyrir strákana okkar og svo er sunginn sálmurinn hans Himma eftir hann gamla biskup,Einn dag í senn sunginn í hverri fermingarmessunni á fætur annarri.Yndislegur texti og fallegt lag.Góð tröllaskýringin takk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:30

15 Smámynd: Ragnheiður

Sálmurinn hans Himma er svo ofsalega fallegur, takk fyrir hlýhuginn Birna mín.

Ég sé andlitin þeirra, oft. Mér finnst ég svo oft sjá stráka sem minna á Haukinn þinn og Himma minn

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 18:32

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég skal svar því hann valdi vinnur í Álverinu í Straumsvík....en hefur auðvita prufað trukkana líka....bara smá til fróðleiks fyrir Ásdísi og auðvita þig líka Ragga mín.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.4.2008 kl. 18:51

17 Smámynd: Ragnheiður

Já hehe asni er ég . Ég vissi þetta en það dettur bara allt úr hausnum á mér þessa dagana

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 18:55

18 Smámynd: Helga skjol

Já það er þetta með tröllinn,hef af of til dottið inná svona tröllasíður en dett sem betur fer útaf þeim jafn harðan aftur

Helga skjol, 6.4.2008 kl. 19:25

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég vona að ég sé ekki álitinn tröll þó að ég sé aðalega að hamra á sömu umdeildu hlutunum, spillingu og græðgi auðmanna og ráðamanna heimsins, 9/11 og Íraksstríðið, baktjaldamakkara síðustu 300 ára og ýmislegt fleyra miður geðslegt.  

Passa sennilega þó varla við tröllalýsinguna þar sem ég blogga afar sjaldan við fréttir þó að það komi fyrir og hef aldrei skoðað hvar ég stend á þessum blessaða vinsældarlista, veit ekki einu sinni hvernig maður gerir það, nenni ekki að skrifa um persónuleg mál og leiðist mikið að lesa svoleiðis naflaskoðunarblogg.

Ég verð að vera ósammála Ragnheiður um að ótrúlegar færslur séu oftast líklega lygi, sannleikurinn er stundum lygilegri en nokkur lygasaga, þó að t.d margir telji samsæriskenningar/sannanir um að 9/11 hafi verið innanbúðarverk hina mestu firru þíðir það raunar aðeins það að flestir hafa ekki skoðað málið ofan í kjölinn eða stúderað efasemdir hinna ýmsu fræðimanna og sérfræðinga sem segja að opinbera skýringin haldi gjörsamlega engu vatni...svona sem dæmi um ótrúlega umræðu sem á fullan rétt á sér og vissulega afar margt í því máli sem gengur gegn eðlisfræðilögmálum og almennri skynsemi.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.4.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband