Afmælið
6.4.2008 | 09:44
gekk vel.
Hér voru staddir bræðurnir hans Bjössa, Valdi, Sigþór og Hjalti. Það var gaman að fylgjast með bræðrunum, þeir skjóta miskunnarlaust á hvern annan. Svo náðu amk 3 þeirra að stríða kærustunum sínum þannig að þeir hafa vísast setið í pottaskápnum í alla nótt. Þessi veisla var svona samvinnuverkefni. Sigga systir gerði heita brauðréttinn sem slær alltaf í gegn. Heiður kom með brauðtertur og Solla kom með brauðtertur. Ég bakaði gamaldags kaffibrauð, jólaköku, sandköku, marengstertur og þrefalda uppskrift af pönnukökum.
Hér var auðvitað einn bróðir í viðbót en hann er enn of ungur til að skjóta meinlega á bræðurna þannig að mamma hans hefur áreiðanlega sleppt honum við kústaskápinn. Það var Sverrir, sá yngsti. Hann tekur hina bræðurna í bakaríið seinna, þá verða þeir orðnir svo gamlir hehehe
Eva fékk frumsýningu af fólki hans Bjössa og kannski hefur hún bara hætt við hann í kjölfarið....njah..það slapp vonandi hehe
Ásdísi finnst hellingur af Hilmari í Bjössa. Það finnst það fleirum. Hann hefur meira að segja verið laminn í misgripum fyrir Himma, eða sko það var reynt. Björn komst fljótt að því að viðkomandi var ekki í ástandi til að skilja að hann væri ekki Himmi og lagði aðilann til hliðar inn í nálægan garð í vesturbænum og labbaði áfram heim. Hinn sat í moldarbeðinu og ákvað að vera ekkert að hjóla í fólk framvegis. Fólk tekur svoleiðis ekkert endilega vel.
Svo er meira afmælisstand í dag. Við ætlum að kíkja á hana Emblu afastelpu sem var 3 ára nýlega.
Annars á dagurinn að fara í ekki neitt.
Á morgun byrjar ný vinnuvika og hún hefst á jarðarför.
--------------------------------------------------------------------
Sumir nota afmælisdaga fjölskyldunnar í að velja lottómiða. Við þorum það ekki. Fórum lauslega yfir þetta í gær.
Á afmælisdögum Hauks hefur verið annaðhvort setið yfir dauðveikum ættingja (mamma) eða jarðarför (amma og Kristbjörg)
Á afmælisdegi Hilmars lést Kristbjörg
Á afmælisdegi Bjössa lést svo Eggert , maður Kristbjargar.
Á afmælisdegi Siggu systur voru gerðar hryðjuverkaárásir á Spáni
Á afmælisdegi Péturs...ja...9/11
Svo rak ég augun í gær í dánartilkynningu manns sem ég þekki, og hann dó á afmælisdegi Anítu.
Mér finnst að það ætti að borga okkur fyrir að eiga ekki afmæli.
19 ágúst var ekki afmælisdagur eins né neins sem við þekkjum en það er okkar versti dagur. Tölfræði getur verið undarleg.
Athugasemdir
Þú ert frábær. Rosalega hefur þú bakað kona. Er það nema von að þú eigir mat út vikuna.
Borgar sig ekki að missa sig í tölfræðinni. Úff.
Knús í daginn
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 09:52
Frábær dagur Ragga takk fyrir okkur,það er nú alltaf gaman að hitta bræðurnar saman þeir kunna vel að skjóta hver á annan og kærustur með hann sverrir er rosalega hrifin af bræðrum sínum og lítur mikið upp til þeirra myndi segja að hann væri í læri hjá þeimhann sagði einu sinni eftir að hann var búin að hitta þá mamma ég er svo heppinn að eiga svona marga STÓRA bræður.
Hann Hilmar Reynir er alveg svakalega sætur og mikið krútt loksins er meður búin að fá að koma aðeins við töffarann.
Við ætlum líka að fara í aðra veislu í dag eins og þið...
Kveðja til ykkar Grindavíkurdeildinn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.4.2008 kl. 10:12
Til hamingju með flotta veislu, ég varð svöng af því að lesa færsluna.
Eigðu góðan dag Ragga mín
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 11:03
Úff.. já ég varð nú líka dálítið svangur af því að lesa þetta sko! Hljómar svo girnilega. Gott að það er glatt á hjalla, stundum hefur maður svo gott af því að hafa marga í kringum sig með læti og gleði. Tölfræði er stundum góð, en veldur manni oftar vandræðum og hugarangri. Um að gera að kaupa sér bara lottó með sjálfvali, því ef maður á að vinna þá bara vinnur maður - annars ekki. Eigðu góðan sunnudag ljúfust og gleðilega viku framundan líka! Knús á þig Ragnheiður mín..
Tiger, 6.4.2008 kl. 11:12
Já Helga mín, það getur verið að þú hafir sagt mér þetta og ég gleymt því
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 14:12
Takk fyrir fína afmælisveislu
Valdimar Melrakki, 6.4.2008 kl. 16:52
Takk fyrir að koma Valdi
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.