Ansans (búmannsraunafærsla)
4.4.2008 | 22:14
Ég er að baka en ég hef samt ekki dottið um neitt ala Jenný. Ég er samt búin að vera mikill klúðrari. Það er ekki nýja ofninum að kenna heldur bara mér þó ég fegin vildi að hægt væri að kenna Jóa Fel um dæmið.
Svo sat ég í eldhúsinu, næstum í vondu skapi og horfði á afrekið (sem er á leiðinni í tunnuna þrátt fyrir bænaraugu Kela) og ég fór að hlæja. Eins og bjáni alein heima.
Ragnheiður , það eru ekki meðmæli með nokkurri konu að hlutirnir lyppist niður í höndunum á þeim !
og svo hló ég eins og bjáni að sjálfri mér.
Það liðu 5 mínútur og þá þrammaði Björn inn um dyrnar. Hann horfði með samúð á afrek móður sinnar en ákvað að tjá sig ekki um ósköpin. Hann er farinn inn í tölvuna.
Hann fékk verkefni. Hann þreif baðið og tölvuherbergið. Í tölvuherberginu er geymdur fataprestur. Björn setti hann fram á gang. Áðan kom ég bakkandi út úr tölvuherberginu, var að skúra. Mér fannst einhver standa á ganginum, vissi að enginn var heima og ég lamdi fataprestinn í fátinu
Ég bað Björn að bera prestinn aftur inn í herbergi áður en það yrði manntjón. Annaðhvort prestur í spaði eða ég með hjartaslag.
Djö sem maður getur verið undarlegur og fær ekki einu sinni borgað fyrir skemmtiatriðin.....
Farin að baka meiri vandræði
Það þýðir ekkert að boða forföll í veisluna, tek ekki mark á ykkur
Athugasemdir
Hvað stendur til, hvaða veisla er í farvatninu, hélt að ég hefði fylgst svo vel með að eg ætti að vita þetta allt.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 22:21
Hehe ji Ásdís, afmælisveisla Bjarnarins bestabarns....það er á morgun
Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 22:24
Þú ert yndi að geta hlegið að sjálfri þér - enda ekki annað að gera, verandi með svona skemmtilegri konu - þér sko.
Hahahahahaha, ég hló næstum alla færsluna.
Anna Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 23:02
hmmm Fataprestur er það fatahengi einhversskonar? Fyndin uppákoma með fataprestinn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2008 kl. 23:55
Lyppast niður í höndunum á þér. Arg ég er í kasti.
Áfram svona, ég held með þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 00:15
takk fyrir myndina
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2008 kl. 00:18
þú ert bara yndisleg.Aumingja keli,séf yrir mér mædd hundsaugun horfa á eftir kökunni í ruslið hahahahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:39
Já, auðvitað afmælið, enn og aftur til hamingju með peyjann.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.