Snemma beygist krókurinn
4.4.2008 | 19:56
(vonandi ekki)
Patrekur Máni stóð í stórræðum í dag. Hann lenti í slysi á leikskólanum sínum, held að einhver hafi lamið hann óvart. Ein tönn flaug úr munninum á honum og týndist í sandinn. Hann hafði mestar áhyggjur af því að tannálfurinn myndi ekki borga fyrir tönnina fyrst hún týndist. Það leysti móðir hans með að skrifa tannálfinum bréf.
Amman búin að vera aðeins á taugum yfir þessu í dag en allt er gott sem endar vel.
Svo er bara að vona að Patrekur ætli ekki að leggja fyrir sig slagsmál nema þá lögleg og þá á viðurkenndu keppnissvæði.
Knús á Patrek frá ömmu
Hér er svo umræddur bardagakappi með spennurnar hennar ömmu sinnar og bara flottastur !
Athugasemdir
Sko Ragga min. Ef madur fer ekki í gott skap af thvi ad skoda thessi dásamlegu born, tha er madur í vondum málum. Kvedja frá Costa del Sol..... Skiladu kvedju til Bangsann frá mér. Ég á sko eftir ad sakna hanns.... Algjorlega edalpiltur tha á ferd.... Og takk fyrir commentid... Hann er hinns vegar alltaf velkomin í kaffi til mín ef ég er heima.... Alveg med ólíkindum hvad manni fer ad thykja vaent um sumt fólk eftir ekki lengri kynni..... Get ekki skrifad meir hér thar sem vantar alla íslensku stafina. Hér er samt gott ad vera..... sól og saela......
Söngfuglinn, 4.4.2008 kl. 20:03
Frábært að heyra fréttir frá Costa Del Sol. Ég er rétt að verða búin að ná honum niður eftir þetta, sá varð reiður. Þið hafið greinilega átt vel saman.
Knús á þig mín kæra
Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 20:14
Bara lítil Ninja hetja þarna. Krúttlegur pjakkur þarna á ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 20:15
Æj sætastur vona bara að tannálfurinn skilji raunir ungs mans er viss um að hann geri það...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 21:47
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.