Um víðan völl

Það er eiginlega óhætt að segja að hugsunin fór um víðan völl í morgun við lestur moggans. Í dag verða bornir til grafar miklir heiðursmenn, menn sem hafa verið í bakgrunni æfinnar meira og minna. Annar mikill andans maður og hinn umsvifamikill bókaútgefandi á seinni tíð, ég hef áður talað um dálæti mitt á Halldóri Laxnes og Ólafur Ragnarson var óumdeilanlega einn þeirra sem héldu skáldinu að þjóðinni. Síðasta bók Ólafs er merkilegt rit um merkilegan mann en hann er ekki síður merkilegur skrásetjarinn, þá þegar orðinn alvarlega veikur.

Ennfremur var dánartilkynning í blaðinu um mann sem var ansi merkilegur. Forstjóri BSR lést sl sunnudag í hárri elli. Hjá honum vann ég þar til sonur hans tók við fyrirtækinu. Þeir feðgar eru þeir allra bestu vinnuveitendur sem hægt er að hugsa sér. Það kemur eiginlega hálfgert gat á mann þegar maður kveður fólk sem maður hefur verið samtíða lengi, það fer allur vindur úr manni. Ég hef verið föst í að horfa til baka og rifja upp gamlar minningar. Þar má ég hinsvegar ekki festast vegna þess að ég veit að ég þoli það tæplegast. Mér er nauðsyn að horfa fram á veginn.

Þetta síðastliðna ár hefur verið okkur erfitt í vinnunni. Við erum 6 sem vinnum þarna og 2 í skrifstofunni. Fyrst fór Himmi. Svo eru farnir fleiri nátengdir okkur starfsfólkinu, einn starfsmaður hefur líka átt í slæmum veikindum. Þannig að ljóst er að við höfum mætt miklu mótlæti í vinnunni minni. Í sumar verður komið ár frá fyrsta stóra áfallinu. Nú vona ég að við þurfum ekki að bera fleiri byrðar alveg í bili. Þetta er orðið ágætt.

Af þessu má ráða að ánægjustuðullinn hérna hjá skrifara er ekki mjög hár. Af fenginni reynslu veit ég að það lagast. En þá þarf að beita biðlund og þolinmæði sem eru kostir sem almættið snuðaði mig nokkuð um. Ég reyni samt.

--------------------------------------------------------------------------------------

Að öðru miklu ómerkilegra ; ég hef gaman af því að spá í orðanotkun annarra. Nú langar mig að vita hver eru þau verstu skammaryrði sem þið vitið um ? Hvað væri til dæmis það versta sem einhver segði við ykkur ?

Ég á ýmsar fleiri rannsóknir upp í erminni og mun bæta þeim við þegar ráðrúm gefst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég samhryggist þér vegna fyrrverandi vinnuveitanda þíns.  Maðurinn minn hefur mikið álit á syni hans svo þið eruð sammála þar  Heimurinn er eiginlega fullur af yndislegum manneskjum þegar maður fer að pæla í því.  Þú ert einn af mínum gimsteinum sem eru margir.  Djö sem ég er heppin kona

Ólafur Ragnarsson var afskaplega merkur maður.  Það lýsti af honum.

Knús inn í föstudaginn kæra vinkona

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: lady

sendi innilega samúðakveðju til þín Ragnhildur mín ,,já það er líka til gott fólk,,ég hugsa af og til þín og Himma heitinn ,,já líka einstæða móðir sem einkasonur hennar  3 piltar börðu hann til dauða ,,og missa sitt eina barn sem hún átti,,maður geri ser ekki alveg grein fyrir hvernig þetta se hægt,,en Ragnhildur mín óska þér og fjölsk innilega góða helgi með bestu kv ólöf Jónsdóttir

lady, 4.4.2008 kl. 10:19

3 identicon

Langaði bara að líta við og óska þér góðrar helgar, ég er að fara í fríííí

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Brynja skordal

Knús til þín En já veit ekki svona fljót hugsað persónulega finnst mér voða óþægilegt að vera mikið í kringum fólk sem blótar mikið og skammast gefur ekki gott andrúmsloft æ svo finnst mér ljótt þegar fólki er sagt að fara fjandans til og hvað af verra Finnst voða gott að koma inn á heimili sem er gott andrúmsloft og hlýja En man nú samt ekki eftir að ég hafi fengið nein sérstaklega ljót orð um mig en hvað veit ég veistu væri rosalega viðkvæm fyrir því ef einhver segði mér að fara til Helvítis eða að ég væri vond kona úff já þetta er sér kapítuli út af fyrir sig til að hugsa um jæja er að fara í sveitina á eftir Hafðu ljúfa helgi Elskuleg knús

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefru ekki verið gott ár hjá þér en ég vona svo sannarlega að þú eigir betri tíð fyrir höndum. Ekkert getur bætt þér sonarmissinn. Það veit ég en samt vona ég að þér eigi eftir að líða mikið betur.

Um skammaryrðin, ég bara veit það ekki en ég vildi frekar að fólk blóti á íslensku heldur en ensku. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þessir menn voru ljúfir menn, blessuð sé minning þeirra.

með skammaryrðin þau eru mörg og það fer svolítið eftir því hver segir þau, en ég held að það versta sem væri sagt við mig,
Þú ert ekki að standa þig!
Hægan standa sig fyrir hvern?
Hef aldrei fengið þetta á mig en hef upplifað það með öðrum.
                    Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 11:58

7 identicon

Þú og þið þarna í vinnunni hafið greinilega á erfitt ár megi næsta á vera ykkur hamingjuríkt þið eigið það skilið , versta skammaryrði hmhm veit ekki alveg ég get sjálf verið svolítið stór í munninum ef ég reiðist en sem beturfer hef ég þroskast og lagast með það  en það fara bara öll skammaryrði illa í mig ef ég á þau ekki skilið.en guð gefi að þér geti liðið vel.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Samúðarkveðjur elskuleg, vont að missa marga nána á stuttum tíma, tekst aldrei að vinna í neinu á milli.  Held að það versta sem hægt sé að segja við mig sé að ég sé ekki góð móðir og einnig að ég ljúgi, það þoli ég illa því heiðarleiki hefur alltaf verið mitt leiðarljós hafðu það gott elskuleg og ljós sendi ég Himma þínum núna      

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 12:31

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Knús Ragga mín. Sendi þér styrktarkveðjur í þessu öllu saman.

skammaryrði.. hm... fer eftir því hver, hvernig, hvenær...

Jóna Á. Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 12:32

10 Smámynd: Brattur

... það versta sem er sagt við mig er; þú ert nú ekkert sérlega brattur núna... en svo er ég bara svo heppinn að ég er aldrei skammaður...

Brattur, 4.4.2008 kl. 12:41

11 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já, svona í sviphendingu sé ég ekki tilefnið sem ætti að vera til að skamma þig. Svoddan ljós.

Takk fyrir kveðjurnar elskurnar. Ég leit aðeins upp úr tiltektinni sko

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 12:45

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verstu skammaryrði sem ég hef fengið eru ekki hafandi eftir hérna.  Get þó sagt að allt sem tengist móðurhlutverkinu snertir mig illa.

Einu sinni var sagt við mig "Farðu til helvítis og komdu aldrei aftur".

Það er frekar ljótt en ég fór ekki neitt. 

Anna Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:56

13 Smámynd: Ragnheiður

iss maður fer nú ekki að æða í óvissuna hehehe

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 13:07

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Styrktarkveðjur til þín Ragga mín

Það versta sem sagt hefur verið við mig tengist allt eldri dóttir minni, eins og að ég sé ekki að standa mig, ég held að það sé það versta.

Einu sinni var reyndar sagt við mig: "go kill yourself" en það var illa ruglaður náungi í Bretlandi sem orðaði þetta svona snyrtilega en það segir sig sjálft að ég hlýddi honum ekki

Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:10

15 Smámynd: Ragnheiður

Já það skil ég vel Huld. Oft hefur mér hundsárnað fyrir þín hönd þegar þú hefur bloggað um erfiðleika dóttur þinnar. Maður gerir ráð fyrir að fagfólk geti staðið sig betur

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 13:12

16 identicon

Það sem særði mig mest er ekki hafandi eftir og var sagt við mig daginn eftir að Viku-viðtalið kom út,en það skammaryrði sem við notum hér er Framsóknarmaður.Ég blóta ekki.Samúðarkveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 18:25

17 Smámynd: Ragnheiður

LOL Framsóknarmaður hehehe...

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband