Að hafa með sér nesti í vinnuna
3.4.2008 | 09:42
og gefa það svo bágstöddum, það er ágæt stefna. Ég las Vísi áðan eins og ég geri alltaf á morgnanna, á netinu, en aldrei fyrr en ég er búin að lesa moggann, bæði blað og netmogga. Óttaleg moggakona sko.
Þessi frétt kætti mig í morgun þegar ég var eiginlega alveg búin að lesa hana niður.
Björguðu illa höldnum ketti í íbúð á Akranesi
Lögregla á Akranesi kom illa höldnum ketti til aðstoðar á dögunum eftir því sem segir í dagbók hennar.
Þannig var að íbúi í fjölbýlishúsi hafði samband við lögreglu og kvaðst hann vera búinn að heyra mjálm og kvein kattar í fleiri daga inni í mannlausri íbúð.
Lögreglumenn fóru á vettvang og björguðu ketti sem virðist hafa verið skilinn eftir í íbúðinni. Var hann orðinn grindhoraður og illa haldinn að sögn lögreglu. Farið var með köttinn á lögreglustöð þar sem hann þáði veitingar og síðan tók dýraeftirlitsmaður við honum.
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Sko þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Akranesi deilir nestinu sínu með bágstöddum, maðurinn sem sat á ferða töskunni við hringtorgið fékk í gogginn hjá þeim líka. Þetta er sómamenn.
Kisi skinnið er sem betur fer hólpinn. Ég ætla ekki einusinni að segja orð um hvað mér finnst um fólk sem skilur dýrin sín eftir svona.
Annars er ég góð, ég á að vera að hreinsa húsið fyrir afmælið á morgun og þá sit ég auðvitað hér og blogga. Fór inn á einhverja síðu áðan og fékk yfir mig brjálað hanagal. Þá er bílaþing Heklu að reyna að narra mann til að kaupa hjá sér bíl á spottprís í dag. Það munaði engu að ég stykki beint í það. Ég hef ótrúlegan galla. Ég safna ekki skóm né snyrtivörum. Ég safna bílum . Losnaði við einn í gær sem ég var að geyma, þá kem ég Himmabílnum í það pláss. Hinir þrír heimilisbílarnir geta þá breitt úr sér þarna við húsið heima.
Ég er heldur að lagast af pestinni. Tók upp einhverja magapestararíu í gær og nennti því ekkert ....allt á uppleið, ég er spræk og á að vera taka til. Viljiði reka mig úr sófanum ?
Það eru fleiri nýjar Himmamyndir í albúmi sem heitir "nýlegar Himmamyndir"
Athugasemdir
Knús í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 09:48
"Óttaleg moggakona sko."
Moggakona numero uno?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.4.2008 kl. 09:53
Aumingja kisi.Ljótt að gera svona.Þoli ekki þegar fólk er vont við dýr.Ég er hætt að safna en er með veikleika ,fornbókasölur,er hætt að fara þangað.Safna engu held ég og er manna duglegusrt við að henda nú orðið.Já góðan dag
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:54
Æi litli kisa ég þoli ekki fólk sem eru vond við dýr. Svo er ég líka mogga kona.
Eigðu góðan dag
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 10:12
Sumt fólk getur ekki haft dýr. Nágranninn góður samt að hringja fyrir kisuna.
Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 10:47
upp úr sófanum kona Æ hræðilegt að fólk skuli fara svona með dýrin sín eins gott að hún fannst Gangi þér vel í tiltekt ætla að skoða nýju myndirnar
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 10:59
Góðan daginn,hræðilegt að fara ílla með dýrin gott að kisi fékk mat og komst í góðar hendur.
sjáumst ekki á morgunn heldur hinn.
Kveðja Heiður og co.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.4.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.