jæja

Hér er sofið hratt greinilega, ég er löngu vöknuð Errm

Morgunstund gefur gull í mund og stundum bros á vanga

Trukkarar lokuðu brautinni í morgun, fólk komst ekki í flug. Þá held ég að þeir séu að fara heldur nærri almenningi, það er áreiðanlega betra að loka bara í almennri morgunumferð. Eitthvað voru menn óánægðir með framkvæmd löggunnar í gær. Það komust bara nokkrir jeppar að þinginu en þá lokaði löggan Skólabrú og hinir lentu allir fyrir utan. Samkvæmt fréttamyndum þá sjást jeppakallar afhenda áskorun en þar sést líka einn forsvarsmanna leigubílstjóra. Ég var í vinnunni og þegar einhver minna manna tók við ferð í miðborginni þá heyrði ég flautukonsertinn í gegnum talstöðina. Ég var samt ekki ánægð með þátttöku bílstjóranna, þeir máttu fara fleiri þarna niðureftir eða í bílalestina. Bílstjórastéttirnar eru því miður þannig að það næst sjaldan samstaða með neitt, það þekki ég orðið vel. Alin upp við atvinnubílamennsku og búin að vera með þannig rekstur sjálf lengi. Nú eru trukkararnir bara búnir að fá alveg nóg og þeim hefur tekist að skapa stemmningu í sínum röðum.

Ég ætla ekki að fara fyrr í vinnuna í dag, ég ætla frekar að sitja kurteis í umferðarhnút ef svo ber undir. Maður verður nú að reyna að sýna samstöðu hehe.

Annars er allt í góðu. Viðbrögð urðu við "júnó" og engin ástæða til frekari aðgerða með það mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég þurfti að kaupa bensín í gær en hef nú aldrei þurft að borga eins mikið fyrir fyllinguna eins og þá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta kostar alveg morðfé orðið. Ég get svosem sagt frá því hérna að ég borga um 800.000 á ári í díselolíu á leigubílinn minn og hann er ekki það mikið á ferðinni. Duglegir bílstjórar eru örugglega með tvisvar sinnum það.

Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júnó er gott mál.  Þó fyrr hefði verið.

Knús og mótmælagleði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Áfram Áfram Bílstjórar.

Eigðu góðan dag Ragga mín

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

'Eg stend með þeim þessir strákar eru okkar hetjur í dag.
Við settum á okkar fyrir 5000 í gær og hann var ekki fullur

                            Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 15:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stend með strákunum, þeir eru flottir.  Ef þeir kalla eftir okkar hjálp verðum við að bregðast við.  Segi eins og Milla 5.000 er bara dropi í hafið. Kærleikur til þin

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:14

7 identicon

Ójá, ég stend með þessu þó ég sé fjarri góðu gamni.

Það er ekki hægt að lata vaða svona endalaust yfir sig.

Knús á þig ljúfust.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:13

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég mundi líka sitja kurteis í umferðarhnút sem væri til kominn vegna þessara mótmæla, mér liggur ekki svo mikið á að ég amist yfir svona.

Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Hulla Dan

Styð þá heils hugar.
Verð samt að viðurkenna að ég er fengin að sitja ekki í umferðrhnút, Líður stórkostlega illa ef ég er innanum meira en 10 bíla í einu

Hafðu það gott.

Hulla Dan, 2.4.2008 kl. 17:19

10 identicon

Má til að að segja þér að ég er í skýjunum af Júnó.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:43

11 identicon

Ég  hélt um kl 16.15 í dag að ég væri lent í miðjum mótmælum við Holtagarða.Ég fór í 1 gír og ákvað að vera bara slök.Nei þá var það bara einn 95 ára á rúntinum á Migrunni sinni.Og ók á 15 km.Hann var kannski í mótmælum hvað veit ég.En við hin tókum ekki þátt í þessum kannski mótmælum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:35

12 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já hann hefur kannski verið í einkamótmælaleiðangri.

Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 20:43

13 Smámynd: Linda litla

Mér finnast bílstjórar vera búnir að standa sig vel. Mér finnst þetta frábært og styð þetta 100 % þó á ég hvorki bíl né er með bílpróf.

Linda litla, 2.4.2008 kl. 22:25

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bílstjórar standa sig eins og hetjur. Þeir eru kannski samt eins og sjómenn að því leyti að það er erfitt að koma á samstöðu hjá þeim þar sem þeir eru hver í sínu horni í vinnunni.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:27

15 Smámynd: Ragnheiður

Já en þeir standa vel saman núna

Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 23:29

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er líka í skýjunum af Júnó.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.4.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband