Djö hvað mér brá
2.4.2008 | 00:04
og ég er ekki mjög dramatísk kona. Ég var í vinnunni í kvöld og ók heim. Lenti á eftir sjúkrabíl sem hvarf sjónum rétt hjá heima. Ég bý í svona smáhúsaþyrpingu fyrir utan alfaraleið. Hingað fer enginn nema hann eigi heima hérna. Fer ekki skrattans sjúkrabíllinn veginn áleiðis heim til mín ! Hann stoppar hér við kyrrstæðan bíl og ég fékk slag. Svipaðist í örvæntingu eftir lausum hundum ef það væri nú Steinar sem steinlægi þarna í miðjum göngutúrnum með voffana..svo ákvað ég að reyna að hringja í hann en ég hefði alveg eins getað hringt í Ólaf Ragnar, ekkert svar og hjartað fór alveg ofan í brækur. Ég snarstoppaði í innkeyrslunni og það komu engir hundar í ljós í forstofunni og enn ansaði ekki Steinar. Ég skalf svo mikið að ég ætlaði ekki að geta opnað með lyklinum en um leið og ég gat sett lykilinn í þá heyrði ég í hundarössunum mínum. Stökk inn og skammaði kallinn fyrir að vera ósvífinn heima í heilu lagi og ég í taugahrúgu í innkeyrslunni. SHIT !
Þið sem hafið skoðað það sem ég benti ykkur á, kærar þakkir fyrir ykkar viðbrögð. Ég mun líklegast birta þetta á morgun ef engin viðbrögð verða hjá þeim aðilum sem eiga að gæta velsæmis.
Góða nótt -ég verð að reyna að ná hjartanu úr buxunum og knúsa kallinn minn....
Athugasemdir
Æjæ, það er svo vont að verða svona hræddur. Mikið rosalega er ég glöð að ekkert var að heima hjá ykkur.
Ef þú birtir á morgun, birti ég líka á morgun og skora á alla að gera slíkt hið sama. Svona lagað gengur ekki.
Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:10
Þetta hefur ekki verið notaleg heimkoma.
Knúsaðu samt Steinar fyrir að hafa verið saklaus í þessu öllu saman.
Knús inn í nóttina
Kidda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:11
Ekki vildi ég verða svona hrædd
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2008 kl. 01:21
Úff já, það er hræðilegt þegar maður lendir í svona smá sjokki og tala nú ekki um þegar maður nær ekki í rassgatið á neinum sko...
Hefði sko viljað vera dauð fluga á vegg þegar þú varst að skammast í kallinum fyrir að vera heill á húfi inni en ekki flísalagður um allar tryssur. Skemmtileg færsla hjá þér - þrátt fyrir það hve hræðilegt það er fyrir hjartað að detta svona niðrí buxur - enda oft æði erfitt að hala það aftur upp á sinn rétta stað sko. Knús á þig elskulegust!
Tiger, 2.4.2008 kl. 01:31
Ég skil þig fullkomlega. Hefði farið yfirum.
Bíð spennt eftir júnó.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 08:38
Úff.Ég hefði líka skammað kallinn .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.