Jæja

Í morgun svaf ég af mér mótmæli, var þó búin að fá sms um hvar yrði lokað og svoleiðis. Trukkararnir eru alveg gallharðir á sínu. Ég var að spá í áðan. Ég ætti kannski að tala um konu utan af landi, hún býr örugglega í næsta húsi við konuna utan af landi sem Jenný þekkir W00t En allaveganna þessi kona, var að reyna að sjá sjálfa sig fyrir sér loka götum og þræta og þrasa við lögguna. Við nánari umhugsun kom í ljós að þessi kona myndi ekki geta þetta. Ég nei hún, er svo löghlýðin í eðli sínu að skammir frá lögreglunni eru stórmál í hennar huga. Þannig að ég mun styðja atvinnubílstjórana í huga en ekki verki og játa hér með að ég er aumingi.

Maður sem tekinn er með dóp meðan hann bíður eftir plássi í tugthúsi fyrir stóran innflutning. Hvað finnst manni um svoleiðis ? Viðkomandi neitaði að gefa upp forsprakkann á sínum tíma og nokkuð var um það rætt. Mér finnst þetta hið versta mál. Mér finnst viðkomandi vera kominn alveg útaf með sinn málflutning. Ég á svo bágt og bla bla bla. Ég meina það, maður getur alveg átt hellings bágt en maður fer þá ekki í að selja dópóþverra alveg samviskulaust.

Fréttin sem ég er að tala um er hérna . Ég var alveg til í að sýna skilning einu sinni en þegar maðurinn er kominn með draslið í sölupakkningum af stað. Hann sem er/var átrúnaðargoð sumra hér áður þá er málið orðið grafalvarlegt og í raun stórhættulegt. Setjið ykkur í spor unglings sem svona maður kemur að máli við og býður óþverrann.

Í dag ætla ég að kaupa mér bakarofn. Sá stóri sem var hér þegar ég flutti inn er orðinn ósköp hægfara. Það liggur við að það verði að kveikja á honum með 2ja daga fyrirvara þegar ég ætla að nota hann.

Heyri í ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko þessi maður Ragga er bara veikur fíkill.  Fíknin spyr ekki um stétt eða stöðu.  Mér finnst að það megi draga lærdóm af þessu tilviki, þ.e. að enginn er öruggur fyrir þessum fjanda.

Sko var að skrifa heita færslu sem hvetur til borgaralegrar óhlýðni vúman.  Láttu það berast.

Knús í kremju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo stolt af vörubílstjórunum og við ættum að standa saman öll sem ein maður með þeim og við ættum líka að mótmæla háu matarverði.

Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góðan daginn Ragga.

Ég er sammála þessi sem jenný er að segja við vitum aldrey hver lendir í neislu og hver lendir í hverju sem er,en ég verð samt að viðukenna að ég verð reið og sár út í fólk sem er að flytja inn og selja dóp.

Svo stend ég með bílstjórum nema hvað minn maður fór í víglínuna í morgunn kl 7 sem sést best á myndum frá því í morgunn...

Kveða til ykkar allar  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Hulla Dan

Og ég sem var svo að vona að hann hefði tekið í lurginn á sér og væri aftur orðinn vænn og stilltur piltur.
Bara sorglegt...

Hafðu það gott í dag.

Hulla Dan, 31.3.2008 kl. 13:46

5 identicon

Er viss um að ég ein og sér gæti ég ekki staðið í því að loka götum. En í hóp væri ég vís með það, reyndar mjög líkleg.

Hvað varðar ákveðinn dópsala þá vona ég að henn sé með þessu búinn að tapa allri samúð sem hann hafði. Aumingja fíkilinn sem var neyddur til að reyna að smygla inn dópi. Hef nefnilega grun um að ansi margir sem þykist vera burðardýr þegar þau eru tekin séu að ljúgja. Samt er örugglega eitthvað um að fólk er neytt í þetta en ekki nærri því allir.

Til hamingju með nýja ofninn.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég gat ekki annað að hlegið af orðum þínu að kveikja í ofninum með tveggja daga fyrirvara, en ekki er það gaman. Til hamingju með nýja ofninn. Eldavélinn mín og ofninn eru jafngömul húsinu hér 30 ára eða svo. Mömmu vél var notuð þangað til húsið var selt og hún var sko gamaldags, með gorma hellum og Fareinheit hita. Hún var  keypt ný 1953. Segi þetta bara til gamans.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.3.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fíknin hlífur engum. Hef heyrt að forhertustu salarnir stundi það að gefa börnum fíkniefni þangað til þau eru orðin háð. Þá byrja þeir að selja þeim og þar er sko engin elsku mamma. Þeir búa þar með tll sinn eigin markhóp. Snjallt, ekki satt?

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu drífðu í því að kaupa nýjan ofn, þetta var svona hjá mér ofninn steikti bara á blæstrinum svo fór að slá út og svoleiðis gaman gaman ég hringdi eftir rafyrkja, þegar hann var búin að mæla út vélina horfði hann bara á mig, þá var bara allt í hassi og hún leiddi svo mikið út að hann var bara hissa að ég skildi vera heil á húfi, keypt ný vél samdægurs, fékk hana daginn eftir.
Ég styð alla bílstjóra og alla baráttu í þá átt að réttlæta kjör okkar.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 18:53

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg! þú minntir mig á það að ég gleymdi að ýta á eftir viðgerðarmanni fyrir minn ofn, er með rúmlega ársgamlan ofn sem skellir grillinu á í hvert skipti sem ég nota undir og yfirhita!

Ég styð svo sannarlega bílstjórana, þetta er flott hjá þeim

Huld S. Ringsted, 31.3.2008 kl. 19:04

10 identicon

Ég styð trukkabílstjórana alveg 100 % enda er það ekkert vit í þvi hvað bensínið kostar þarna heima.

Hér er ég að borga um 90 krónur á líter.  Bara snilld.

Til hamingju með ofninn dúllan mín, knús í klessu..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband