Dæs

Gamlinginn (Björn) lagði sig eftir afar fjörugan dag. Ekkert planað - bara unnið eftir hendinni.

Steinar fór að vinna í morgun og helgargestirnir þrír sváfu. Þá áttum við Björn notalega stund eins og við gerum oft. Þá sitjum við saman og spjöllum um allt mögulegt, ekkert umræðuefni er ónothæft og þetta eru bestu stundirnar.

Við þetta allt spanaðist Björn upp úr öllu valdi og reyndi ekki að fara að sofa. Svo kom kærastan hans. Svo vaknaði lítill snúður og brasaði með ömmu sinni eitthvað á þriðja tíma með smálúr...þá passaði að vekja Jón og Sollu. Næst datt okkur í hug að elda eitthvað sérlega gómsætt fyrir þetta flotta afmælisbarn sem enn svaf ekki neitt. Það var dregið ásamt kærustu í búð og niðurstaðan var lambahryggur, nei 2 hryggir voru það reyndar. Á leiðinni í búðina hringdi Hjalli í "litla" bróður sinn til að gratulera og yngri bróðirinn sagði hróðugur, Hah, náði þér í tuttugasta sinn !! Þegar þeir voru yngri þá þoldi Hjalli ekki þá staðreynd að þeir eru jafngamlir frá 30 mars til 21 maí hvert ár, þá sígur Hjalti framúr aftur.

Mamman var skömmuð fyrir hugsunarleysi, skort á skipulagshæfileikum og öllum mögulegum afbrotum sem átt gátu við þennan málaflokk en allt til einskis. Bjössi hélt áfram að ná honum hvert ár.

Hjalli og Aníta skelltu sér hingað líka .....þau sem horfðu með vantrúarsvip á hryggina tvo, horfðu svo á nagaðar hrygglengjurnar að máltíð lokinni. Maður þekkir nú sitt heimafólk Wink

Keli tók upp á að vilja endilega passa Hilmar litla í dag. Hann lá við vagninn hans til að vera viss um að ekkert kæmi fyrir þennan frussandi og skríkjandi smárolling.

Rolling , þá man ég það. Mamma kallaði mig einu sinni gríslragning...ég var ýmist kölluð Ragna eða gríslingur. Stundum rollingur...og þá kannski með almennilegu skammaryrði fyrst, þá var ég að pirra systur mína. Ég var dugleg í því. Errm

Hérna eru myndir...set bara eina í færsluna en bjó til nýtt albúm sem heitir helgarpössun

Keli passar barnið

Keli að passa barnið ...

Góða nótt og takk fyrir kveðjurnar til hans Bjössa míns, hann var afar glaður að lesa þær .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Það jafnast ekkert á við lambahrygg að hætti mömmu. Er viss um að þinn var nammigóður! Koss inn í nóttina, ljúfa kona.

Hugarfluga, 30.3.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætti kannski að fara að elda hrygg á næstunni.  Nammi.

Knús á familíuna og extra stórt á afmælisbarn dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lambahryggur klikkar sjaldan   Til hamingju með soninn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Tiger

  Ég tek eigilega kjúkling fram yfir hvað sem er - en lambahryggur hljómar æði - langt síðan maður smakkaði slíkt góðgæti síðast. Gott að voffi tekur frændhlutverkið alvarlega og gætir sinna, þeir eru svo tryggir þessar dúllur. Knús inn í vikuna til þín Ragnheiður mín.

Tiger, 31.3.2008 kl. 03:17

5 Smámynd: Brynja skordal

Lambahryggur að hætti Mömmu alltaf bestur Krútt myndir af helgarpössun hjá ömmu

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 08:25

6 identicon

Ummm riggur.hehehehehe.Yndisleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:40

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hvað þetta er sæt mynd, en svona eru þeir hundarnir okkar.
Lambahryggur að hætti mömmu, þeim finnst það ekki klikka börnunum
eða læri, en ég vill frekar kjúkling.
en þið hafið átt yndislegan dag, það er mest um vert að vera saman,
ekki hvað maður borðar.
                   Bouncing Hearts            Knús inn í daginn Milla. Bouncing Hearts Bouncing Hearts 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 08:43

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hryggur nammmmmm...eigðu góðan dag Ragga mín og allir hjá þér

kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 09:50

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst Lambahryggur mjög góður. Eigðu góðan dag elsku Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband