Í eina skiptið á æfinni
29.3.2008 | 18:20
sem maður er flottur, tannlaus, slefublautur og með tærnar í túlanum er þegar maður er á aldri Hilmars litla.
Hann spriklar hér í ömmusófa -kattliðugur eftir sundið í morgun. Hann synti 200 metrana aleinn..
En það kom í ljós nokkuð magnað með 4 ra mánaða snáða, hann er orðinn OF gamall. Þau fæðast með ósjálfrátt viðbragð að halda niðri í sér andanum þegar þau fæðast. Hann er orðinn svo fullorðinn að hann er búinn að gleyma því og móðir hans má sem sagt ekki skutla honum á bólakaf strax.
Nú liggur hann hérna og sparkar í tölvuna hennar ömmu sinnar...það sem maður má hjá ömmu
Eitthvað ætlaði ég að segja meir...
Já ég rakst á konu fyrir utan búð í dag sem var að selja merki Samhjálpar. Þau eru fest á spjald og á því eru upplýsingar. Þar kemur meðal annars fram að það kostar einungis 4000 á ári að vera styrktaraðili Samhjálpar. Ég veit til þess að mínir strákar hana oft borðað á kaffistofu Samhjálpar. Þar koma líka þeir sem engan eiga að.
Athugasemdir
Krúttkast. Arg. Gæti étið svona börn. Knús á ykkur og góða skemmtun
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2008 kl. 18:58
Hafðu það gott með ömmubarninu, þau eru svo fljót að stækka þessar elskur
Kristín Gunnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:59
4000 þúsund krónur eru ekki mikið til að styrkja þetta góða málefni, mæli með því að fólk geri það. Það eru 111 manns heimilislausir hér á landi, og örugglega margir af þeim sem koma á kaffistofu Samhjálpar. Og það eru ekki bara heimilislausir sem koma þangað, þangað kemur alls konar fólk og við eigum ekki að sjá eftir einum 4000 krónum til að styrkja þetta góða málefni.
Börn eru yndisleg, ég á rúmlega tveggja mánaða gamlan ömmustrák og ég dýrka hann, langar að narta í hann og knúa hann endalaust. Hann kemur í Reykjavík til mín á mánudaginn.
Hafðu það gott mín kæra.
Linda litla, 29.3.2008 kl. 19:29
Ha ha ég fór að reyna sjá fyrir mér annað fólk tannlaust slefandi með tærnar uppí sér.......þetta er bara krúttlegt hjá smábörnum..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:01
Það kostar oft ekki mikið að "meika diffrens" eins og sagt er á slæmri útlensku og mér finnst frábært ef fólk getur séð af smá eyri til að styrkja góð málefni.
Langar í nýja mynd af Hilmari litla dúlludúski! Eeeeelska svona litla slefbolta!!
Hugarfluga, 29.3.2008 kl. 20:07
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.