Laugardagsmorgun
29.3.2008 | 07:32
og ég er löngu vöknuð. Smáprins fór að tauta við sjálfan sig í morgun klukkan hálf sex. Amma veiddi snáðann upp í rúm til afa enda smáprins frosinn á puttunum. Það kom þó ekki í veg fyrir að rifið væri í nefið á afanum og hann sleginn nokkrum sinnum utanundir svona í leiðinni, afi lá ansi vel við höggi. Nú situr amma og bloggar, smáprins fór með mömmu sinni að halla sér aðeins. Afaræfillinn liggur hinsvegar afvelta í húsbóndastólnum og dreymir um mánudag. Þá verður smáprinsinn kominn heim til sín.
Mér sýnast hundarnir líka vel með bauga niður fyrir trýni. Þeim fannst forkastanlegt þetta stand á mér í gær að halda bara á þessum litla gaur með skrýtnu lyktina og ekki þeim sjálfum. Sérlega var Keli sár við mig, hann horfði á mig með krókódílatár í augunum og sagði ; En mamma, ég er hundurinn þinn !
Svo í morgun lét Solla smáprins standa á gólfinu og þá virtist renna upp fyrir hvuttum ljós. Já hey, þetta er lítil manneskja, ha Lappi vissirðu það ?
Annars er frekar auðvelt að passa smáfólk á þessum aldri. Það er ekki fyrr en eftir c.a. ár sem amman þarf að hafa fyrir þessu. Þá verða sumir farnir að skottast um allt og reyna að hafa hönd á sem flestu hjá ömmu.
Við vorum að spá í það, mæðgurnar, í morgun hvort það fylgdi þessu Hilmars nafni að vakna og sofna brosandi út að eyrum ?
--------------------------------------------
Í gær bárust fréttir af því að Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi væri látinn eftir erfið veikindi. Það er ekki langt síðan ég las síðustu bók hans, Til fundar við skáldið, samtalsbók byggða á samtölum Ólafs við Halldór Laxnes. Sú bók er alveg stórgóð og lýsir afar ástríku og hlýju sambandi milli forleggjarans og skáldsins. Ólafur var afskaplega ljúfur maður og það er mikill sjónarsviptir að honum.
----------------------------------------------
Hilmar Reynir ætlar á sundæfingu í dag. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið með svoleiðis, maður er sko 4ra mánaða og tveimur dögum betur. Mamma hans og pabbi fara með hann, amma er alger vatnshræðslupúki og neitar að fara ofan í nokkuð dýpra en baðkar ! Það vill til að smáprins skilur þetta ekki enn enda nægur tími til að skopast að ömmu seinna.
----------------------------------------------------------
Fór í pósthólfið mitt og sá að ég hef fengið arf hehe.
Mrs. Qwin Rafer Email: qwinrafer@mykingwood.com Hello Dear, My name is Mrs.Qwin Rafer, I am a dying woman who have decided to donate what I have to you/ church. I am 59 years old and I was diagnosed for cancer for about 2 years ago, immediately after the death of my husband, who has left me everything he worked for. I have been touched by God to donate from what I have inherited from my late husband to you for the good work of God, rather than allow my relatives to use my husband hard earned funds ungodly. Please pray that the good Lord forgive me my sins. I have asked God to forgive me and I believe he has because He is a mercifu l God. I will be going in for an operation in less than one hour. I decided to WILL/donate the sum of $2,500,000 (two million five hundred thousand dollars) to you for the good work of the lord, and also to help the motherless and less privilege and also for the assistance of the widows. At the moment I cannot take any telephone calls right now due to the fact that my relatives are around me and my health status. I have adjusted my WILL and my lawyer is aware I have changed my will you and he will arrange the transfer of the funds from my account to you. I wish you all the best and may the good Lord bless you abundantly, and please use the funds well and always extend the good work to others. Contact my lawyer (Barrister Parker Brown) with this specified email: Parkbrownesq@netscape.net and tell him that I have WILLED ( $2,500,000.00) to you and I have also notified him that I am WILLING that amount to you for a specific and good work. I know I don?t know you but I have been directed to do this. Thanks and God bless. NB: I will appreciate your utmost confidentiality in this matter until the task is accomplished as I don't want anything that will jeopardize my last wish. And Also I will be contacting with you by email as I don't want my relation or anybody to know because they are always around me. Regards, Mrs. Qwin Rafer Happy moments,praise God. Difficult moments,seek God. Quiet moments,worship God. Painful moments,trust God. Every moment,thank God."
Er ég ekki skrugguheppin ?
Annars fékk amman smá á baukinn í gær, dóttur minni þótti útvarpssmekkur foreldrisins forkastanlegur og ekki lagaðist það þegar Steinar benti henni á að þetta væri nánast eina útvarpsrásin sem ég hlustaði á. Það er auðvitað Rás 1. Mér finnst rás 1 æðisleg.
Athugasemdir
Þið eruð dúllur! Það er svo yndislegt að vera með litla fólkinu. Ekkert vandamál þar.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2008 kl. 08:03
Æ, var ekki yndislegt að vakna með honum það er bara ekkert til kærleiksríkara.
Þú hefðir nú átt að drífa þig með honum í ungbarnasundið það er svo gaman, en allt í lagi mamman skrifar bara í dagbókina að amma hafi ekki þorað
Til hamingju með vinninginn, ég fékk líka svona um daginn, eins gott að opna ekki fyrir svona rugl.
Neró okkar ákvað það um leið og Sölvi Steinn minn kom um Páskana að þennan litla gaur ætlaði hann að passa og gerði það,
ekki mátti heyrast í honum þá spratt hann upp og vældi í okkur.
Knús í daginn Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 08:44
Yndislegt Ragga að lesa ég hlakka svo til að fá að sjá Hilmar Reynir þegar við mætum í afmælið.
Kveðja til ykkar og knús á litinn prins.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.3.2008 kl. 09:29
Æji krúttið.
Knús á þig og þína inní helgina
Helga skjol, 29.3.2008 kl. 09:30
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 09:47
Sæl Ragnheiður, betra að vakna við litla krúttið en að vakna við símann eins og ég, rangt númer klukkan 6:50 arg.... en ég ákvað að gera bara gott úr þessu og skella mér bara í borgina og kaupa mér garn í peysu, ætla að gerast myndaleg húsmóðir eigðu góðan dag.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:51
Það er svo yndislegt að hafa ömmubörnin hjá þér, skil þig alveg þó að afinn bíði eftir mánudeginum.
Linda litla, 29.3.2008 kl. 10:58
það er ekkert sem toppar að vakna við fallegt bros frá ömmukrílum hafðu yndislegan dag með þínu fólki
Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 11:40
Afaræfillinn. Sleginn nokkrum sinnum utanundir, nývaknaður. Situr núna í losti og bíður eftir mánudeginum. Rosalegt alveg.
Hahahahaha
Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:06
Sundleikfimi fyrir börn er algjör snilld!! Ég hef nokkrum sinnum velt því fyrir mér að leggja í eitt bara til að geta farið með það í sundleikfimi fyrir ungabörn!
Sjá þessi kríli synda eins og fiska í lauginni er stórkostlegt og jafnvægið sem þau ná!!
Það sem hefur hinsvegar stoppað mig af í þessum hugleiðingum að svo eldast börnin og fara að hafa skoðanir........
Eigðu góðan dag
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 12:11
Þessi börn eru dásamleg en það sem hægt er að vera þreyttur eftir pössunarnætur
Já og til hamingju með arfinn.... það sem fólk nennir að leggja á sig til að pretta aðra.....
Annars, eigðu góðan dag...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:59
Elsku börnin eru yndisleg
Eigðu góða helgi Ragga mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 13:11
OOOOþað er ekkert eins kósý og að taka krílin nývöknuð uppí til sín bara yndislegt
Eyrún Gísladóttir, 29.3.2008 kl. 13:49
Elsku afinn.. blessað barnið... verslings voffi, og heppin þú
Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.