Söngfuglarnir mínir

Ég var einusinni búin að finna síðu þar sem ég gat hlustað á sálma sungna. Nú veit ég ekkert hvar ég fann þetta enda hefur þetta verið í þokunni miklu þegar ég sat uppi með að eiga að jarða strákangann minn.

Veit einhver hvar ég get hlustað á sálma .....eins og til dæmis , ég sé þig koma Kristur ´eftir Davíð Stefánsson ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

http://tru.is/svor/2008/02/eru_tengsl_milli_truar_og  ég vet ekki hvað hægt er að finna þetta, en á þessari síðu er hægt að senda inn fyrirspurnir, kannski þeir viti þetta.  Knús til þín elskan

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að Ásdís kom með það, er lens,.

Knús á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég á tvo sálmadiska sem ég get skrifað fyrir þig (ekki segja neinum). Annar er með schola cantorum og hinn er með Karmelsystrum (nunnunum) í Hafnarfirði. Bara að láta vita! En hvorugur diskurinn er með sálminum sem þú nefnir.

Sigrún Óskars, 21.3.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Ragnheiður

Já takk Sigrún, mér líst vel á þennan með schola cantorum...

Takk Sigga mín...kíki á þetta

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Á diskinum með Karmelsystrum er ofboðslega fallegt Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson, eitt fallegasta Ave Maria sem ég hef heyrt, og svo er það líka afar vel sungið. Hefur verið eitt uppáhaldslagið mitt síðan ég fékk þann disk í hendur fyrir mörgum árum. Hef sagt ættingjum mínum að ég vilji láta syngja það yfir mér þegar minn tími kemur. Ásamt auðvitað Final Countdown og svona ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 15:17

6 Smámynd: Helga skjol

Páskakvitt

Gleðilega páska til þín og fjölskyldu þinnar

Helga skjol, 21.3.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Söngfuglinn

Við sungum þennan sálm á tónleikunum okkar síðust. Og svo heppilega vill til að þeir voru teknir upp og fæ ég geisladiskin fljótlega. Ég skal með gleði gefa þér eitt eintak. 

Söngfuglinn, 22.3.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband