Telpan (bæti við annarri telpu)

Hún tekur skólatöskuna sína og leggur af stað í skólann. Hún er glöð í bragði. Samt finnst henni hún ekki alveg skilja fullorðna fólkið en hún er bara sjö ára. Hún veit að hún getur engan spurt, börn eiga ekki að vera að spyrja að öllu mögulegu eins og kjánar. Mamma segir að hún sé forvitin og hún muni vita það þegar hún er orðin stór. Það er svo langt þar til hún verður fullorðin.

Hún er róleg í skólanum framan af degi . Þegar líður nær lokum skóladagsins þá ókyrrist hún. Skyldi kennarinn leyfa henni að fara heim eða ætlar hann að gera þetta skrýtna sem hún skilur ekki ? Hún reynir að láta lítið fara fyrir sér í síðasta tímanum. Hún reynir að læðast hljóðlega út en allt kemur fyrir ekki.

Hann kallar hana til sín og biður hana um að doka við aðeins. Hún verður rjóð í framan og kvíðin. Hann gerir henni ekki beint neitt en samt er það svo undarlegt. Hann er að sýna henni myndabók en hann verður svo skrýtinn, hún þarf að sitja í kjöltu hans. Henni finnst hann þá haga sér furðulega, það er eins og hann hafi hlaupið langt og hann er allur á iði. Þegar hún lætur svoleiðis þá skammar mamma hana og spyr hvort hún sé með njálg. Hún þorir ekki að skamma kennarann.

Stundum eru aðrar telpur eftir hjá honum.

Einn daginn næsta vetur er kennarinn horfinn. Þegar hún spyr hina kennarana þá verða þeir skringilegir á svipinn og vilja ekkert segja. Klappa á kollinn á henni og segja henni að hugsa ekki um það meira.

Þetta fullorðna fólk er undarlegt, það er hún orðin alveg viss um

Þetta myndband inniheldur myndir af fallegri telpu. Telpu sem lést eftir misþyrmingar stjúpföður síns, hugsanlega móður sinnar líka. Þau eru bæði í fangelsi. Það eru engar óhugnanlegar myndir á myndbandinu, en það er afar áhrifaríkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Ragnheiður..... þessi litla telpa hefur átt erfiðar stundir í æsku sinni.  Hvað er AÐ svona mönnum ? 

Anna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:39

2 identicon

 

 því miður erum við margar.Fleiri en nokkurn grunar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Tiger

  Þessi litla sögupersóna hefur þó sloppið mjög vel frá raunum sínum, mun betur en margar hennar kynsystur og kynbræður hafa stundum gert. Það vekur endalaust upp reiði í manni þegar maður les um misnotkun, reiði og morðhug..

Tiger, 20.3.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þetta var sárt...vona að stelpan hafi fundið hamingjuna.

Kristín Snorradóttir, 20.3.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Við erum ansi margar sem þekkjum þetta....djö.....óeðli og mannvonska að gera börnum þetta....

Takk fyrir færsluna....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

úúfff já þetta er sko sárt og óskiljanlegt   vona að þessi unga stelpa hafi náð sálarró og fundið hamingjuna

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hrikalegt, ömurlegt. Algjört skrímsli þarna á ferð.

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:24

8 Smámynd: Dísa Dóra

úffffffffffffffff því miður allt of algengur raunveruleiki fyrir marga

Dísa Dóra, 20.3.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þúsund knús og kossar Ragga mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 23:40

10 Smámynd: Hugarfluga

Æ, hvernig er hægt að vera svona grimmur?

Hugarfluga, 20.3.2008 kl. 23:55

11 identicon

Takk fyrir,

faðmlag!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:24

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Sorglegt hvílíkt óeðli.

Eyrún Gísladóttir, 21.3.2008 kl. 09:41

13 identicon

Þatta er sár lesning, ekkert barn á að lenda í svona.

Knús og klús mín kæra

Kidda (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 12:52

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég treysti mér ekki til að skoða myndbandið.  Takk samt fyrir innleggið um þetta skelfilega vandamál sem ofbeldi á börnum er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 13:36

15 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 21.3.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband