Í dag
17.3.2008 | 12:25
er ég ergileg. Það á sér ýmsar skýringar. Til dæmis þoli ég ekki yfirgang kínverja í Tíbet. Svo eiga kínverjaskammirnar að halda ólympíuleikana -iss.. en í fréttum í gær var sagt frá því að nokkrir af þekktustu íþróttamönnum heims eru að hugsa um að sniðganga ÓL vegna þessarar framgöngu kínverja. Ég man þegar hinir voðalegu Falun Gong komu hingað um árið. Þá skammaðist ég mín fyrir íslensk stjórnvöld..ekki í það eina sinn samt.
Mér tókst að krafla saman mesta hundasnoðinu áðan, skammaðist mín svo þegar ég las færsluna hennar Jónu um tandurhreint hús. Að vísu er ég núna með nýjan lit á gólfinu enda fer tíkin úr stórum flekkjum.
Ég ætla að fara í kvöld, út með krökkunum mínum fjórum og reyna að sjá annað en gatið stóra í hópinn minn. Það þarfnast örugglega töluverðrar einbeitingar en ég verð að vera svolítið sterk svo þau finni kannski sjálf minna fyrir þessu.
Steinar sýndi mér banatilræði í morgun. Þegar ég er lasin þá kemur astminn upp. Hann er snyrtipinni og rakaði sig í morgun. Setti á sig rakspíra sem hugulsöm frænka gaf honum um árið. Þessi spíri er ansi sterkur en það er ekki vond lykt af honum. Frú Ragnheiður staulaðist framúr fyrir átta með eintómum andköfum og hóstaköstum. Það tók mig áreiðanlega kortér að skamma kallinn vegna þess hversu mikið ég hóstaði. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þessar skammir rúmast á 2 mínútum. Ég er líka óvön að skamma hann, það þarf yfirleitt ekkert að gera það. Hann er bestur og flottastur og langbestasti vinur minn. Hann flúði í morgun til að myrða ekki frúna og síðan hefur hann ekki sést. Hann er áreiðanlega að viðra sig.
Ég er með hellu og heyri tóma dellu. Mér fannst endilega fréttaþulur í morgun tala um slagsmál í Kópavogi. Lagði við hlustir og einbeitti mér, nei þá var það í Kosovo. Hitt gat ekki verið, það er gott að búa í Kópavogi.
Hjördís er komin í bæinn og rauk beint í að skoða litla frændann sinn sem hún hefur bara séð á mynd fram að þessu.
Þau virðast bæði vera jafn hissa en Vignir stóri bróðir er afar hrifinn af litla bróður.
Athugasemdir
Vonandi ferðu nú að hressast.
Þessi litli maður er barasta yndislegur og algjör eggjastokkatryllir
Dísa Dóra, 17.3.2008 kl. 12:44
Hún er svo sæt hún Hjördís. Strákarnir eru auðvitað frábærir.
Sakn
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 13:12
Falleg stúlka og falleg börn
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 13:57
Knús á þig Ragnheiður mín inn í vikuna og páskana..
Tiger, 17.3.2008 kl. 14:09
Falleg stelpa hún Hjördís og svo náttúrlega ömmustrákarnir algjör gull
Njóttu þín í kvöld með börnunum þínum í matnum 
Huld S. Ringsted, 17.3.2008 kl. 16:19
Hafðu það gott með börnunum þínum í kvöld. Ég var í Kína í hitteðfyrra og þá var öll Peking undirlögð af auglýsingum og endurbótum vegna ólympíuleikanna. Mér fannst mjög gott að vera í Kína en er sko ekki sammála þeim með hvernig þeir koma fram við Tíbet og Taívan. Held samt að þeir séu orðnir og stórir áhrifamiklir til að þeir verði hundsaðir svo einhverju nemi.
Helga Magnúsdóttir, 17.3.2008 kl. 17:00
Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem ég hlæ að banatilræði.
Og svo flúði tilvonandi morðinginn af hólmi ..... og það hefur örugglega verið vegna þess að tveggja mínútna skammir entust í kortér. 

Hættu áður en ég fæ illt í magann.
Anna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 17:11
Vonandi nærðu heilsu sem fyrst. Ég kannast við ofnæmisviðbrögð af sterkum ilmvötnum en ekki svona hastarlegum, en það er lítið grín að lenda í svona nokkru. En mikið voðalega er þetta falleg mynd af fallegum manneskjum.
knús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:20
Falleg börn, sannkallaðir gullmolar!
Á mínu heimili er mér reglulega ráðinn bani með ilmvatnsaustri karlpeningsins, þeir reyna þó að taka tillit eftir bestu getu, en unglingurinn er nú í tilhugalífinu og mikilvægt að úða sig reglulega. Veit þá ekki svei mér í hvaða lífi faðirinn er hmm.... eða hvað hann hefur sér til afsökunar.
kveðja
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:22
Hahahahahahaha.Góðan bata skvísan þín.Falleg fjölskyldan þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:33
Hafðu það gott og góða skemtun með börnunum þínum í kvöld
já það er pínu munur að búa í kósovo eða kópavogi hahaha góðan bata.
Eyrún Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 19:38
Við erum svona alla jafna friðsemdarfólk, við sem búum í Kópavogi.
Njóttu kvöldsins með frábæru fólki
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.