Búin að missa öll

hamingjustigin sem Líf hundstík gaf mér um daginn í labbinu. Steinar fór með þau öll 3 í gær og ég þorði ekki með til að espa ekki upp flensuna. Í dag hef ég húkt heima en Steinar fór í vinnuna fyrir mig. Gott að eiga fjölhæfan kall..

Hundarassar hafa skroppið út fyrir stafinn til að pissa en annars verið ofurseldir því að hlusta með mér á Rás 1. Nú var að hefjast þáttur -tónlistargetraunarþáttur- og þar var spilað á eitthvað hljóðfæri sem gefur frá sér hvellt og langt hljóð. Það passaði. Þegar ég leit upp þá sást ekki nokkur hundur. Nú var nóg komið sögðu þau og fóru eins langt frá útvarpinu og þau komust.

Á morgun ætla ég að gera nokkuð sérlega skemmtilegt. Segi frá því þegar það er framkvæmt hehe.

Annars erum við systur að verða búnar að næla okkur í kaffiboð um allt land. Takk elskurnar Heart Við verðum nefnilega að reyna að vera svolítið hreyfanlegar eða aðallega ég. Það versta sem ég geri sjálfri mér er að húka bara heima og gera ekki neitt. Ég saknaði þess í gær að geta ekki labbað með hvuttana og er að spá í að fara í dag. Það hlýtur að vera í lagi ef ég set upp 7 silkihúfurnar ? Ég er skárri í dag en í gær en þessi hausverkur vill bara vera hjá mér. Nenni ekki að taka verkjatöflur og ætla að reyna að bíða hann af mér. Hann fer jú einhverntímann.

Annars þyrfti ég að ná í ryksuguna, hér eru ljósir lokkar um allt. Libba búin að vera í 2 daga en er greinilega að fella hár greyið. Tilbreyting í að vera með ljósa lokka hérna í staðinn fyrir þessa svörtu sem alltaf eru hér.

Mín kæra systir skrapp í bloggpásu,ég vona náttlega að hún komi aftur en ég er ekkert á flæðiskeri stödd samt. Við erum fastar saman á msn bara hehehe. Verra með ykkur greyin, að missa af henni.

Best að skreppa að kíkja á bloggvinina mína. Gá hvað þeir eru að gera í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áttu 7 silkihúfur ??    Ég á bara eina lambhúshettu.  Kannski tolli ég ekki í tískunni lengur ?    Annars gýs kvenleg forvitni upp í mér þegar þú tilkynnir að eitthvað sérlega skemmtilegt standi til á morgun.  Spennandi. 

Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Ragnheiður

Annars er meira vit í einni lambhúshettu en silkihúfunum, þess vegna þarf maður sjö svoleiðis...

Smá hint, út að borða með besta fólki í heimi hehe

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært !  Kemur þú kannski í nágrennið ?

Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 15:47

4 identicon

Iss, ég á bara eina flíshúfu sem dugar reyndar rosalega vel.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Ragnheiður

Nei það verður innanbæjar í þetta sinn Anna

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Láttu þér batna

Eyrún Gísladóttir, 16.3.2008 kl. 16:13

7 Smámynd: Tiger

  Ómæ.. alltaf gaman að blessuðum dýrunum, hundum eða kisum - eða hvaða dýrum sem er - öll gefa þau okkur svo mikið, t.d. meiri ryksuguvinnu *dæs*...

Ég er ekki mjög hrifinn af verkjalyfjum, en auðvitað eru þau þó nauðsynleg stundum. Reyni þó yfirleitt að forðast þau. Ég er viss um að systir þín hefur bara gott af smá pásu, viss um að hún kemur fullhlaðin og hress inn þegar hún er búin að hvíla sig vel. Kveðja í daginn ljúfust..

Tiger, 17.3.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband