Það er brilliant veður
15.3.2008 | 11:21
og ég sit inni að vinna. Einhver verður auðvitað að gera það. Við erum með "barnabarn" í helgargistingu, tíkina hans Sigga hana Líf. Fórum í gærkvöldi og löbbuðum með stóðið og ég held að við höfum náð okkur í milljón þakklætisstig hjá tíkinni. Keli horfði að vísu undrandi á hana næstum allan labbitúrinn, hann labbar hnarreistur og montinn, upp með hausinn en hún labbar með nefið í jörðinni. Honum fannst þetta undarlegt háttalag.
Nú erum við búin að labba samviskusamlega með hvutta hvern dag síðan á sunnudag. En nú eru aðeins blikur á lofti. Ég held að ég sé að fá flensu !
Njótið dagsins elskurnar, það ætla ég að gera þrátt fyrir allt
Athugasemdir
yndislegt sundveður hehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:36
Samkvæmt því sem Siggi Stormur segir þá er vorið að koma og þá koma fleiri svona góðir dagar.
Dugnaður er þetta í ykkur að labba, vildi geta sagt að ég hefði mig í þetta.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 13:25
Passaðu vel uppá þig ef þú ert að fá flensuskollann í heimsókn. Þetta er óþverrapest
Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2008 kl. 13:46
heyrst hefur að
flensan sé ansans ári slæm
farðu vel með þig kona góð, knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.3.2008 kl. 13:59
Minn hundur reynir að plata mig til að klæða sig í kápuna og koma í göngutúr en henni verður sjaldnast kápan úr því klæðinu. Njóttu dagsins.
Anna Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 15:55
Fallegt veður í dag og í gær.
Eru ekki allir á Íslandi veikir?
Halla Rut , 15.3.2008 kl. 16:08
Ekki verða veik... ekki það veik að þú getir ekki bloggað amk
Eigðu góða rest helgi og vona að þið fáið gott veður á morgunn líka.
Hulla Dan, 15.3.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.