Eitthvað tæknivesen var að hrella mig
15.3.2008 | 08:09
í gær og mér tókst ekki að setja inn nema að ég held eina mynd. Ég fór eftir leiðbeiningunum á myndasíðunni og bjó til zip skrá en það dugði samt ekki. Ég var nú heldur kannski ekki alveg róleg, það fer fátt verr í mig en svona nethegðun.Enn verra auðvitað að hún beinist gegn systur minni sem er manna meinlausust enda eins og vinkona mín, Marta segir hér í kommentum þá er ekki hægt að sjá að lesið hafi verið rétt út úr hennar færslu þarna.
Og þá er best að ég geri grein fyrir mínum hugsunum með þennan dóm.
Auðvitað á kennarinn að fá fébætur fyrir sinn skaða, það er óumdeilanlegt í mínum huga. En það sem ég ekki skil er þessi málshöfðun á foreldrana fyrir hönd barnsins. Við sem höfum átt börn í skóla vitum að við getum takmarkað stýrt hegðun þeirra þar innandyra og við sjálf víðsfjarri. Í minni vinnu er það þannig að ég er tryggð fyrir skakkaföllum sem ég mögulega verð fyrir hérna.
Allar þroskaraskanir eru erfiðar viðureignar, þeir sem ekki þekkja til ákveða oft með sjálfum sér að um skort á uppeldi sé að ræða. Maður heldur náttlega allskonar vitleysu meðan maður hefur ekki lent í aðstæðunum. Asperger eins og margt annað er misjafnlega mikið frá því að vera væg röskun í það að vera verulega hamlandi fyrir einstaklinginn.
Við virðumst gefa fyllibyttum miðbæjarins nokkurn afslátt á því að berja hverja aðra eins og harðfisk vegna þess að viðkomandi eru með skerta dómgreind vegna drykkju. Svo missir barn stjórn á sér og það er dæmt í þungar fébætur. Sambærilegt ? Nei kannski ekki en svona ber þetta fyrir sjónir. Það má nauðga konu einn sér eða saman í hóp fyrir smáaura en þá má hvorki kalla Jón Ólafs né Ómar ljótt, þá fyrst verður maður blankur.
Samræmi ? Nei það sé ég ekki.
Jón Steinar sagði reyndar eitt af viti um daginn og það er eina leiðin, hann vildi að dómstólarnir fengu sér talsmann til að skýra undarlega dóma. Það yrði nálægt því sniðugt en ekki sæi ég nokkurn mann endast í því embætti.
Mér til undrunar komst ég að því að ég á fjóra bloggvini sameiginlega með þessum heiðursmönnum sem ég var að tala um í síðustu færslu. Þá varð ég hissa.
Ég fór að hlæja að sjálfri mér í gær, langaði svo að sjá Taggart og fór að ergja mig á hversu seint hann er sýndur. Hugsaði svo málið ögn og komst að því að ég hefði líklega líka pirrað mig yfir hversu snemma hann er þegar krakkarnir voru minni.
Heiður ; mundu að bera mömmu þinni kveðjuna mína, hún er óumdeilanlega ein þeirra sem mér hlýnar um hjartarætur að hugsa um. Hún er yndisleg kona.
Athugasemdir
Góðan daginn Ragga mín.
Ég hef svo oft sagt að fólk getur ekki dæmt án þess að reyna og að mínu mati er það líka þannig með börn með einhverjar hegðunar raskanir mér finnst þessi dómur ósanngarn þó auðvita á kennarinn að fá bætur vegna þessa slys.
Ég skila kveðjunni til hennar mömmu æeg hitti hana á eftir.
Farðu vel með þig og eigðu góðan dag.
Kveðja frá grindavík.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.3.2008 kl. 08:41
Góðan dag Heiður mín, þú ert snemma á fótum
Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 08:42
Þessi dómur er bara ótrúlegur og kannski ekki nema vona að við venjulegt fólk skiljum ekkert í þessu misræmi.
Heiður - kær kveðja til mömmu þinnar héðan líka - sammála Röggu með að hún er yndisleg kona
Dísa Dóra, 15.3.2008 kl. 08:50
Daginn skvísur.Kveðja frá mér líka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:52
Það sem ég er svo hissa á þegar ég les þennan dóm er að það virðist sem kennarar séu ekki tryggðir í vinnunni. ég hefði haldið að sveitarfélög þyrftu að tryggja starfsmennina sína. Þá hefði tryggingarfélag sveitarfélagsins greitt bætur og ef þeir hefðu talið sig vera í rétti til að ganga á tryggingafélag móðurinnar hefðu þeir líklega krafist einhvers frá þeim. Kannski er ég að misskilja eitthvað en eru ekki flestir starfsmenn tryggðir í vinnunni sinni hjá því opinbera?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:58
Nákvæmlega Anna, ég er amk tryggð í minni vinnu og er ekki hjá því opinbera
Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 09:06
Nú er ég alveg út úr kú um hvaða dóm er verið að tala um lítið fylgst með fréttum en skoða þetta hafðu góða helgi mín kæra
Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 09:26
Þetta er rosalegt misræmi í dómum hér á landi og kannski þarf að fara oní saumana á þeim. og nota bene barnið er 10 ára.
Sigrún Óskars, 15.3.2008 kl. 09:50
Uss Ragga hún Ásta Sigríður var vöknuð kl 7 og vildi fá að horfa TV Sveppi ekki byrjaður og svo var Haukur frændi sofandi og hún var svo hrædd um að vekja hann....en þeir eru ýmsu vanir bæði frændur og bræður hér....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.3.2008 kl. 10:52
Ég er stum yfir þessum dóm vegna barnsins og kennarans. Þetta hlýtur að kalla á endurskoðun á öllum sköpuðum hlutum. Eins og þú segir Ragga þá er ekki hægt að stýra hegðun barna sinna meðan þau eru í skólanum og slys eins og þetta geta alltaf komið fyrir. Mér finnst þetta reyndar skuggalegur dómur og ég hélt að kennarar væru tryggðir í vinnunni.
Knús og klem
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.