Sagan sem virðist endalaus
14.3.2008 | 21:39
Undarleg er mannanna hugsun og viðbrögð öll. Að mér læðist grunur um að nú hafi eitthvað annað verið notað sem fallbyssufóður en vant er.
Hversu lengi á það að ganga að fólk sæti slíkum árásum ? Mér er skapi næst að fara yfir listann minn,sjá hvort nokkur bloggvinur er sameiginlegur. Ég get ekki verið þekkt fyrir slíkan félagsskap.
Annars ætla ég að búa til nýtt albúm fyrir þá fjölskyldumeðlimi sem eru ekki hér nærri ...það eru myndir úr útförinni hans Himma.
Athugasemdir
Anna mín sömuleiðis, að kveðja börnin sín er ómanneskjulega erfitt. Ég á ekki myndir úr kistulagningunni, það langaði mig ekki að eiga. En ég skil vel að það henti öðrum betur.
Kær kveðja elskan mín, þú ert í mínum bænum
Ragnheiður , 14.3.2008 kl. 21:59
Kveðja til þín Ragga mín og takk fyrir að láta vita af árásinni á Siggu
við verðum að vita af svona löguðu og loka á það.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2008 kl. 22:10
Ragga mín. Þú ert bara krútt Þykir endalaust vænt um þig
Blómið, 14.3.2008 kl. 22:43
Ég hef nú ágætann kaldhæðinn skítahúmor, en líka einhvern stíl í að fara dáldið vel með hann & velja mér bloggvennsli.
Það er ekki öllum jafn vel gefið.
Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 22:51
Jamm Ragnheiður...... nú fauk í mig. Ef einhverjir dómarar hugsa eitthvað í líkingu við þessa menn, þá er orðið skiljanlegt af hverju misþyrmingar og nauðganir eru á útsölu. Virðingin fyrir konum er núll. Og hvaða heilvita manni dettur í hug að barnið hafi ætlað að slasa kennarann...verið kannski búið að plana það með einhverjum fyrirvara... eins og sumir karlmenn gera þegar þeir finna sér fórnarlömb ? Fyrr myndi ég gerast nunna en að búa með manni sem á ekki til virðingu fyrir kvenfólki og börnum.
Anna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:53
Ég hef bara ekki nokkra trú á að eins og þessir 2 eigum neina sameiginlega bloggvini og að geta lesið svona undarlegheit úr færslu systur er með hreinum ólíkindum. Á kommentarann trúi ég orðið öllu, það hefur hann sjálfur sýnt.
Ragnheiður , 14.3.2008 kl. 22:56
Ég er að velta einu fyrir mér ...hvað eru svona menn eða konur að hafa sig í fammi og þora ekki að koma undir nafni.
Kveðja í nóttina góða nótt
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 23:11
Ég var nú ekki alveg að skilja hvað þessi fullur var að lesa út úr færslunni hjá systir þinni, nema hann lesi allar færslur afturábak
Ekki hef ég geð á að eiga svona bloggvini
Huld S. Ringsted, 14.3.2008 kl. 23:33
knús til þín og þinna Ragga mín, skil ekki alveg hugsanaganginn þarna á bak við.
Góða nótt mín kæra
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 23:46
Góða nótt Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:32
Þetta var náttúrulega bara "steypa" sem var lesin út úr færslunni, en þetta særir, og fólk sem lifir í þeirri hugsjón að særa aðra á ekkert ,nema bágt.Verum sterkar og sannar áfram.
Marta smarta, 15.3.2008 kl. 01:22
Ömurlegt hvernig sumir geta látið, hvað er hann að græða á því að vera með svona leiðindi? Það skil ég ekki. Það er eins gott að maður sé ekki með svona bjána inni á vinalistanum sínum, með vini eins og hann þarf maður ekki óvini því hann sér alfarið um þá deild líka.
Knús á þig Ragnheiður mín og hafðu yndislega helgi!
Tiger, 15.3.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.