Jahérna

Ég náði mér í nýja bloggvinkonu um daginn, ungu móður hans Kidda litla sem ekið var á í Keflavík. Við mæður sem misst höfum börn getum kannski haft smástuðning hver af annarri, það þekki ég allaveganna með samskiptum mínum við hana Birnu mína. ( www.skralli.blog.is)

Ég leit við hjá nýju bloggvinkonu minni áðan og það hvellfauk í mig. Hérna er færslan hennar. Þessi umræða sem hún vitnar í er á www.er.is og er eins hálfvitaleg og hægt er. Þar er talað afar niðrandi um Kompás þáttinn um hann Kidda litla og þá sem á hann horfðu. Upphafsmaður virðist telja það mannkost að vilja ekki/geta ekki sett sig í spor þeirra sem glíma við erfiða lífreynslu. Það segir líklega meira um þann einstakling en flest annað. Verst er að sjá að viðkomandi hefur um sig nokkra já-hirð álíkra samúðarlausra kvenna. Auðvitað varð mamma hans Kidda litla sár, hver hefði ekki orðið það?

Svo er verið að hefja Byrgismál í dómsölum í dag. Flestir eru sannfærðir um sekt G.J. enda voru ýmsir hlutir sem eindregið bentu til sektar hans, myndbrot og annað. Þá rakst ég á þessa færslu og ofbauð, ný birtingarmynd kvenhaturs viðkomandi aðila .

Þegar bláköld mannvonskan birtist svona eins og þessar tvær færslur bera með sér þá verður maður lítill innan í sér. Að fólk skuli geta hagað sér með þessum hætti.

Ég ætla að fara og gera annað en að lesa á netinu...mér sýnist mér ekki veita af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er fólk að tapa sér eins og "viðkomandi aðili"?  Ætla ekki að lesa þetta ER til að eyðileggja ekki fyrir mér þennan sólríka dag.

Knús og klem

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 12:11

2 identicon

Eg kíki á barnabarnið á barnalandi og ætla ekki að taka þátt í svona lákúrulegri umræðu.Það eru svo ótrúlega margir sem telja sig vera" VITRINGA" og vita svo ekki neitt.Fíbbl segi ég.En þú ert æði krúttið mitt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætlaði að kíkja á þetta en það er allt horfið, skildi einhver hafa skammast sín eða eru stjórnendur síðunnar að stoppa málið??  Hafðu það gott elsku Ragga. Ljótt er að heyra af illsku fólks, verð svo reið.

  kannski er manni hollast að lesa þetta ekki, en samt.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta er ansi ósmekklegt að ráðast svona að fólki,ég hef aldrei tekið þátt í neinni umræðu á svona vefum eins og barnalandi, en mér hefur oft á tíðum fundist umræðan þarna til skammar og ætti að vera bönnuð.Ég horfði á Kompás og dáðist að styrk foreldrana Sá að færslan sem þú vísaðir til er horfin.Eigðu góða helgi Ragga mín og mundu að þú ert bestust

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:24

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Viðkomandi aðili" hefur líklega breytt færslunni því hún er nú komin með annað númer en er þarna ennþá.  Ekki fæ ég skilið starfsemi heilabús hjá viðkomandi.

Það er óhollt fyrir sálina að lesa ljótt svo maður á að sniðganga það og einbeita sér að fegurri hliðum mannlífsins. 

Njóttu helgarinnar Ragnheiður.   

Anna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Ótrúlegt að sumir hafi þörf fyrir að setja út á aðra og koma jafnvel ekki fram undir nafni. Þetta lýsir bara þeim einstaklingum best sem eru með svona niðurrif.

Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Æ ÞAÐ ER SVO SORGLEGT HVERNIG FÓLK GETUR HAGAÐ SÉR  hvernig dettur fólki í hug að láta svona þarna eru foreldrar í mikilli sorg að kalla eftir hjálp það er bara ljótt að haga sér svona ber þetta fólk ekki snefil af virðingu fyrir öðru fólki.

Eyrún Gísladóttir, 15.3.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband