Notalegt kvöld
13.3.2008 | 22:20
með yndislegum strák, hann er farinn heim núna. Hér kom Hjalli minn og eyddi kvöldinu með mömmu sinni og gamla. Honum líður vel og hann er í góðu jafnvægi. Hann nær að hugsa til stóra bróður með hlýju og við gátum rifjað upp nokkar notalegar Himmaminningar sem eru ekki bara Himma heldur Hjalla líka. Hjalli hefur notalega nærveru og það er gott að hafa hann.
Hann kom með kisu með sér sem ég hef ekki fyrr séð. Hún er víst vön hundum þannig að hann ákvað að bjóða henni með. Henni leist ágætlega á hvuttana og hætti ekki fyrr en hún gat kysst Kela á nebbann. Keli var logandi hræddur við hana en kyngdi bara og ákvað að standa kyrr á meðan. Þetta er ofsalega falleg og góð kisa, svona kisu myndi ég vilja eiga en ég þori ekki að fá mér kisu, fékk svo slæmt ofnæmi fyrir kisum um árið og varð að farga kisunum sem ég átti þá. Ég sakna þeirra ennþá enda voru þau magnaðir karakterar.
Ég ætla að setja myndir hérna inn.
Amma knúsar ástarengilinn sinn
Vesen ? nei nei ekki svo
Hér er felumynd, hvað er á þessari mynd ? Bara koma með fyrsta stafinn
Athugasemdir
Hvað varstu lengi með púslið ??
Kisa
M, 13.3.2008 kl. 22:22
Ég er svona 2-3 daga oftast með 1000 stykkja púsl en sló nýtt met í dag. Kláraði eitt á rúmum sólarhring, með labbitúrum, búðaferðum, húsmóðurstörfum og svefni inn á milli
Ragnheiður , 13.3.2008 kl. 22:25
Ahhh það eru svo notaleg svona kvöld
Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 22:26
Elskan mín þegar þú talaður. Hjalla þá minnir mig á Hjalla minn sem er barna barni mitt sem er langveikur drengur með sjúkdóm sem leggst á drengi hann er mjög veikur hann er bara 10 ára en greindist með hann þegar hann var 6 ára nú er hann hann er komin í hjólastól. En sem betur fer á hann einn góðan vin sem kemur til hann öðru hverju við í fjölskyldunni erum mjög hrædd um hann. Ragga mín reyndar má ég ekki tala um þetta en nú varð ég að gera það ég vona að dóttir mín sjá þetta ekki en ég var að koma þessu frá mér við erum í mikli sorg yfir þessu með blessað barnið. Guð gefi þér góða nótt.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 22:52
Elsku Katla mín, það skil ég vel. Blessað barnið...
Ragnheiður , 13.3.2008 kl. 23:02
ÆJ frábært að heyra að Hjalli er í góðum gír ég er búin að hugsa nokkuð um þau síðustu daga þetta létti á miklu í mínu hjarta.
Hann Hilmar er svo sætur strákur og með svo mikið hár....
Góða nótt til ykkar á Nesinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.3.2008 kl. 23:03
Takk Ragga mín
Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 23:23
Undrapúzlari, klárlega, en ég sé ungvann kött þarna á síðustu myndinni.
Er líklega undir stól, eins & minn..
Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 00:39
já líklega er kisi í felum á góðum stað
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 01:23
Góð nærvera og elska draga að sér góða nærveru og elsku. Ég er þess fullviss að nærvera þín, þrátt fyrir sorg, er dásamleg og gefandi. Gott að vita að þú hafir átt ljúft kvöld með þínum, það er svo óendanlega gott fyrir sorgina og sálina að geta rifjað upp góðar sameiginlegar minningar. Slíkt er ekkert annað en læknandi fyrir andann og á að geta styrkt bönd þeirra sem syrgja saman.
Mér þykir alltaf gaman að kisum sem standa uppi í hárinu á woffum, eða eru ekki hræddar við þá. Endalaust sniðugt að sjá svoleiðis ketti atast í hundum og þá sérstaklega ef hundarnir eru hræddir við ketti, *hlátur*. Þú ert endalaust dugleg með þessi púsl, ég væri löngu búinn að gefast upp á þeim. En svona er lífið, það sem einn fer létt með gæti verið næsta manni hrikalega erfitt... ég er ekki með mikla þolinmæði í svona púslvinnu. Knús á þig Ragnheiður mín í nóttina.
Tiger, 14.3.2008 kl. 04:16
vá flott púsl.fínar myndir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:19
Hefði mátt hafa mynd af kettinum vera að leika við hundinn...
(Annars er þetta bara innlitskvitt :-)
Einar Indriðason, 14.3.2008 kl. 10:18
Yndislegar myndir, og svona heimilis knúsý kúr er svo hlýtt og gott.
Kisa finnst nú vissara að vera í viðbragðsstöðu.
Púslmyndin er flott, mamma lét innramma svona myndir tvær
það var æði.
Svo er hann Hilmar ómetanlega sætur.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2008 kl. 10:23
Gott að heyra að Hjalla líður vel. Kisan er ofurkrútt þarna undir stólnum. Alveg eins og stólpi. OMG
Þetta hlýtur að vera töluverð þolinmæðisæfing Ragga mín, þetta með púsluspilið sko.
Knús og klem
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 10:36
þú ert þolinmóð ,,ég vildi að ég væri svona þolinmóð . að búsla spil.kannski kemur að því en Ragna mín óska þér og fjölsk innilega góða helgi kv Ólöf jónsdóttir
lady, 14.3.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.