Fyrir löngu
13.3.2008 | 13:42
vöknuð. Fór til Jennýar og sá Waterloo, það glaðnaði bara enn meira yfir mér við það. Og ég sem var í fínu skapi áður en ég hlustaði. Hérna er vorfílingur, gyðingurinn gangandi er alveg að tapa sér úr útlimakæti og sprettur í allar áttir.
Síðast þegar ég gáði þá var dómurinn ekki kominn inn vegna árásarinnar á lögreglumennina, hann kemur kannski ekki vegna þess að þar er um að ræða sýknudóm ? Það kemur í ljós.
Ég hef labbað samviskusamlega hvert kvöld með voffana, þeir náttlega elska það. Afleiðingin varð sú að ég snarhresstist og hef sofið eins og steinn allar nætur og vakna eldsnemma hin sprækasta. Planið er að labba í sig smá hreyfanleika fyrst og fara svo í að breyta mataræðinu á okkur gamla manninum hérna. Hann veit ekkert um það ennþá en hann les það þá hérna hehehe. Okkur veitir ekkert af því að ná aðeins af okkur og hressa okkur aðeins við. Hann er kominn með ákveðin heilsufarsvandamál vegna þyngdarinnar og ég er á mörkum háþrýstings og sykursýki, THERE I SAID IT. Hef nebblega ekki sagt nokkrum manni frá þessu og get líka játað að á tímabili var mér slétt sama þó ég hrykki upp af og þá helst fyrr en seinna. Nú er ég búin að sjá að það er ekki valkostur, hvorki fyrir mig né fólkið mitt. Við systur erum dálítið einar eftir, mamma farin, Gréta farin og amma farin. Þeir einu sem eru eftir af gömlu kynslóðinni eru pabbi og tveir móðurbræður, við þá hefur ekki verið mikið samband.
ég hugsa auðvitað sífellt um Himma og reyni að lifa svolítið í hans anda, hann var alltaf kátur og glaður. Hann myndi ekki vilja að ég elti hann miklu fyrr en minn tími ætti að segja til um. Auðvitað veit maður ekki hvenær tíminn á að koma en það er allaveganna óþarfi að flýta fyrir því með því að haga sér á óábyrgan hátt, gagnvart sjálfum sér og sínu fólki.
Í gær ræddi ég um sárindi á bloggvefnum, þau snerust ekki að mér beint en um var að ræða konu sem mér er afar hlýtt til. Ég veit vel sjálf að maður á ekki að taka allt of alvarlega það sem skrifað er á annarra bloggum en stundum svíður manni þó. Einn aðili hefur til dæmis verið að hjóla í systur mína, nafngreint hana og sakað um allskonar þvælu. Það var ekkert gott að lesa það enda lýsti maðurinn ekki henni heldur einhverri ímyndaðri mynd af henni með slatta af rangfærslum og kjaftæði inn á milli. Þeir sem þekkja systur mina vita að meinlausara gæðablóð er bara alls ekki til. Kannski eru einhverjir hissa á að ég hafi ekki svarað manninum á hans bloggi. Mér dettur bara ekki í hug að næra eldinn með slíku. Ég geri alltaf það sama þegar ég rekst inn á blogg sem mér finnst óviðeigandi, ég hypja mig þaðan um leið. Ég kommenta alls ekki á eitthvað rugl, það er heldur ekki mitt hlutverk að "leiðrétta" aðra. Mitt hlutverk er að standa með sjálfri mér og gæta þess að ég fái ekki andlega slagsíðu á meðan ég er að reyna að heilast hið innra.
Annars er ég ótrúlega hress. Það kemur meira að segja mér sjálfri á óvart. Gamla ég, þessi sem neitar að liggja þó henni sé skellt á jörðina hefur skilað sér. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim, af þeim lærir maður.
Já svo datt mér í hug að spyrja ykkur um áhugamál ykkar ? Hvað vekur áhuga ykkar ?
1) ég púsla mikið
2) ég hef gaman að lögfræði
3) Sálfræði heillar líka
4) Rannsóknir glæpamála, bæði sem ég les á netinu og sé í sjónvarpinu, ekki að meina CSI þættina samt.
5) Dýr eru mér mikið áhugaefni
Endilega reynið að muna eftir fimm hlutum sem þið hafið áhuga á
Eigið góðan dag og svo getið þið séð jarðskálftana á www.vedur.is Það hefur skolfið mikið í rúmlega sólarhring.
Athugasemdir
Þú ert ótrúlega heilsteypt manneskja Ragga. Ég er stolt yfir að hafa þig í lífi mínu.
Þú verður að passa upp á háþrýstinginn og sykurdæmið en það veistu nú þegar.
Fimm hlutir, látum okkur sjá: Bækur, stjórnmál, kvennabarátta, félagsfræði og fjölskyldan og vinir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 13:56
Þú ert nú alveg einstök. Kemur sterk inn í vorið og lætur fátt berja þig niður, nema tímabundið. Viss um að Himmi þinn er ánægður með þessa ákvörðun að berjast áfram, hann hefur ömmu sína ofl. hjá sér og þú ert nauðsynleg hér fyrir hin börnin og litla Himma og okkur og Steinar ofl. ofl. ofl. Fimm hlutir sem ég hef gaman af. Fjölskyldan/húsdýr/bækur/stjórnmál/vinátta. Knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 14:36
Fjölskyldan mín, bæði mín vísitölufjölskylda og stórfjölskyldan sem er að vísu ekki mjög stór, bækur, brids, góður matur og ferðalög, aðallega til útlanda, er léleg að ferðast innanlands og hef hvorki komið í Heiðmörk né til Akureyrar, og já ég veit að það er til skammar.
Helga Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:09
Áhugamál?
1. Söngur, samt aðallega bara þegar ég er ein heima en mig langar hrikalega á námskeið í söng og framkomu, geri það einhvern daginn.
(2.) Langar svo að læra aftur að spila á píanó, en það verður víst ekki áhugamál fyrr en ég byrja á því.
2. Föndur og þá aðallega scrapbooking og kortaföndur.
3. Ljósmyndun, finnst gaman að taka myndir og fikta svolítið með þær í Photoshop
4. Lestur, mér finnst gaman að lesa bækur.
5. Matur, elda hann, baka hann og mest af öllu borða hann.
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:43
Mín áhugamál eru í dag,trúin mín, meðferð fyrir alla Haukana og Himmana,(er komin með vinnuhóp af stað í það verkefni hehehehe),heilbrigt líf sem sagt sund og hollur matur,Bækur og hundar og myndlist alskonar og hellingur í viðbót.Fyrir rúmu ári síðan ver ENGIN LÍFSLÖNGUN en sjáðu í dag Og auðvitað bloggið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:54
Áhuga segirðu......
1. Hundar - kisur eru líka að koma sterkt inn aftur.
2. Lestur góðra bóka.
3. Matargerð og brauðbakstur.
4. Atferli fólks
5. Hreyfing as in skokk - sund - blak
...ekki endilega í þessari röð
Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:42
Það sem vekur áhuga minn er: prjónaskapur, sjálfshjálparbækur, tónlist og söngur, vafra um netið og kvöldgöngurnar mínar. Það sem er í 1. sæti eru feðgarnir og dóttirin.
Það er svo mikil orka sem maður fær í þessum labbitúrum, það er gott að þú ert farin af stað, Ragnheiður.
Sigrún Óskars, 13.3.2008 kl. 17:02
Öfunda þig ekkert smá af dugnaðinum við að fara í labbitúra.
5 helstu áhugamálin eru garðurinn, landið mitt, bílskúrinn, talvan og vinnan. Ásamt miklu fleiru.
Uppáhaldsfugl, held að það sé Maddý að kenna að krían kemur efst í hugann.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:32
Þú ert ótrúleg persóna. Þótt einhver hefði skrifað kennslubók um "hvernig vinna á úr sorg" hefði honum ekki tekist betur til en þér, "life" og það eina sem þú hefur til að styðjast við er þitt eigið hyggjuvit og skynsemi. Þú átt virðingu mína alla.
Svo eru það spurningarnar...... ég svara fuglaspurningunni hérna. Minn uppáhaldsfugl er Stelkurinn af því að hann syngur svo fallega.
Áhugamál; - Dýr, aðallega hestar, hundar og kettir
- Bridge og mörg önnur spil
- Gefandi samskipti við fjölskyldu og vini
- Tónlist
- Að leika mér í lífinu... og það getur verið víðtækt.
Anna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 18:09
jahá... hjá mér er það...
Fluguveiði
Vera úti í náttúrunni á hvaða árstíma sem er
Sund (nema baksund)
Leika sér með fjölskyldunni
Enski boltinn - horfa á Man. United
Skrifa bull
afsakið, þetta var meira ein 5 -
Brattur, 13.3.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.