Jöfnunarfærsla
12.3.2008 | 19:04
Ég ætla að reyna að dreifa um jákvæðum kommentum, það er svo erfitt þegar einhver verður særður hér á blogginu.
Við keyptum furminator í dag og kembdum aðeins Lappanum, það kom haugur af honum og í ljós kom blettur sem lítur út fyrir að vera exem. Steinar heldur að þetta sé út af því að hann liggur svo mikið á sömu hliðinni. Ég held að þetta sé bara einhverkonar exem. Læt skoða þetta ef hann verður eitthvað ómögulegur í þessu. Honum finnst ekki gaman að láta kemba sig. Það kom berlega í ljós þegar Steinar kembdi Kela, Lappi flúði eins og fætur toguðu og sat á milli fóta á mér og lét fara lítið fyrir sér.
Hafið þið horft á Rachel Ray á skjá einum ? Kjafta-matar-tísku eitthvað þáttur ....Það lá við að ég snappaði á meinlausa kallinn minn áðan. Hann stillti á þennan kjaftaþátt, steinsofnaði svo með fjarstýringuna í lúkunum. Ég gafst upp eftir 10 mínútur og hvæsti (kurteislega) á hann og rak hann til að skipta um rás en svo mætti hann sofna aftur í stólnum. Það lá við að hann fældist en hann setti strax á aðra rás.
Ég er í fríi í dag en vaknaði klukkan 8. Hef verið vakandi síðan og farið í búðir og ýmislegt annað sem maður gerir þegar maður á frí. Ég held að labbið með hundana sé að hressa mig svona við og lífga upp á mig.
"aðeins á eftir að hnýta nokkra lausa enda" sagði Jón H B áðan í fréttum stöðvar 2. Fréttin snerist um það að ríkissaksóknari sendi til lögreglunnar aftur málið með að maðurinn sem skaut annan mann á Sæbraut gat keypt byssu án þess að hafa skotvopnaleyfi. Þessi orð Jóns vöktu hroll hjá mér, hann er að tala um manneskjur...og það er ekki sama hvernig slíkt er orðað. Æj ég er kannski óþarflega viðkvæm.
Athugasemdir
Snúllan mín! Ég held þú getir engan sært
Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 19:11
Ég er nú sammála þessu með þessi ummæli hjá Jóni H B ..mér finnst eins og hann sé ekki mannlegur að geta sagt svona.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:13
Ja allaveganna ekki viljandi Hrönn, lífið er of stutt fyrir illdeilur
Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 19:14
Rachel Ray er skelfingin ein, hrópar og kallar í einskærri taugaveiklun. Ég sá einhvern tímann 5 mínútur með henni, en skipti þá skjálfandi hendi.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 19:24
Elskan mín þú sem ert alltaf svo góð og þú særi engan
Hvernig er þessi kambur er hann góður.????
Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 19:25
Katla kamburinn er góður.
Sammála Ragnhildur
Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 19:30
Flott þá fer ég ´morgunn og kaupi hann.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 19:48
Hvern var verið að særa Ragga mín? Þessi Rachel Ray er algjör pína að hlusta á hleyp alltaf hratt að fjarstýringunni ef einhver stillir á hana.
Huld S. Ringsted, 12.3.2008 kl. 20:11
Er einhver særður hér á bloggi?Þessi hávaða-kjafta-óhollustu-matarþáttur þýkir mér ekki skemmtilegur.Annars fór ég í garðinn í dag og setti ljós hjá hvílustað strákanna okkar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:56
Vá, hvað það er gott að taka sér bloggpásur. Maður missir þá af leiðindum í bloggheimum á meðan. Knús á þig, ljúfust.
Hugarfluga, 12.3.2008 kl. 21:03
Það dreifir enginn jákvæðari og skemmtilegri kommentum á blogginu en einmitt þú.
Anna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 21:21
Sammála kommenti önnu svo satt hjá henni vona að exemið lagist hjá voffaling
Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 22:06
Takk elskurnar...
Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 22:09
Hver særður á blogginu? What? Er ég að missa af einhverju?
Knús á þig og ég hjó líka eftir þessu orðalagi "hnýta lausa enda" en J.B.Snorrason, er afskaplega ósymtatiskur maður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 22:38
Ragnheiður mín, fáir hérna á blogginu gefa eins mikið af sér eins og þú - þrátt fyrir það að þú sért að glíma við mjög erfiðan andstæðing sem sorgin sannarlega er. Þú hjálpar mjög mörgum sem lesa þig og gefur þeim styrk og von sem þeir einir geta gefið sem lent hafa í sorgarferli. Ég er handviss um að þú sáir meiri kærleik en margur bloggarinn og öruggur um að engin liggur sár eftir lestur þíns bloggs.
Það er eins gott að horfa ekki of mikið á svona ruglseríur sem birtast alltaf af og til - meira í sölumennsku og kjánalátum en að eitthvert gagn sé af, líkt og með þættina með Rachel Ray - bull bara. Væri best að hafa tvær fjarstýringar svo ekki gerir þú karlinn burtrækan úr stofunni.. mar þarf nú að hvíla lúin u know.
Veistu, já - skrýtin þessi gæludýr. Læðan mín virkilega elskar að láta kemba sig. Hún hleypur á eftir mér þegar ég læt vatn renna í fat og næ í burstann hennar og svo hendir hún sér á hliðina - við hliðina á vatnsskálinni og bíður eftir vatnsblautum burstanum... sælusvipurinn og sælu kurrið í henni heyrist í næsta hús sko! Veistu, ég gruna að það sé exem hjá þínum en auðvitað alltaf betra að láta líta á svona ef það verður ekki til friðs svo ekki komi illt í það.
Ég sá ekki þessa frétt hjá Jón H B. en ég er sannarlega sammála því að vissulega þurfa fréttamenn að kunna sig og nota orðalag sem særir ekki eða truflar þá sem eru viðkvæmir.
Knús á þig Ragnheiður mín í nóttina, verð víst að hætta núna því ég er hreinlega búinn að blogga inn í athugasemdakerfið þitt - eins og svo oft áður. Ætli það sé til pilla við þessari áráttu minni..? *hux*.
Tiger, 13.3.2008 kl. 01:03
þú ert bara perla ljúfan mín
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 01:36
Knús, vonandi lagast exemið hjá Lappa hratt. Hafðu það sem best.
Bjarndís Helena Mitchell, 13.3.2008 kl. 01:48
Auðvitað ber að tala af virðingu um allt fólk.
Hvað er Furminator (minnir mig á annað orð, ekki orð meira með það)
já er þetta rafmagnsbursti eða hvað? okkar elskar að láta kemba sig.
en ekki eins ánægður þegar ég er að klippa og snyrta, síðan fær hann bað og blástur þá er hann sko happy.
Rachel Ray er hörmung.
Ragga mín ef einhver er særður þá eru það ekki þínar gjörðir, ég hef aldrei lesið særandi blogg frá þér, aldrei snúllan mín, en ég skil hvað þú meinar, okkur líður ekki vel ef að einhver tekur á málum, öðruvísi en þau eru. vonandi lagast þetta, ef ekki þá er það ekki okkar mál.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.