12 mars 2008

Steinar er heima og er að sofna, best að drífa hann út í búð. Hann kann ekki að slaka á heima og verður bara sybbinn.

Hér hefur verið smá hundainnanríkisdeila undanfarna daga. Málið er að þeir eiga tvær mottur eða druslur til að liggja á, æða til dæmis alltaf þangað þegar þeir fá bein að naga. Keli hefur bækistöð í tölvuherberginu en Lappi hérna við garðhurðina. Lappi nær stundum í dót inni og kemur með fram, þá kemur Keli æðandi og reynir að taka það af honum. Það tekst oftast fyrir rest og þá æðir Keli með dótið inn í herbergið aftur. Þegar Keli var hvolpur og búinn að dreifa dótinu um allt þá tókst okkur að kenna honum að taka til eftir sig. Það er það sem hann er að gera í dag. Dótið á að vera í herberginu og ekkert með það meira. Lappi er stundum leiður á þessu, greyið.

Leit við á www.vedur.is áðan og það stendur yfir skjálftahrina, þeir eru samt litlir eða um 2 á richter en ótrúlega margir.

Svo er að sjá hvert þetta leiðir en það er óneitanlega flott að geta séð þetta svona nánast í beinni á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott á meðan hundarnir rífast bara innbyrðis en eru ekki að reyna að ná völdum af eigendunum.

Helga Magnúsdóttir, 12.3.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hundarnir eru mjög vel uppaldnir hjá ykkur Bjartur litli er búinn að naga í sundur snúrur hjá mér ég verð að taka á því máli nú á að taka saumana á honum á morgun sá verðu fegin Takk fyrir þennan skemmtilega pistil Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verið á verði, hundadagar framundan. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Ragnheiður

Elsku móðir, mikið mun ég sakna þín en viljirðu koma aftur þá smellirðu strax á mig og við verðum áfram bestu bloggvinkonur

Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Brynja skordal

Krútt eru hundarnir ykkar annar að drasla til og hinn heldur öllu í horfinu je minn bara sætt

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hundarnir þínir eru alveg indilegir Ragga mín og alltaf þegar er talað um Lappa er allta sagt Lappi klappa......

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já ég er nú alltaf að skoða myndirnar þínar Ragga og í "Dýrin" album þá eru sko flottar myndir af gæja í peysu hehe ekkert smá stilltur að láta mynda sig.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:52

8 identicon

Flottir snatar sem þú átt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:04

9 Smámynd: Ragnheiður

Keli elskar myndavélina, það kemur ljós úr henni og hann elskar að elta ljósið hehe....

Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband