Datt í hug ljótt orð

Þegar ég las Moggann í morgun og fréttina um þessa fimm "sóma"karla sem nauðguðu stúlku um helgina. Oft þegar rætt er um nauðganir fer fólk að tauta yfir klæðaburði konunnar, aðstæðum og einhverju öðru eins til að varpa hluta sakarinnar af karlinum. Það sýður alveg á mér þegar fólk gerir þetta.

Sannleikurinn felst í orðinu, nauðgun. Þá er viðkomandi neyddur til einhvers.

En með þessa fimm stórkappa þarna, þá eru þeir ansi lítilsigldir. Talið er að þeir hafi byrlað stúlkunni ólyfjan. Þá hefur hún líklega verið rænulítil á meðan verknaðinum stóð og nákvæmlega hvar eru flottheitin við slíkt kynlíf ? Þessir kálfar hefðu rétt eins getað stokkið aftan á hvern annan. Í gamla daga las ég bækur og þar var minnst á náriðla. Þessir eru svoleiðis.

Nauðgun er mikið áfall fyrir konur og getur setið í sálinni alla æfina. Er virkilega einhver ávinningur af því að fara þannig með aðra manneskju ?

Ekki þýðir að bera á borð fyrir mig afsakanir eins og að viðkomandi hafi gert þetta í ölæði.Slíkar afsakanir eru einskis virði og fyrirsláttur einn.

Foj hvað mér býður við svona körlum !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Foj!! Hvað ég er sammála þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér líka,
kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það verði ekki miklar mótbárur af karlavængnum að þessu sinni.  Allir nauðgarar útlendingar.  Einn úr frjálslyndaflokknum er búin að blogga um útlendinga og nauðganir. 

Það sem ég hef stórar áhyggjur af þessa dagana eru þessar hópnauðganir sem virðast vera að stóraukast.  Fimmföld skelfing hér í þessu tilfelli. 

Nýfallinn dómur vegna nauðgunar í Vestmannaeyjum hefur vonandi fordæmisgildi.  Þetta er skelfilegt mál.

Takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 08:32

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Skelfilegt!

Bjarndís Helena Mitchell, 11.3.2008 kl. 08:40

5 identicon

Skelfilegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:48

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragga mín þetta hefur nákvæmlega ekkert með kynlíf að gera. Þessi villidýr sem framkvæmdu þennan verknað, eru nákvæmlega það.. villidýr. Ekki til snefill af mannlegum tilfinningum í svona fólki. Það sem ég furða mig mest á er hvar í ósköpunum finna þessir menn hvern annan? Og hver af þeim stakk upp á að hópurinn myndi eyða kvöldstund á þennan hátt?

Nei.. svona ofbeldisverk verður aldrei skýrt á einn eða neinn hátt. Nú þurfum við að fylgjast með þessu máli. Við getum ekki látið bjóða þessu fórnarlambi eða öðrum landsmönnum upp á að enn einn fáránlegur dómur falli.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 09:11

7 Smámynd: M

Ef þeir vissu eitt augnablik hvað þeir væru að gera þessari vesalings konu fyrir lífstíð á meðan á öllu þessu stóð.  Skyldu þeir hugsa seinna,sjálfir komnir í sambúð, eignast dóttur... skyldu þeir hugsa um þessa kvöldstund með félögunum ? Hvernig konunni líði í dag osfrv. 

M, 11.3.2008 kl. 09:46

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er bara skelfilegt og víðbjóðslegir menn sem gera svona.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 09:59

9 identicon

Ég er innilega sammála öllum hérna fyrir ofan mig.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:41

10 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vinnufélagi minn hafði verið úti að skemmta sér og fór á Hlölla til að fá sér að borða. Þar úti í horni lá unglingsstúlka afvelta sökum ölvunar. Þrír ungir strákar komu inn og undu sér beint að stúlkunni og byrjuðu að hneppa frá henni fötin og draga hana með sér út. Vinnufélagi minn lét þetta ekki afskiptalaust. Strákarnir brugðust hinir verstu við og sögðu honum að skipta sér ekki af þessu, þeir hefðu "fundið" hana og ættu því allan rétt. Þeir forðuðu sér þó þegar vinnufélagi minn bar sig til við að hringja á lögregluna. Vinnufélaginn kom stúlkunni til síns heima, en þarna má sjá að konur sem hafa drukkið yfir sig eru einungis "fundið fé" í augum sumra karlmanna. Ég er ekki að setja út á það að stúlkan hafi drukkið yfir sig og þannig boðið upp á þetta, heldur að segja hvað hugsunarháttur sumra er orðinn brenglaður. Fyrirgefðu hvað þetta er langt.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 12:19

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Viðbjóður, skelfing og hryllingur.  Þessir menn eru verri en skepnur.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 14:57

13 Smámynd: Tiger

  Þegar maður les svona þá getur maður ekki annað en skammast sín fyrir það að vera karlmaður. Rétt hjá þér Ragnheiður mín að það sýður á manni og maður skilur bara ekki hvernig nokkur getur lagst svona lágt. Ég vona svo sannarlega að þessi nýfallni dómur vegna nauðgunar í Vestmannaeyjum hafi fordæmisgildi og refsingin verði eins grimm og verknaðurinn sjálfur - þeir eiga ekkert annað skilið þessi ómenni.

Tiger, 11.3.2008 kl. 15:02

14 Smámynd: Marta smarta

Bara eitt komment. Sammála öllu ofangreindu. Þetta eru villimenn.

Marta smarta, 11.3.2008 kl. 15:40

15 Smámynd: Mummi Guð

Ég er algjörlega sammála Jónu. Það eru ansi margir sem halda að nauðgun sé ákveðin tegund af kynlífi. Sá sem nauðgar, hann er ekki að því fyrir kynlífið, hann er að því fyrir ofbeldið og til að fá útrás fyrir yfirburði sína.

Mummi Guð, 11.3.2008 kl. 17:16

16 Smámynd: Þórunn Eva

vá svo sammála þér.... og takk fyrir kvittin þau eru svo skemmtileg frá þér... knús og koss á þig og þú stendur þig svooooo vel...

Þórunn Eva , 11.3.2008 kl. 17:34

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég kalla svona menn ómenni, algjör viðbjóður

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 17:35

18 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er hreinlega sammála öllum hér að ofan. Nauðgun er bara ofbeldi og hefur ekkert með kynlíf að gera. Vona að dómur verði raunhæfur.

Sigrún Óskars, 11.3.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband