Undarlegir einstæðingar

voru oft sýnilegir á götum borgarinnar í gamla daga og urðu jafnvel skáldum yrkisefni. Nú erum við íslendingar tæknivædd þjóð og einstæðingarnir okkar eru komnir inn í hús, með tölvu og blogga eins og vindurinn.

Maður sér þá nokkra hérna á bloggsíðum. Stundum bitrir einstaklingar sem hafa ekkert í lífinu nema bloggið sitt. Engan félagsskap lifandi fólks, jafnvel ekki fjölskylduna heldur, allir búnir að gefast upp. Vinnan farin, heilsan farin og biturðin ein eftir.

Þetta er sorglegt aflestrar.

Oft er talað um "nafnlausu" bloggarana sem versta. Við yfirlestur á bloggum þetta tæpa ár sem ég hef verið hér þá er ég ekki viss um að þeir séu verstir. Hér sér maður menn ráðast gegn nafngreindu fólki, fyrirtækjum og stofnunum og það virðist vera allt í lagi.

Þegar dómurinn féll um daginn þá vonaði ég að þessum skítköstum myndi létta, en mér varð ekki að ósk minni, því miður.

Þetta er ekki siðaðra manna háttur. Það er ljóst.

Við Kelmundur erum komin með spánnýjan hurðarhún.

Góða nótt og gangið hægt um bloggdyrnar, það vill oft vera þannig að þeir sem kasta skít verða skítugastir sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu Ragga, þetta er alveg satt.  Ég hef ekki rekist á nema ca. 2 rætna nafnlausa bloggara, en marga sem hafa látið allt vaða undir nafni.  Góða nótt elskuleg

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð færla hjá þér Ragga og þetta er svo mikið rétt. Hér á blogginu gleymist æði oft "að aðgát skal höfð í nærveru sálar". Það er eins og fólk gefi sér sjálfskipað skotleyfi bak við nafnleynd til að rakka og rægja menn, konur, fyritæki og stofnanir. Þeir kunna ekki einu sinni að skammast sín. Ég held að við losnum ekki við þetta þrátt fyrir dóm. Það verður ekki fyrr en mbl. lokar á slíka aðila, en við búum við málfrelsi sem lýðræðisleg þjóð. Hins vegar í nafni málfrelsis hefur siðgæðið í þessum efnum komist niður á ansi lágt plan, því miður. Takk fyrir þetta, Ragga.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.3.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Ragnheiður

Móðir, þú þarft ekki að skammast þín fyrir eitt einasta orð, ég er einmitt að segja að nafnlausir bloggarar eru betri en þessir sem setja nafn sitt við hvaða raus sem er.

Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Brattur

Sammála Ragnheiður... fólk dæmir oft aðra harkalega hér í bloggheimum, án þess að kynna sér umrætt mál, eða án þess að vita nokkuð um þá manneskju sem verið er að skíta út... það segir yfirleitt meira um þá sem er að kasta grjótinu, heldur en þá sem verða fyrir því...

Brattur, 10.3.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir fínan pistil.

Til hamingju með húninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Góðir punktar - takk fyrir þetta.  kveðja til þín inní nóttina.

Sigrún Óskars, 10.3.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Brynja skordal

Flott færsla mín kæra sammála góða nótt

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 23:25

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála þessum góða pistil, þeir eru svo sannarlega ekkert barnanna bestir sumir af þeim er blogga undir nafni

Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 23:51

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekkert ósammála þér í þessu, hefur oft langað sjálfann til að skjóta á nöfnin sem að ómerkja skoðun, þó nafnlaus sé.

Þetta er svona 'sérkathólsk' heilagslepja sem að nístir minn inn að kvenlegg vinstri.

Nafnleysi kemur ekki í veg fyrir frelsi til að tjá sína skoðun, enda er ein grundvallar réttindi persónunnar.

Steingrímur Helgason, 11.3.2008 kl. 00:11

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ragga, þú ferð bara með sannleika í þessari færslu.

Góða nótt kæra bloggvinkona

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband