Lok framhaldssögunnar um tauið
10.3.2008 | 14:04
Annars fékk ég örugglega mínus hjá honum í gær, hann var að væflast í eldhúsinu með kærustunni og ég tók út úr þurrkaranum rúmfötin hans. Afhenti honum, ósamanbrotið í bala og sagði Vesgú. Mér fannst alveg við hæfi að pilturinn sýndi stúlkunni hvers megnugur hann væri í heimilisfræðadeildinni svo hún sæi hverslags kostagripur hann er. Augnaráðið sem ég fékk frá ástkærum syni var ekki smart og hann reyndi að laumast balalaus inn í herbergi. Vökult auga móður kom í veg fyrir það og inn fór balinn. Hann kom grunsamlega hratt til baka þannig að nú eru annaðhvort rúmfötin í kuðli ofan í skúffu eða hann hefur snúið dæminu á haus og athugað hennar húsmóðurhæfileika með skyndiprófi. Þetta verður rannsakað þegar ég kem heim aftur....
Hann hringdi og þetta er ástandið og þetta grunti mig hehehe
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 14:07
Strákar eru og verða strákar.
Kidda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:25
He, he. Maður lætur nú ekki dömuna byrja á því að brjóta tauið saman með manni, virkar ekki vel. Hafðu það gott yndislegust.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:01
strákar eru yndislegir
Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:15
Skil hann svosem vel fyrst hann var með dömu, en fer ekki ofan af því hún gat hjálpað honum þessari elsku.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:06
Talandi um dömu minn drengur er byrjaður með dömu Úff
en strákurinn þinn er yndislegur.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:20
Ég er handviss um að drengurinn að tarna á eftir að koma þér á óvart með frábærum heimilistöktum. Er viss um að allt sé fallega brotið saman í skúffu, viss um að heimkoman verður ljúf og þvottalaus.. annars aldrei of snemma byrjað á því að kenna börnunum góð heimilisfræði, bæði stúlkum og strákum. Knús á þig Ragnheiður mín inn í vinnuvikuna.
Tiger, 10.3.2008 kl. 16:33
Minn sonur fór í Húsmæðraskólann og stóð sig þar með prýði. Það er hins vegar svo að smiðir negla aldrei nagla heima, bókarar henda bókhaldinu inn í skáp heima, pípulagningamenn eru með bilaða ofna heima og sonur minn nýtir ekki menntun sína heima.
Heima er best.
Anna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:45
Langaði bara að láta þig vita, að dóttirin fann loksins leiðið hans Himma og lagði þar eina rós. Hún var ánægð með að hafa loksins farið að heimsækja Himma, eins og hún orðaði það sjálf.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.3.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.