Sjónvarps-og blaðablogg
10.3.2008 | 08:32
Í morgun las ég lesendabréf í Mogganum, frásögn konu sem hafði orðið fyrir því að brotist var inn í íbúðarhús hennar. Hún veltir upp ýmsum áhugaverðum punktum í bréfi sínu. Í götunni fannst meðal annars kort þar sem öll hús þar sem eru hundar til heimilis eru merkt með X. Hún telur að um vel skipulagt athæfi hafi verið að ræða. Ég hvet ykkur til að lesa bréfið hennnar, ég veit ekki hvort ég má pikka það hérna inn bara si svona.
Í gærkvöldi horfði ég á myndina Omagh. Það var fjallað um síðasta sprengutilræði "hins sanna IRA" og baráttu aðstandenda fórnarlambanna við að fá menn ákærða og sakfellda fyrir þennan glæp. Myndin er vel gerð og lýsir þessu öllu saman eins vel og hægt er við þessar aðstæður. Vegna einhvers þá beindi lögreglan fólki að sprengjunni en ekki frá henni eftir að IRA sendi tilkynningu inn á sjónvarpsstöð um að sprenging væri yfirvofandi. Ég hafði séð þessa mynd áður reyndar en nú hafði hún miklu meiri áhrif á mig eins og sést á því að ég er enn að hugsa um hana. Ég skil líka betur nú kvöl og sársauka foreldra sem missa barnið sitt og sá sem er hafður í brennidepli í myndinni missir einmitt son sinn þarna. Steinar horfði á þetta með mér en annars er hann lítið fyrir sannsögulegar myndir, hrifnastur af Rambó og einhverju svoleiðis sem ég neita alfarið að horfa á, get ekki eytt tíma mínum í slíkt ónýti.
Bjössi kom með hugmynd um daginn þegar ég var að taka saman enn eitt púslið. Mamma! taktu myndir af þessu, þú getur skellt því inn á síðuna þína. Þá sveið honum tilgangsleysið að púsla saman og rífa í sundur. Ef hann bara vissi að flest húsverk eru einmitt þannig, sífelld endurtekning. Annars fékk ég örugglega mínus hjá honum í gær, hann var að væflast í eldhúsinu með kærustunni og ég tók út úr þurrkaranum rúmfötin hans. Afhenti honum, ósamanbrotið í bala og sagði Vesgú. Mér fannst alveg við hæfi að pilturinn sýndi stúlkunni hvers megnugur hann væri í heimilisfræðadeildinni svo hún sæi hverslags kostagripur hann er. Augnaráðið sem ég fékk frá ástkærum syni var ekki smart og hann reyndi að laumast balalaus inn í herbergi. Vökult auga móður kom í veg fyrir það og inn fór balinn. Hann kom grunsamlega hratt til baka þannig að nú eru annaðhvort rúmfötin í kuðli ofan í skúffu eða hann hefur snúið dæminu á haus og athugað hennar húsmóðurhæfileika með skyndiprófi. Þetta verður rannsakað þegar ég kem heim aftur....
Annars er ég góð, merkilega góð.
Huld, hér er alltaf hægt að renna við og sjá hund sem klappar...og fá sér kaffi og sjávarloft í nefið
Athugasemdir
Haha ég hefði gefið mikið fyrir að sjá svipin á honum Bjössa þegar þú réttir honum balann
Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:36
ahhhh ég steingleymdi að horfa á þessa mynd!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 09:04
Hahahahahaha.´Var að glápa á Boston Legal sem eru dásamlega sjúkir.Góðan dag annars
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:23
Sammála Ástu en svo langar mig að vita hvor þurfti að sína hæfileikana eða hvort rúmfötin eru í kuðli einhverstaðar...
Kveða til ykkar inn í daginn Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.3.2008 kl. 09:45
Ég horfði ekki á þessa mynd ég var að horfa á annað.
Eigðu góðan dag Ragga mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 09:45
Þú ert fyndin
Hafðu góðan dag
Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 09:52
Góð skrif eins og ævilega, það er nú í lagi að Bjössalingur sýni hvað hann kann, hún hefur nú kannski haldið í og þau brotið þetta saman,
saman
Dúska kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 11:06
Ég geri ráð fyrir því að rúmfötin séu annað hvort enn í balanum eða í kuðli. Það er mín reynsla af mínum sonum.
Annars kemur þetta sem kom fram í lesendabréfinu mér ekki á óvart. Það er alkunna að það er fylgst með íbúðahverfum. Fylgst með því hverjir eru á leiðinni til útlanda eða í sumarfrí. Það er óhugnanleg tilhugsun að fólk sé að vakta heilu hverfin til þess að sjá hvar vænlegast sé að brjótast inn. Ef það flokkast ekki undir skipulagða glæpi þá veit ég ekki fyrir hvað þeir standa.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:15
Gott að þér líður þokkalega. Birtan gerir mikið fyrir mann. Ég er mun glaðari þessa dagana, get farið út alla daga. Hafðu það gott elskuleg og þú segir okkur fréttir af rúmfötunum
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:52
Kidda,balinn kom fram..hehe framhaldssaga hehe
Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 11:55
Úff! eins gott að ég á ekki syni, ég fann nú bara til með drengnum .........nei bara að grínast, vonandi sýndi hann góða takta við samanbrot fyrir framan kærustuna!
Takk fyrir skilaboðin Ragga mín, kíki alveg örugglega í kaffi, hundaklapp og sjávarloft í nefið
Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 12:06
Skil vel þessa lýsingu á syninum. Enda á ég 3 sjálf. Karlmenn þurfa líka að læra að þvo og brjóta saman þannig að ég sendi þér baráttukveðjur.
Ég mun örugglega taka þig á orðinu einhverntímann þegar ég er heima og á ferð í bæinn.. langar að sjá hund klappa saman loppunum.
Sendi þér svo Færeyskt klemm inn í daginn ljúfust..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:37
Gott hjá þér að ala drenginn upp svo að eiginkonan í framtíðinni fái notið góðs af. Á einn bróður og hann var ekki alinn upp í heimilisfræðilegum skilningi. Systur mínar sex voru það hinsvegar.
Takk fyrir stórskemmtilegan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 12:57
Skemmtileg saga um þvottinn, fínt að hann viti að þvotturinn fer ekki í brotin af sjálfum sér eins og sumir halda.
Sigrún Óskars, 10.3.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.