Kafloðin gatan

Við trítluðum af stað með þá svörtu bræður áðan, Lappa og Kela. Við sáum hest á leiðinni og Lappi ákvað að klappa fyrir honum, hestinum fannst það ekki fyndið. Svo hittum við nágrannana. Þau eru nýbúin að kaupa sérstaka kembigræju á sinn hund og prufuðu á okkar. Það var ekki af sökum að spyrja. Gatan varð loðin þegar Lappi var kembdur. Hann er í tvöföldum feld og aldrei kalt á meðan Keli knúsibolla vill láta breiða ofan á sig og er oft áberandi kalt. Þannig að þegar við komum heim þá komum við með mun minni Lappa . Stefnan er að kaupa svona græju .

Næsta mál er að njóta sunnudagsins....semsagt letilíf og notalegheit hér á bæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að hafa letilíf og notalegheit eftir útiveruna. Njóttu þess bara.

Sigrún Óskars, 9.3.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi eins og Sigrún gott að hafa letilíf en hvernig græja er þetta ??ég verð að kaupa svona.

Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Klappið hans Lappa er óborganlegt.    Það væri svakalega gaman ef þú gætir tekið það upp og birt hérna á síðunni.

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Anna það væri gaman, sumir hérna hafa reyndar séð þetta.

Katla ég skal finna þetta á netinu og sýna þér

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk Ragga  mín það væri mjög gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 18:03

6 identicon

Kemba hundana og prjóna svo úr kembunni .Gaman væri að sjá klappandi hundinn.Það yrði UNDANLEGUR HUNDUR hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:04

7 Smámynd: Tiger

 Kitty 1 Elskulegust dýrin okkar.. þau treysta okkur og elska okkur skilyrðislaust og eru svo þakklát þegar maður svo mikið rífur af þeim nokkur hár...

Ég er nú bara með kattaróféti, fallegur hárbolti þar reyndar - virðuleg skógarblanda við íslenskan bröndóttan - falleg blanda en mikið af loðdóti um allt ef ekki er hún ryksuguð af og til...

Knús á þig Ragnheiður mín og láttu nú fara vel um þig í helgarlok! Mikið knús á þig. 





Tiger, 9.3.2008 kl. 18:06

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir elskan fyrir að sýna mér þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 18:13

9 Smámynd: Ragnheiður

Birna,mér skildist á nágrannakonunni að það gengi ekki að prjóna úr hundum, einhver búinn að prufa það.

Hann er fyndinn þegar hann klappar, þú sérð það þegar þú kíkir í heimsókn hehe

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 18:34

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bestu kveðjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.3.2008 kl. 18:36

11 identicon

Væri til í að sjá svona verkfæri og hund sem klappar Verð sennilega að kíkja einhvern tímann í heimsókn.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:51

12 Smámynd: Ragnheiður

Já endilega Kidda mín, ég býst við að kaupa þetta strax eftir helgina og þá er hægt að sjá kembingu og klappið

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 18:58

13 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hann Lappi er lang flottastur ég er sammála Önnu að birta þetta hér..

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.3.2008 kl. 19:42

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisu minni finnst voða gott þegar ég rúlla hana með svona límrúllu eins og maður notar á fötin sín, skrítin kisa.  Þú ættir nú bara að safna saman hárunum af Lappa og láta svo búa til feld úr þeim handa Kela !! ´krúttkveðja á ykkur

Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 20:19

15 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ragga þú verður endilega að skella því inn hvað þessi græja heitir...mér sýnist honum Fígaró mínum ekki veit af svona

kveðja á loðinlappann og kalda kela  

Ásta Björk Hermannsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:00

16 Smámynd: Ragnheiður

Þetta heitir Furminator og fæst meðal annars í Líflandi. www.lifland.is

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 22:01

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég á einn svona kamb og tíkin elskar það að láta kemba sig en þegar ég reyndi það við hvolpavitleysingana þá lá við að ég yrði handalaus en ég held áfram að reyna

Endilega reyndu að ná mynd af Lappa þegar hann er að klappa, mig langar alveg hryllilega til að sjá það, svo kem ég til Rvíkur með vorin þá kíki ég bara í heimsókn?

Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:11

18 identicon

Letilíf er gott, þegar maður nær að njóta þess, njóttu!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:30

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þarf að leita að kisukambinum, hér fara Tommi og Kubbsa úr hárum eins og þau fái borgað fyrir það. Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:31

20 Smámynd: Brynja skordal

Hundur sem klappar snild væri gaman að fá að sjá það En mikið gott fyrir voffalingana að fá svona græjur og fína þjónustu

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 00:12

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þarf að skoða þennan Furminator, það eru loðin hjá mér gólfin þessa dagana 4 kettir og einn hundur að fara úr hárum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2008 kl. 01:41

22 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Furminator er snilldargræja, þekki hana vel. Algjört þarfaþing á hverju hundaheimili. Ég væri líka til í að sjá Lappa klappa fyrir hesti, það er örugglega frábært atriði eitt og sér. Knús frá mér og hafðu það gott

Bjarndís Helena Mitchell, 10.3.2008 kl. 02:19

23 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Furminator verður keyptur á mitt heimili það er á hreynu.

Takk fyrir upplýsingarnar Ragga

kv úr Hlíð 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:31

24 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég Þekki konu sem kembdi hundinum sínum, spann garn og prjónaði svo úr þessu, þannig að það er hægt. Reyndar var þetta síðhærður hundur. En hvar fær maður svona græju, er ekki hægt að nota hana á kisur líka?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.3.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband