Örfærsla

um svolítið sem ég var að velta fyrir mér. Það þarf ekki að vera rétt ályktun en er verið að dæma erlenda karlmenn til mun þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot en íslenska karla ? Hefur einhver skoðað þetta ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki hef ég skoðað þetta en mér hefur heyrst á fréttaflutningi að í einhverjum tilvikum séu nauðganir erlendra karlmanna mun hrottafengnari og það hlýtur þá að hafa áhrif á dómana. 

Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég er ekki búinn að lesa dóminn yfir Pólverjanum sem var dæmdur í gær. En ég las dóminn yfir Litháunum sem voru dæmdir fyrr í vetur. Sá lestur var óhugnalegur. Lýsingarnar voru slíkar að ég hélt að það væru ekki til svona vondir menn. Þeir menn fengu of væga dóma ef eitthvað er.

Þannig að kannski eru þessar tvær nauðganirnar óvenju hrottafengnar og þess vegna fengu þeir svona þunga dóma óháð þjóðerni eða kannski er bara verið að þyngja dómana yfir nauðgurum almennt.

Mummi Guð, 8.3.2008 kl. 12:03

3 identicon

 

Þessar nauðganir voru víst sérlega hrottalegar.Ekki að nauðganir séu það ekki.Það er samt misjafnt hversu mikið og hryllilegt ofbeldið er.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst bara að allir nauðgarar eigi að fá þungar refsingar,
nauðgun er nauðgun.
                                    Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þér Milla og sama sagði Steinar þegar ég spurði hann um þetta áðan. Það á líka að dæma íslenska karlmenn hart. Nú er ég ekki búin að lesa dómana og þessi fyrirspurn litast nokkuð af því.

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 12:35

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Það hlýtur að hafa áhrif á þyngd dómsins hversu mikill hryllingur er í ofbeldinu og þó nauðgun sé alltaf glæpur er mismiklu ofbeldi beitt ekki satt?

Það á ALLTAF að vera þungur dómur fyrir nauðgun, það er ekki spurning, en eftir því sem ofbeldið er meira og verra á að þyngja dóminn, hvort sem um er að ræða íslendinga eða útlendinga. 

Kærleikur og ljós inní helgina þína Ragga mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.3.2008 kl. 12:42

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála Millu,  Pink  Pink Pink  Pink Pink Pink  Pink Pink  Pink Pink 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 13:06

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sko sammála Millu líka.

Eigðu góðan dag Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég tek undir það sem Anna segir hér efst,það virðist vera dálítið um hrottalegar nauðganir,en alveg sama frá hvaða landi þessi ó... eru eiga að vera mikið þyngri dómar heldur en sést hefur.Hafðu það sem allra best Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.3.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Tiger

  Ég vona nú að sami dómur sé kveðinn upp fyrir sömu brot - með tilliti þó til alvarleika og eðli brotsins. Hugsanlega eru brotin mismunandi alvarleg þó þau flokkist undir sama heitið..

Tiger, 8.3.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Já þetta er rétt athugað hjá þér erlendir karlmenn hafa verið að fá þyngri dóma fyrir nauðganir en tíðkast hefur hér á landi, nema að þetta sé það sem koma skal fyrir slíka glæpi hvort sem erlendir eða íslenskir karlmenn eiga í hlut.

Eyrún Gísladóttir, 8.3.2008 kl. 21:45

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Um þetta veit ég ekki. það sem maður heyrir í fréttum er þannig að maður heldur að svona brotum hafi fjölgað og séu grófari. Þá eru erlendir karlmenn oft nefndir. En eins og ég segi ég veit þetta ekki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2008 kl. 21:55

13 Smámynd: Jens Guð

  Það er engin tölfræði sem bendir til þess að nauðganir útlendinga séu hrottafengnari en nauðganir Íslendinga.  Ég veit ekki með dómana.  Almennt séð er frekar léttvægt tekið á kynferðisglæpum á Íslandi.  Sifjaspell eru einna algengasti kynferðisglæpur á Íslandi.  Hann er jafnan léttvægur fundinn eða sakfelling felld niður vegna þess hve langt um er liðið frá því að hann var framinn,  eða vegna þess hvað illa var staðið að rannsókn máls,  eða hvað rannsókn og málatilbúnaður tók langan tíma.

Jens Guð, 9.3.2008 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband