Undarlegt

og ég er svo bit. Stöð 2 fjallaði um upphæð bóta fyrir kynferðisofbeldi versus bætur fyrir að kalla einhvern drulluháleist á vefsíðu eða í dagblaði. Þessir móðguðu hafa sko vinninginn yfir þá misþyrmdu. Það er hið undarlegasta mál og ekki nokkur sanngirni í því. Hvað þarf að gera til að breyta þessu ?

Mér er alveg sama þó einhver kalli mig fæðingarhálvita opinberlega, það segir eflaust meira um hann en mig. Mér er hinsvegar ekki sama ef mér verður nauðgað ..

Nú eru bloggarar komnir í samstöðu til að bjarga vestfjörðum, það er gott mál en er hægt að stofna sambærilegan þrýstihóp til að leiðrétta undarlega dóma?

 Keli er farinn að stinga af til hennar Sigrúnar, hún gaf krumma brauð og krummi þáði ekki brauðið. Kela finnst glatað að gott brauð fari til spillis og æðir þangað til að bjarga þessu. Það mætti halda að kvikindið fái ekkert að éta heima hjá sér. Hann tekur endalaust við og étur allt sem honum er rétt.

Á stöðinni okkar er starfrækt verðlagsnefnd sem á að fylgjast með hækkunum á því sem tilheyrir leigubílum. Þeir eru nýbúnir að hækka. Samkvæmt fréttum kvöldsins þá var díselolían og bensínið enn að hækka, þeir þurfa greinilega að vera á tánum til að dragast ekki aftur úr. Langstærsti hluti upphæðarinnar fyrir eldsneyti rennur í ríkissjóð. Eitthvað þarf að gera í þessu líka. Ég man þá tíð þegar ég átti yfirleitt ekki bíl. Það voru ágætir dagar. Við löbbuðum um allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög undarlegt allt saman.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Skrítið hvernig þetta er metið þessar bætur. Maður fær líka meira fyrir að missa titilinn Herra Ísland en ef manni er nauðgað. Hver stjórnar þessu? Ég er sammála þér Ragnheiður, fólk má segja ýmislegt um mig en það má ekki nauðga mér. Í lagabókstafnum er nauðgun næst á eftir mannsmorði - en það er aldrei dæmt sem slíkt.

Keli er líka að þefa af slóð Mogga-hundsins, ég veit ekki hvort þetta sé tík. Hann Keli gerir ekkert af sér í garðinum, er bara að athuga hvort allt sé í orden hjá okkur.

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Ragnheiður

Já hann gæti verið að tékka á slóð moggahundsins, það er heppnasti hundur í heimi segir Keli. Labbar langar leiðir alla daga.

Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 19:23

4 identicon

Furðulegt að það skuli vera meiri bætur fyrir orðamorð en sálarmorð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta sem manni ofbíður.
Jú það er auðvitað hægt að láta heyr í sér kannski hefur það áhrif.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er auðvitað með ólíkindum og hreinlega grátlegt.

Hugarfluga, 7.3.2008 kl. 20:46

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég var einmitt að hneykslast á þessu sjálf....við eigum að taka okkur saman og fara í einhvers konar aðgerðir gegn þessu fáránlegu dómum.

Þegar ég hugsa málið þá ætti að fá allt fólk í landinu til að mótmæla kröftuglega þessum mismun á dómum..... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hlustaði á þetta og varð bara reið! Ég væri sko alveg til í að ganga í samtök til að mótmæla fáránlegum dómum, ég er handviss um að svoleiðis samtök yrðu ansi fjölmenn.

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 21:27

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef samtök yrðu til til að mótmæla dómarastéttinni í heild, þá yrði ég fljótlega einn gildur limur með..

Steingrímur Helgason, 7.3.2008 kl. 21:31

10 Smámynd: Dísa Dóra

Reyndar var verið að bera saman dóma í heimilisofbeldismálum og meiðyrðamálum en ekki kynferðisofbeldi beint (þó kynferðisofbeldi sé vissulega einn hluti heimilisofbeldis).

Þetta eru bara fáránlegir dómar og ég velti þessi einmitt fyrir mér á mínu bloggi

Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Ragnheiður

Ja..ég var bara að spá í mismun á bótafjárhæðunum. Hann er gríðarlega mikill. Það koma aldrei neinir dómar fyrir heimilisofbeldi, eða ég kalla það ekki.

Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er mjög undarlegt verðmat sem lagt er á orð og gjörðir, og líka því miður, hverjir kæra. Kona sem hefur lent í nauðgun á hluta að sök að mati margra, maður sem illa er talað um er fórnarlamb eða hvað, orð geta sært en varla eru þau milljóna virði, nauðgun skemmir fyrir lífstíð og er bara næstum o.k. allavega í sumum dómum, fáránlegt.

Hafðu það gott um helgina elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 21:56

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dómskerfið á Íslandi er til skammar, en það virðist vera þannig ef þú fremur alvarlegan glæp, sleppur þú vel.  En alvarlegir glæpir sérstaklega gagnvart konum, eru léttvægir þegar dómarar dæma.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:38

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú var að falla nauðgunardómur þar sem refsing er 4 ár fyrir gróft nauðgunarbrot og það verður að segjast eins og er að það er sá þyngsti nauðgunardómur sem ég man eftir að hafa séð hér á landi.

Kannski eru hlutirnir að breytast hægt og hægt og ég er til eins og Steingrímur, ef mynda á hreyfingu gegn misræmi í dómum.  Eins og þú réttilega nefnir Ragga, þetta með skíthælinn og svo nauðganirnar.  Ekkert samræmi.

Takk fyrir mig.

Bið að heilsa átvaglinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2008 kl. 10:17

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Dómarar geta ekki dæmt út fyrir lagarammann sem Alþingi setur þeim.

Þannig að annað hvort eru dómarar ekki að nýta sér þær refsiheimildir sem þeir hafa, eða þingmennirnir hafa ekki gefið þeim kost á að dæma þyngri refsingar, en þetta.

Allavega er vont að enginn almannatengsla fulltrúi virðist vera starfandi fyrir hönd Dómstólanna, einhver sem getur gefið skýringar og kynnt sjónarmið , auk forsenda Dómara fyrir ákvörðunum sýnum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 10:32

16 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Var aldrei búin að segja þér Ragnheiður, að þú ert fyrir mér Hetja og sálartröll.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 10:33

17 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit það, Þorsteinn Valur að þeir dæma eftir einhverjum ramma en samanburðurinn á þessu tvennu kemur skelfilega illa út.

Takk fyrir hrósið, mér varð á að brosa að því. Litla "tröllið" hérna nær ekki einusinni því að vera 1.60 á hæð en ég skil hvað þú átt við

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 10:49

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já það er allavega risastór brotalöm á samræmi og lagarammanum sem nauðsynlegt er að bæta úr. Ég er sammála Þorsteini með fulltrúann sem vantar svo og líka með sálartröllið.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.3.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband