Takk fyrir kveðjurnar

Hér kom ljómandi fallegt afmælisbarn í heimsókn áðan og fékk pönnsur. Ég fékk viðbótarfólk, lítinn Hilmar og Jón Berg tengdason, yndislegt fólk allt saman.

Ég gaf Sollu pening og hún mátti ekki kaupa neitt nema fyrir sjálfa sig. Hún fór alveg eftir þessu en hún keypti eitt sem var alveg á mörkunum. Ég lagði gátu fyrir Steinar og hann gat það ekki.

Meðal þess sem hún keypti voru umbúðir utan um matinn hans Hilmars, eitthvað til að gleðja augu Jóns. Hvað keypti hún ?

Bjössi bróðir sló alveg í gegn í dag.Hann arkaði í snyrtivörubúð og keypti rosaflott baðdót og líka maskara og augnskugga frá Dior. Fyrst kom konan með einhvern nóneim maskara en það hentaði ekki Birni. Ég vil fá eitthvað flottara , sagði hann við konuna. Solla himinsæl og alveg hissa á því hversu kláran lítinn bróður hún á....ég náttlega ekki hissa, Bjarndýrið er flott eintak.

Ég ætla samt ekki að hrósa mér fyrir það. Að vera foreldri snýst um að gera sitt besta og það reyndi ég að gera. Svo er það ákvarðanir afkvæmanna sem setja kannski strik í reikinginn og það hef ég reynt.

Kastljós fjallaði um undirbúning fyrir kistulagninu áðan, ég horfði með hjartað í hálsinum en það var óþarfi. Umfjöllunin var afar vönduð, smekkleg og falleg. Ég reyni að missa aldrei af Kastljósi, öðru vísi mér áður brá.

Nú ætla ég að reyna að hvíla mig aðeins, ég er að brasa með versta gigtarkast ever...þvílíkt og annað eins vesen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki get ég ímyndað mér hvað dóttlan keypti ... erfið getraun! Vona að þú lagist fljótt af gigtarkastinu, ljósið mitt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín enn og aftur til hamingju með Sollu þína þetta hefur verið gleðilegur dagur hjá henni og ykkur öllum, Bjössalingurinn er flottur.
farðu vel með þig .
                                   Kærleikskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 20:42

3 identicon

Góðan bata ljúfust.Sá þáttinn líka og var mjög forvitin og sátt við umfjöllunina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah brjóstahaldara!!!

Hvað er í verðlaun? 

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Hulla Dan

Ég hef nú alltaf kallað það "spenastatív" en það þjónar sama tilgangi.

Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 21:02

6 identicon

Ég vona að hún hafi keypt : ilmavatn, nærföt, baðslopp, inniskó, buxur og skó.    Það hefði ég gert !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fínt hjá Kastljósinu að vera með þáttinn um kistulagninguna. Það er svo mikið af fólki sem veit ekkert hvernig og/eða hvert það getur leitað. Kannski sem betur fer......Svo vilja sumir sjá um þetta sjálfir - en það er nú kannski meira þannig úti á landi.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Brjóstarhaldara! Ég sá ekki Kastljós en ætla að horfa á það á netinu.

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfði á kastljós en í fyrstu brá mér en það var óþarfi hvíldu þig elsku Ragga mín

Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 21:39

10 Smámynd: Dísa Dóra

Auðvitað keypti Solla brjóstahaldara og eru það vonandi bara þrælflottar umbúðir fyrir mat litla snáðans

Dísa Dóra, 6.3.2008 kl. 21:53

11 Smámynd: lady

ég er sammála þér að ég reyni alltaf að horfa á kastljós,,,þetta var fallegt hvernig hann talaði útfarastjórin ,,mér var hugsað til þeirra sem hafa misst sína ástvini þar á meðal þig elsku Ragnhildur ,,,óska þér og fjölsk góða helgi kv ólöf jónsd

lady, 6.3.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aftur til hamingju með Solluna.  Það er nokkuð ljóst að þetta hefur verið brjólli sem hún keypti.

Treysti mér ekki til að horfa á kistulagningarumfjöllunina, er enn með martraðir yfir þeirri sem ég þurfti að vera við síðast.

Knús inn í svefninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 22:08

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ Ragga mín ég vona að þér batni gigtarkastið sem fyrst.

til hamingju með Sollu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn fyrst með rétta svarið, kaffi og pönnsa í verðlaun

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 22:24

15 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

Guð gefi þér betri heilsu sem fyrst

Bergþóra Guðmunds, 6.3.2008 kl. 22:32

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með sollu Ragga ..hann Björn er bara lang flottstur ...

kveðja til þin og þinna kveðja Grinvíkinar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.3.2008 kl. 23:04

17 identicon

Auðvitað brjóstahaldara ;) Ég reyni líka sem oftast að horfa á fréttir og Kastljós, það er reyndar það eina sem ég horfi á í sjónvarpi  Patreki til mikillar ánægju. Ég náði svo aldeilis að hneyksla barnið áðan þegar ég sagðist ætla að horfa á Gettu betur líka. Í hans augum var það ekki til fyrirmyndar að ég myndi voga mér að yfirtaka sjónvarpið lengur en einn Kastljós þátt. Hann hafði sko "ekkert" að gera. Það er ekki grín að vera 5 ára í dag

Hjördís (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:12

18 Smámynd: Tiger

  Ehh... *huxa mikið eins og sannur karlmaður - ljóshærður* keypti hún kannski gjéstreing?

Okok, so it was tvíburahúfa. Flottur á því bjarndýrið þitt, sannur heiðursmaður og genin leyna sér greinilega ekki - beint í æð frá konu með stórt og fallegt hjarta.

  Ohhh man .. ég vil pönnsur, ég vil pönnsur - og kanelsnúða.

Guð gæti þín Ragnheiður mín og vonandi linast gigtin fljótt.

Tiger, 7.3.2008 kl. 03:01

19 Smámynd: Fjóla Æ.

Þeir geta verið svo sætir í sér þessir bræður. Til hamingju sem stelpuna í gær og vona svo innilega að gitarkastið líði fljótlega frá.

Farðu vel með þig vinkona. 

Fjóla Æ., 7.3.2008 kl. 15:48

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Flottur hann Björn að fara í snyrtivörubúð og kaupa handa systur sinni. já til hamingju með dótturina.

Farðu vel með þig Ragnheiður og vonandi linast gigtin - það hlýtur líka að fara að hlýna úti.

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband