í tilefni göngu Unifem

og svo fór ég að horfa á American Next Top Model. Maður horfir á allt þegar maður er í vinnunni ! Keppendur þar eru ungar stúlkur, í kringum tvítugt. Ein þeirra er innflytjandi frá Afríku. Sjö ára gamalli var henni misþyrmt með umskurði. Mig setti alveg hljóða. Fyrir 20 árum er árið 1988. Þegar hún er 7 ára þá er árið 1995 sirka. Hvílíkur hryllingur,mannvonska og skömm...það er fátt sem setur mig alveg úr jafnvægi en umskurður kvenna er eitt þeirra. Þeim er hroðalega misþyrmt, með glerbroti eða ryðguðum hníf...bara einhverju sem nothæft er til að skera sköp þeirra af þeim. Svo er þetta rimpað saman eins og þegar við saumum saman blóðmörskepp. Þessu fylgja endalaus heilsuvandræði. Þær deyja margar stuttu eftir aðgerðina, það kemur sýking...þær missa oft mikið blóð. Dæmi er um að þær hafi sturlast. Alla æfi eiga þær erfitt, með þvaglát,með blæðingar, með kynlíf og að sjálfsögðu með fæðingar.

Karlar vilja ekki stúlkur sem ekki hafa verið umskornar. Þeir vilja misþyrmdar konur sem loku er fyrir skotið að geti notið kynlífs. Það er bannað að vera kona og njóta kynlífs.

Oj ég gæti gubbað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þvílíkur viðbjóður

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Brynja skordal

úff að þetta skuli vera til æ get valla hugsað um þetta

Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er skelfilegt!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Grimmd mannfólksins eru stundum engin takmörk sett.  Suma daga ákveð ég að hlusta ekkert á fréttir til að eiga betri dag.  

Anna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta er ein hræðilegasta misþyrming sem er til hér í heimi held ég.  Mörg lönd hafa sem betur fer bannað þetta en því miður halda íbúarnir þessu við vegna gamalla hefða, ótta, bábilju og hjátrúar til dæmis.  Óhuggulegt

Dísa Dóra, 5.3.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hryllilegt!!!!!!!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:59

7 identicon

misþyrming

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Tiger

  Maður skilur ekkert í því hvernig fólki dettur slík mannvonska í hug. Ef maður bara væri alvaldur í smá stund - hve mikið maður myndi bakka í hvelli til að taka í taumana hingað og þanga um þennan grimma heim.

  Maður verður endalaust reiður yfir því hve lítill maður er þegar svona viðgengst - sem og önnur mannvonska - að geta ekki hlaupið til og stoppað þetta brjálæði.

Tiger, 5.3.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband