4 mars 2008

Hálfgerður drumbur þessa dagana, hef verið að hugsa fram og til baka og festist einhvernveginn í því að finnast ég hafa átt að gera eitthvað til að afstýra láti Himma. Þarf að taka mér smátíma í jákvæða íhugun og fá vitlausa heilabúið í mér til að skilja að ég breyti amk engu héðan af. Ég virðist stundum festast í því að vilja endilega kvelja sjálfa mig. Undarleg hegðun.

FlóttaKrummi hefur ekki sést í dag, hann hefur flúið langar leiðir og örugglega búinn að klaga mig í alla aðra krumma á leiðinni. Bráðum verður ástandið hérna eins og í Birds ...árásarfuglar allsstaðar.

Björn sjálfur bestabarn þykist vera búinn að finna pípara meistara til að aðstoða okkur hérna. Okkur vantar svoleiðis mann, endilega. Við þurfum að færa hitaveitugrindina út í skúr og Orkuveitan sér um það, við þurfum hins vegar meistara til að tengja inn á húsið aftur. Það er gott að eiga svona stóran strák hérna sem aðstoðar móður sína. Hann er búinn að vera mér til selskaps í morgun eftir að hann kom úr vinnunni og það er hægt að tala við þennan strák um nákvæmlega alla hluti.

Í morgun höfum við rætt um

Skíðamann sem missir fótinn

Púsluspilið sem ég setti á borðið seinnipartinn á laugardag og kláraði áðan

Himma, Himma og Himma

Gamlar minningar

Top Gear

Íslendingabók, ég sá að Jón er ekki tengdur við Hilmar litla og lagaði það til

Skattinn

Dánarbú

WOW

og örugglega fullt í viðbót.

Já já

Bílinn hans Himma

Toyotu sem ég hef hug á

Bílpróf

hehehe

Heyri í ykkur síðar...en hún Katla mín þarf svolítið knús í dag (www.katlaa.blog.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Tiger

  Hér er eitt stórt knús handa þér Ragnheiður mín!

Þú skalt einbeita þér duglega að öllum ljósunum í kringum þig til að taka skugga þess liðna af baki þínu. Þú verður að skilja það að við getum á engan hátt tekið á okkur ákvarðanir annarra og við erum sannarlega ekki svo Guðleg að við getum séð fyrir hluti og komið í veg fyrir þá - MUNDU ÞAÐ. Þú ert æðisleg, þú hefðir ekki getað gert neitt meira en vera yndisleg móðir - við getum ekki óskað okkur neins eins góðs eins og góðrar móður - og það ert þú Ragnheiður, dásamleg móðir! Gefðu þér tíma og taktu róleg skref, og dragðu að þér alla þá ljósu punkta sem þú mögulega getur fundið á leiðinni, það hjálpar.

  Krummi kemur, vertu viss - ásamt hinum fuglunum - sem hann er að safna og segja: Hún er góð - hún gefur af sér og frá sér - brauð.

Björn Bestabarn er greinilega góður drengur, sannarlega sonur móður sinnar. Gott að hann sé svona viðræðugóður, bæði fyrir þig - og hann. Þú ert góð móðir Ragnheiður! Virðingin er mikil fyrir þér héðan..

Tiger, 4.3.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kærleikskvitt.

Kristín Snorradóttir, 4.3.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger segir allt sem segja þarf, hann er bara flottur.
Elsku Ragga mín farðu vel með þig.
Kærleikskveðjur þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tigercooper vekur forvitni mína.  Mikill grallari á bloggsíðunni sinni en djúpur og næmur þegar hann kommentar hérna.  Athyglisverður.

Ég tek undir það sem hann segir, að við getum ekki séð hlutina fyrir eða búist við áföllum.  Það væri ómögulegt að hugsa alltaf þannig... maður yrði bara meira galinn.  Þú ert frábær mamma, Ragnheiður, eins og sést á samskiptum ykkar Björns.  Það eru ekki öll mæðgin svona náin.  Vá hvað þið hafið um margt að spjalla.     

Anna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Já í þínum sporum mundi ég lesa vel yfir það sem tigercopper skrifar, aftur og aftur. Þar er allt sem segja þarf.

Krummi borðar heldur ekki brauðið sem ég gaf honum um daginn, kannski er nóg af músum í móanum fyrir hann, eða hann er matvandur. En hann er flottur fugl og skemmtilegur.

Sendi knús og ljós handa ykkur á kertasíðuna hans Himma

Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband