Krummi
3.3.2008 | 19:31
Krummi sat í morgun úti á ljósastaur. Hann prufaði hin ýmsu hljóð til bergmálunar í umhverfinu. Þegar hann var farinn á láta eins og dósaopnari þá ákvað ég að rífa niður brauð og færa hans hátign á vitlausa garðsendann, það er endann sem hvuttarnir eru ekki í. Bæði var það til þess að hlífa þessum erkióvinum við að horfa á hvorn annan og svo til að Keli æti ekki brauðið. Steinar gaf brauð út á pall um daginn og Keli skildi ekki hversu heppinn hvutti hann var. Eitthvað misskildi Krummi góðmennsku mína, um leið og ég grýtti brauðinu í áttina að honum þá tók hann til vængjanna og lagði á ferlegan flótta.
Krummi er annaðhvort asni eða ég lít út fyrir að vera fuglamorðingi.
Bíði hann bara eftir að ég nenni aftur út með brauð !
Athugasemdir
Vertu bara róleg hann kemur aftur og á endanum færðu ekki frið.
Ég átti einu sinni krumma sem ég fékk ungan úr hreiðri,
ætíð kom hann snemma á dyrnar hjá mér og goggaði í dyrnar og gargaði smá eða eiginlega þar til ég kom og gaf honum að borða.
Það var mjög gaman að honum, en það endaði með að hann þurfti að hverfa mér þótti það ekki gott.
þar sem þeir fá að borða eru þeir tryggir fylgisveinar manns.
Knúsý kveðjur, Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 19:39
Krummi er frábær, þykir vænt um hann, hann talar oft við mig. Knús í krús á þig mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:15
Þetta er nú svartasta sort sko - að fúlsa við brauðkasti úr blíðlegri gefandi hönd... dóninn að tarna! En já, eins og Milla segir - hann kemur örugglega aftur sko, og áður en þú veist af verður allt vaðandi í krunkum og goggeríi hjá þér.
Ég kasta einmitt líka brauði í fuglana hérna, það er reyndar enn í pokanum þegar ég hendi því - svo ég skil mína furðufugla sem flýja alltaf þegar ég birtist úti..
Tiger, 3.3.2008 kl. 21:08
Krummi karlinn er einstaklega skemmtilegur fugl að mínu mati. Hann er heilmikil hermikráka enda af krákutegund. Það er alveg hreint milljón að hlusta á þá krunka sín á milli oft með svo sérkennilegum hljóðum, eins og þú lýstir því Ragga, að hrafninn hefði verið farin að láta eins og dósaopnari. Þeir eru bara hrikalega skemmtilegir og ef maður fer að gefa þeim þá koma þeir alltaf aftur og láta heyra í sér. Þú færð þá örugglega aftur og aftur í heimsókn.
Sigurlaug B. Gröndal, 3.3.2008 kl. 21:16
Ég reyni alltaf að gefa fuglunum, passa bara fyrst að loka köttinn inni! En það er nú frekar fyndið að hlusta á hann sitjandi í glugganum við að fylgjast með fuglunum borða, ég get svo svarið það að í þau skipti þá fer kötturinn að gelta
Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 21:32
Takk fyrir bloggvináttuboðið sem að ég er búin að þiggja
Anna Gísladóttir, 3.3.2008 kl. 22:00
Var þetta nokkuð bananabrauð?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:15
hehe við Ásta sáum líka krumma uppi á byggingakrana við leikskólann hennar og hún er enn að spá hvað hann hafi verið að gera þarna .
Góða nótt til ykkar
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.3.2008 kl. 22:49
Hehehehehehe.Góð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:58
Krummi er svo tortrygginn Ragga mín. Hann getur ekki að þessu gert. Meðfæddur andskoti. En það verður að gefa greyinu. Alltaf í mínum uppáhaldslit.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 23:52
Hrönn það hefur kannski verið verkurinn ? Hann hefur frétt af bananabrauðinu og ekki viljað svona venjulegt brauð ?
Heiður, ég er ekki hissa þó barnið skilji ekki fugl í byggingarkrana...
Jenný mín, þú ert hálfgerður krummi sjálf...líka minn litur hoho
Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 00:22
Krumminn sem er í nágrenni mínu, býr til hljóð sem er eins og einhver sé að banka í ljósastaur. Hundinum mínum er frekar illa við krummana og köttunum stendur ekki á sama, þeir eru frekar hræddir við krumma. Takk fyrir að vilja vera blogg-vinkona mín
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:46
He he .....grýtti brauðinu í hann....ha ha.... ég elska Krumma enda berum við sama nafn....er dagsdaglega kölluð Krumma...svo erum við svo fjári lík í okkur, bæði glysgjörn og félagslynd þó svo að við förum okkar eigin leiðir í lífinu....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.3.2008 kl. 08:13
Krummi er frábær hann hefur verið eitthvað hræddur skinnið.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.