Jæja

ég er svo löghlýðin að ég þorði ekki út áðan, það var verið að biðja vestmannaeyinga að vera kyrrir inni og ég ákvað að fara bara eftir tilmælunum þeim til samlætis enda stödd í staðbundnu óveðri. Hér festist annar hver nágranni í endanum á götunni (já staðbundið) og hinn nágranninn á móti, annar hver nágranni aftur, kemur og dregur upp þennan fasta.

Það varð messufall í Eyjum en örugglega ekki hérna, þessir föstu hérna eru að reyna að komast í messu en hinir eru að fórna sér til að koma nokkrum sálum í Guðshús. 

Steinar verður bara að kaupa inn einn. Hann hlýtur að geta það. Hann var næstum orðinn kallrembusvín áðan, held að það hafi verið óvart samt. Nágrannakona mín á stóran jeppa og var að draga upp fastan bíl áðan. Minn kall gloprar út úr sér einhverri athugasemd um að kona sé að brasa í þessu. Hann var snarlega leiðréttur og minntur á að hans eigin kona hefði nú stundað það að draga upp bíla ef þess hefði þurft. Stuttu seinna forðaði hann sér, út í óveðrið og þóttist ætla að vinna. Iss hann situr áreiðanlega í nálægum skafli og skammast sín...hoho. Hann þorir þessu ekki aftur.

Las frétt um að barn hefði verið skilið eftir í leigubíl, aldrei hef ég fundið neitt svona sniðugt í mínum bíl....bara eitthvað drasl eins og veski, farsíma, lykla og nærbuxur. Ég hefði viljað eiga þetta barn fyrst enginn vill eiga skinnið.

Ferðin til Indlands.

einhverntímann vorum við að horfa á þátt um Indland og farið var í gegnum einhver fátækustu svæðin þar. Mér fannst afar erfitt að horfa á þetta en sagði ekki neitt. Eftir smástund segir Steinar ; Minntu mig á að fara ekki með þig til Indlands ! Ég vildi fá skýringu á þessu. "Þú kæmir heim með alla sem ættu bágt" Þá hafði hann tekið eftir hversu illa mér leið við að horfa á þessa örbirgð þarna...ég meina það, fólk býr í pappakössum ! Hænsnakofinn á lóðinni hjá mér væri alger lúxus...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Ætli það sé nóg að vera frá Vestmannaeyjum í fimmta ættlið til að geta haldið sig inni ?  Láttu nú ekki Steinar sitja of lengi í skaflinum, áður en þú dregur hann upp.  Þú ferð á kostum mín kæra.   

Anna Einarsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Dísa Dóra

úfffff það yrði þá eins gott að við færum ekki saman til Indlands.  Ég er alveg eins og vildi sennilega taka fulla flugvél af börnum með mér heim til íslands

Dísa Dóra, 2.3.2008 kl. 14:41

3 identicon

Þú ert mikið skemmtileg kona, eða það finnst mér.

Dís (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Tiger

  Ég held að ég sé mjög svo sama sinnis og þú - myndi sannarlega taka með mér flesta sem ég kæmi með mér - heim frá svona fátækum stöðum. Meina - ég kaupi hamborgara, pizzur og fleira gott og gef börnum sem eru að betla erlendis, vegna þess að mörg þeirra fá lítið sem ekkert að borða - og að auki er peningurinn allur tekinn af þeim - af þeim sem "gera þau út" í betl...

  Við myndum sóma okkur vel saman með stórt og mikið munaðarleysingjaheimili - værum sífellt að stækka við okkur og taka inn fleiri og fleiri...

  Ég aftur á móti dýrka mikinn snjó og mikla ófærð. Elska það að sitja fastur í snjóskafl og komast hvergi. Sakna snjóaþungra vetra..

  

Tiger, 2.3.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert yndisleg Ragga, get svo svarið það

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 2.3.2008 kl. 18:21

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Og líka knús frá mér

Kristín Katla Árnadóttir, 2.3.2008 kl. 18:57

8 identicon

 

Þú ert dásamleg.Það er eiginlega ófært til strákanna okkar.Kveiki ljós fyrir þá á eftir.Er að skella mér í kvöldmessu og Jónsi syngur . 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefur þá ráðið drauminn eins og ég.  Þér er nú sniðinn stakkur eftir vexti og betri tímar framunda.  Hafðu það gott elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband