Sunnudagsmorgun

og það er hríð.

Ágætur dagur í gær í tiltekt og öðru sem setið hefur á hakanum vegna starfa utanhúss. Svaf vel og slapp við draumarugl. Í síðustu viku dreymdi mig tóma prentvillu og man það meira að segja ennþá.

fyrri draumurinn var svoleiðis að ég sat yfir sjúkling, hef gert það nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Svo tók ég upp á því að myrða sjúklinginn (að vísu að hans eigin ósk) Sjúklingurinn var samstarfskona mín til að byrja með en þegar dauðinn kom og sótti viðkomandi þá hafði hún skyndilega breyst í Grétu móðursystur...um leið og það gerðist þá vakti Steinar mig og ég sagði honum að hann væri heppinn að ég dræpi hann ekki. Ég væri greinilega með einhverjar morðtilhneiginar í undirmeðvitundinni.

Í seinni draumnum vorum við Steinar á vöggustofu að tala við konu, pólska konu. Við vorum þarna að skoða okkar eigið barn og konan sagði á bjagaðri íslensku að það væri ekki undarlegt að barnið væri stórt og benti á Steinar. Svo litum við í vögguna og þar var Hilmar Reynir.

Mér fannst undarlegast við þennan að það var verið að kynna mig fyrir nýju barni, hvar var ég þá þegar það fæddist ? í kaffi ?

Ég er náttlega mikið að spá í Himma minn þessa dagana. Það er eðlilegt. En svo er ég undarleg. Ég get talað um andlát hans og aðbúnað fanga þar til ég verð blá í framan og mér hrekkur ekki tár af hvarmi á meðan. En svo gerist eitthvað lítið og þá fer ég í kerfi. Í gær var það auglýsing sem minnti okkur Bjössa svo á Himma.

Himmi að vekja Bjössa um árið

Himmi; daddaradadaddada !

Björn ; (steinsofandi í rúmi sínu) Dagskrá vikunnar!!

Þessi auglýsing kom í gær, ég hef ekki heyrt hana lengi. Við Bjössi sátum þegjandi við eldhúsborðið og sáum fyrir okkar prakkarasvipinn á Himma.

Annars er ég góð bara. Sátt við að eitthvað sé spáð í aðbúnað þeirra manna sem ekki ganga réttan sporbaug í lífinu. Þó maður verði fórnarlamb slíkra manna þá græðir maður svo sem ekkert persónulega á því að brotamaðurinn komi enn verri út en hann fór inn. Það eru 7% fanga sem brjóta ekki af sér aftur miðað við þessa grein í DV. Það hlutfall eigum við að stefna að því að hækka, hækka verulega. Það getum við gert með því að breyta áherslum inn í fangelsum, bjóða meiri þjónustu og vinna betur með þá á þeim tíma sem þeir geta hvorteð er ekkert farið. Ég segi bjóða en ég vil meina að það þurfi að skikka þá í sálfræðiviðtöl. Sumir þeirra eiga orðspors að gæta og vilja ekki láta um sig spyrjast að þeir gangi til sálfræðings, eflaust veikleikamerki. Svo þegar þeir hafa farið í nokkur slík þá er aldrei að vita nema það náist samband inn fyrir brynjuna og þá fari að verða einhver árangur af starfinu. Það er engin patentlausn til en með vinnu á að vera hægt að hjálpa fleirum. Gamli hugsunarhátturinn með að geyma þá þarna, þeir geri ekkert af sér á meðan, dugir ekki lengur. Við þurfum að hugsa um hvað við viljum fá á göturnar aftur, endurhæfða menn eða urrandi óargadýr ?

Ég veit að við náum alls ekki til þeirra allra en 7% ? við getum gert betur en það.

Annars er ég alin upp í þessum feluleik. Einn ættinginn var öðruhvoru í afplánun á sínum tíma. Mér ,sem krakka, var sagt að hann væri á síld. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að ég áttaði mig á að síldarvertíð er ekki á öllum mögulegum árstímum.

Búin með orðin...í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragnheiður,

Tek undir það með þér það þarf að horfa á manneskjuna, ekki bara afbrotin. Veit ekki hversu margir af þessum 7% eru ungir menn. Verð amk forvitin.

Hef verið að lesa bloggið þitt um tíma og finst þú vera hetja!

kær kveðja

Guðbjörg

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður.  Mér finnst þú vera besti penninn á öllu blogginu og það hvernig þú kemur málefnum fanga frá þér, á eðlilegan og skiljanlegan hátt, gerir þig að besta málsvara sem þeir nokkurn tíma hafa átt.  

Steinar er líka dálítil hetja að þora að sofa hjá þér þessa dagana.  

Anna Einarsdóttir, 2.3.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ragnheiður, alltaf kemur þú með eitthvað sem maður skilur. Betrun á auðvitað að vera betrun. Sammála með sálfræðiviðtölin, er örugglega erfitt en myndi skila miklu. 

Sendi þér kveðju úr hríðinni.

Sigrún Óskars, 2.3.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín, þú hefur svo sannarlega kennt fólki að líta á manneskjuna bak við afbrot og axarsköft.  Það er vel, því eins og þú hefur svo oft sagt, það er alltaf einhver sem elskar viðkomandi. Takk fyrir þessa baráttu þína, þetta á eftir að skila sér það er ég viss um. Knús inn í næstu viku til þín og þinna.   Hello 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ragga mín þú ert góð manneskja og hefur kennt svo mikið og miðlað þinni reynslu þinni til okkar.

Takk fyrir það kær kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 2.3.2008 kl. 13:14

6 identicon

Duglegust ertu kona góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Marta smarta

Já þú ert góður "penni", kemur vel til skila því sem þú ætlar, en ert samt alltaf með björtu hliðarnar og húmorinn tilbúinn, þar sem við á.Þú átt heiður skilinn fyrir að opna þessa umræðu um aðbúnað og meðferð fanga, og hefur svo sannarlega breytt viðhorfi margra til þeirra.  Sammála Birnu Dís, duglega kona. Þú færð hrós vikunnar.

Marta smarta, 2.3.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert bestust Ragga mín,alveg hreint frábær manneskja Risa Sunnudagsknús til þín  Þessi umræða þarf svo sannarlega að vera til staðar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband